Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 39 Sigrún Þóroddsdóttir, sigrtho@landspitali.is Mér kemur í hug fyrirlesari á ráðstefnu nýlega. Hann talaði um hvernig maður tekur ákvarðanir í lífinu, hvaða nám maður velur, hverjum maður giftist, hvar maður starfar, hvar maður býr og svo mætti lengi telja. Eru þetta kannski allt tilviljanir? Velst þú þar sem þú passar eða er þetta spurning um heppni? Ég tel mig að minnsta kosti heppna með starf hvort sem ég valdi starfið eða það mig og mér þykir afar vænt um starfið mitt. Þetta er erfitt starf en líka mjög gefandi og oftast gleðilegt. Í mínu starfi er afar mikilvægt að aðgreina starfið og einkalífið án þess að verða ópersónulegur. Ég hef lært þetta með tímanum en stundum er þetta erfitt því maður tengist fjölskyldunum á svo ólíkan hátt. Ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist sérstaklega þegar ég er ein í bílnum á leið úr og í vinnu. Ég man eftir tímabili þegar ég sinnti tveimur stúlkum í líknandi meðferð í heimahjúkrun. Á þeim tíma hlustaði ég mikið á sænska þjóðlagatónlist. Eitt lag var í miklu uppáhaldi hjá mér og tengi ég það því bæði gleði og sorg. Tárin runnu þá stundum í bílnum og tárin runnu líka þegar dóttir mín söng þetta lag við brúðkaup systur sinnar seinna sama ár. Þannig er einmitt lífið; skin og skúrir; gleði og sorg. Í búddatrú segir að maður geti ekki þekkt gleðina nema maður þekki sorgina. Öll áföll sem maður verður fyrir í lífinu hafa áhrif um ófyrirsjáanlegan tíma og enginn fer í gegnum lífið án áfalla. Manneskjan er sem betur fer þeim kosti gædd að læra að lifa af og lifa með áföllum í flestum tilfellum. Vinna mín með fólki sem missir börnin sín hefur kennt mér að það er hægt að halda áfram og finna gleði og hamingju þótt sorgin hverfi aldrei. Hjúkrun er margbreytileg fræðigrein. Ég er svo heppin að hafa fengið að taka þátt í norrænnu samstarfi í siðfræði tengt krabbameinslækningum barna. Þetta samstarf hefur verið mjög gefandi og kennt mér mikið. Ég tel að þessi fræðigrein, á ensku medical ethics, sé eitthvað sem við eigum eftir að heyra meira af í framtíðinni því með aukinni tækni og þekkingu verður spurningin um hvort við eigum alltaf að gera allt sem við getum fyrir alla sífellt áleitnari. Við þurfum að þora að setjast niður og ræða um hvað sé best fyrir sjúklinginn á hverjum tíma og hvað sé eðlilegt að gera í þágu rannsókna. Skjólstæðingar okkar og aðstandendur þeirra hafa líka aukinn möguleika á að afla sér þekkingar á veraldarvefnum og við þurfum að mæta þeim á ábyrgan hátt. Við sem vinnum með börn þurfum líka að skoða hvenær og hvort börnin hafa eitthvað að segja um meðferð og hvað lögin segja okkur. Enfremur hefur reynsla síðastliðinna ára kennt okkur að fjármagn er ekki óþrjótandi þó að við séum svo heppin á Íslandi að hafa ekki þurft að neita skjólstæðingum um meðferð, alla vega ekki börnum. Hjá fullorðnum sjúklingumhefur þó borið á lengri biðlistum og fullorðnir skjólstæðingar hafa oftar en ekki þurft að berjast fyrir ákveðum dýrum meðferðum. Mín ósk er sú að við á Landspítala stofnum hóp fólks sem hefur menntun, reynslu og getu til að fjalla um siðfræðileg álitamál og verði leiðbeinandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga. Markmiðið er að teknar verði ákvarðanir sem þjóna skjólstæðingum okkar sem best. Hvers vegna hjúkrun? Hjúkrun er fjölbreytt starf sem gefur mikla möguleika á starfsþróun fyrir einstaklinginn og er ég þakklát fyrir að hafa valið þessa menntun þrátt fyrir að okkur hjúkrunarfræðingum sé ekki sýndur sá sómi að fá greidd laun í samræmi við menntun og ábyrgð. Ég skora á Rósu Einarsdóttir hjúkrunar- fræðing á göngudeild Barnaspítala Hringsins að skrifa næsta þankastrik. ÞANKASTRIK AF HVERJU HJÚKRUN? Sigrún Þóroddsdóttir er hjúkrunarfræðingur í krabbameinsteyminu á Barnaspítala Hringsins. Ég hef starfað við barnahjúkrun í rúm 30 ár, lengst af við hjúkrun krabba­ meins veikra barna. Ég velti því oft fyrir mér af hverju ég fór í hjúkrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.