Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201240 ÚTDRÁTTUR Langvinnum sjúkdómum fer fjölgandi hér á landi sem gera auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins um árangursrík og skilvirk meðferðarúrræði. Einn þessara sjúkdóma er húðsjúkdómurinn psoriasis en hér á landi hafa sjúklingar með alvarleg einkenni hans verið meðhöndlaðir með lífefnalyfjum í áratug. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa reynslu fólks með alvarlegan psoriasis sjúkdóm af því að fá infliximab (Remicade®) meðferð. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í Remicade®­meðferð? Rannsóknaraðferðin var túlkandi fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki, fjórar konur og þrír karlar á aldrinum 27­45 ára sem voru í reglulegri lyfjameðferð. Gagnasöfnun fór fram í desember 2009 og janúar 2010 með tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Gögnin voru greind samkvæmt aðferð van Manen um reynsluheiminn. Eftirfarandi þemu voru greind: Rými í reynd fól í sér „Öryggið í einangruninni“ og „Frelsið kom með meðferðinni“. Tími í reynd vísar til: „Lengi vel var það bara sjúkdómurinn“, „Kapphlaup við tímann“ og „Áhyggjur af framtíð“. Tengsl í reynd fól í sér: „Skömm og feluleikur“, „Erfiðleikar við tengslamyndun“ og „Samskiptin í völundarhúsinu“. Líkami í reynd endurspeglaðist í: „Sjúkdómurinn tók alla stjórn“ og „Ólýsanlegt álag“. Heildarþemað var „Meðferðin sem líflína“. Niðurstöðurnar lýsa upplifun þátttakenda með alvarlegan sjúkdóm til margra ára og einkennast af skömm, uppgjöf, hjálparleysi og vonleysi. Algjör viðsnúningur varð hjá þátttakendum þegar meðhöndlun hófst með lyfinu en aðlögun að hinu nýja lífi gat tekið nokkurn tíma. Langvarandi áhyggjur þátttakenda um að draga myndi úr virkni lyfsins urðu að veruleika hjá sumum. Álykta má að þróa þurfi samfellda, fjölskyldumiðaða og heildræna hjúkrunarþjónustu í þverfaglegri samvinnu, í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta lífsgæði þessara einstaklinga. Lykilorð: psoriasis, hjúkrun psoriasis sjúklinga, infliximab (Remicade®), fyrirbærafræði. Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Landspítala Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands Helga Jónsdóttir, Háskóla Íslands LÍFLÍNAN – REYNSLA FÓLKS MEÐ ALVARLEGAN PSORIASIS SEM ER Í MEÐFERÐ MEÐ LÍFEFNALYFJUM Um höfunda: Inga Þorbjörg Steindórsdóttir er hjúkrunarfræðingur, MS, og vinnur á göngudeild húð- og kynsjúkdóma og á líknardeild Landspítalans. Dr. Þóra Jenný Gunnarsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Dr. Helga Jónsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala. About the authors: Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, MSc, is a dermatology and hospice nurse at Landspitali University Hospital. Þóra Jenný Gunnarsdóttir, PhD, is an Assistant Professor at the University of Iceland Faculty of Nursing. Helga Jónsdóttir, PhD, is a Professor at the University of Iceland Faculty of Nursing and faculty chair, research and development, nursing of the chronically ill, at the University of Iceland Faculty of Nursing and Landspitali University Hospital. Hagsmunatengsl: Engin. Conflicts of interest: None. ENGLISH SUMMARY Steindorsdottir, I.T., Gunnarsdottir, T.J., Jonsdottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2012), 88 (4), 40­47 THE LIFELINE. THE EXPERIENCE OF PATIENTS WITH SERIOUS PSORIASIS OF RECEIVING INFLIXIMAB MEDICATION. The prevalence of chronic diseases is increasing with consequent increased demands on the healthcare system for efficient treatments. One of these diseases is psoriasis for which, in Iceland, seriously ill patients have been treated with bio­ pharmaceuticals for the past decade. The goal of this study was to describe the experience of patients with serious psoriasis currently receiving infliximab (Remicade®). The research question was: What is the experience of patients with serious psoriasis undergoing treatment with Remicade®? The research method was hermeneutic phenomenology. A purposeful sample was selected with four women and three men aged 27­45 years who were receiving regular treatment. Data were collected by interviewing each participant twice. The data were analysed according to van Manen’s method into the following fundamental lifeworld themes: Lived space: “Safety in isolation” and “Freedom that came with the treatment”. Lived time: “For a long time it was just the disease”, “Race against time” and “Worrying about the future”. Lived relation: “Shame and hiding”, “Troubles with making a connection” and “Communicating in the labyrinth”. Lived body: “The disease took all control” and “Incredible stress”. The essential theme was: “The treatment as a lifeline”. The severity of the disease over a number of years prior to infliximab treatment resulted in shame, incapacity and feelings of defeat and despair. Upon treatment however, participants reported drastic improvements in their quality of life but pinpointed that their initial concern over the long term effectiveness of infliximab was real. It is concluded that the participants would benefit from a continuous, family­oriented and comprehensive interdisciplinary healthcare service in order to increase the security and quality of life of these individuals. Key words: psoriasis, psoriasis patient care, infliximab (Remicade®), phenomenology. Correspondance: thoraj@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.