Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. S E P T E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  205. tölublað  103. árgangur  AUKIÐ SVIGRÚM TIL AÐ TÚLKA TÓNLISTINA LITLA STÓRVERSLUNIN ÓLST UPP MEÐ ANDRÉSI ÖND OG HASARBLÖÐUM Á FERÐ UM ÍSLAND 14 MYNDASÖGUR BJARNA 10BLONDE REDHEAD 37  Fornir taflmenn, sem fundust fyrir tæpum tvö hundruð árum á strönd eyjarinnar Lewis við Skot- land, eru í nýútkominni bók sagðir verk íslensks útskurðarmeistara, Margrétar hinnar oddhögu, sem starfaði við biskupsstólinn í Skál- holti í lok 12. aldar og byrjun hinn- ar 13. Bókin nefnist The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman Who Made Them og er eftir bandarískan höf- und, Nancy Marie Brown, sem áður hefur skrifað víðlesnar bækur um íslenska sögu. Marie Brown tekur í bókinni undir tilgátur um uppruna taflmannanna sem Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur setti fram fyrir sex árum og hefur síðan rökstutt frekar. »20 Sögufrægir tafl- menn sagðir vera íslenskir í nýrri bók Útskurður Taflmennirnir eru sagðir lista- smíð úr smiðju Margrétar hinnar oddhögu. Ljósmynd/British Museum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikið álag er á húsnæðiskerfi fyrir hælisleitendur á Íslandi og myndi húsnæði sem almenningur býður þeim til afnota gera mörgum kleift að hefja nýtt líf á Íslandi og jafnvel sameinast fjölskyldum sínum. Þetta segir Áshildur Linnet, verk- efnisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, og bendir á að metfjöldi um- sókna um hæli hafi borist í ágúst. William Spindler, upplýsinga- fulltrúi Flóttamannahjálpar SÞ, segir í samtali við Morgunblaðið að útlit sé fyrir að straumur flóttafólks og innflytjenda til Evrópu verði áfram þungur á næstu mánuðum. Hann segir það eiga þátt í straumn- um að ekki séu til fjármunir til að sjá fólkinu fyrir nauðsynlegri aðstoð á fyrsta áfangastað þess. Ljóst er að því fylgja nokkur út- gjöld fyrir sveitarfélög ef ákveðið verður að fjölga flóttafólki á Íslandi. Sveitarfélögum er skylt að veita börnum skólavist. Það nám kostar að meðaltali 1,5 milljónir á nemanda. Við það bætist kostnaður við sér- kennslu til barna sem eiga annað móðurmál. Þá áætlar velferðarráðu- neytið að kostnaður við flóttamann sé að jafnaði 4-5 milljónir króna á ári. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir að lengja þurfi tímabilið sem ríkið styrkir sveitar- félögin vegna flóttafólks. Í Noregi greiði ríkið styrki með flóttamönn- um fyrstu fimm árin en til saman- burðar hafi verið greitt í eitt og hálft ár með flóttafólki á Akranesi. »4 Margir í biðstöðu á Íslandi  Rauði krossinn á Íslandi segir marga hælisleitendur fasta í bráðabirgðahúsnæði  Flóttamannahjálp SÞ segir áfram útlit fyrir straum flóttamanna til Evrópu Álag á húsnæðiskerfið » Þær upplýsingar fengust frá sex sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og Reykjanes- bæ í gær að 1.361 einstak- lingur og fjölskylda biði nú eftir félagslegu húsnæði. » Þessi sveitarfélög eiga nú um 2.800 félagslegar íbúðir. AFP Neyð Fólk í leit að betra lífi hvílist á lestarstöð í Búdapest. Ungversk yfirvöld höfðu þá lokað stöðinni. Fólkið var að reyna að komast til Þýskalands. Landsvirkjun hefur tilkynnt stór- kaupendum að draga þurfi úr afhend- ingu á raforku frá næstu mánaðamót- um ef ástand vatnsbúskaparins batnar ekki þeim mun meira. Inn- rennsli í miðlunarlón, ekki síst á Austurlandi, er minna en það hefur verið í meira en áratug vegna lítillar snjó- og jökulbráðnunar í sumar. Nú vantar 30% upp á að miðlunar- lón Landsvirkjunar séu full. Útlit er fyrir að enn muni vanta 20% upp á fyllingu um næstu mánaðamót þegar öll lón eiga að vera full og byrjað að nota vatnið til raforkuframleiðslu. Landsvirkjun reiknar með að draga úr orkusölu um 3,5% á komandi vetri. Það getur þó breyst eftir ástandi vatnsbúskaparins. Stóriðjan mun draga úr framleiðslu. Þá munu önnur fyrirtæki sem nota ótryggða raforku, t.d. fiskimjölsverk- smiðjur sem skipt hafa í rafskautakatla og hitaveitur sem nota raforku til að hita upp vatnið, þurfa að draga úr orkunotkun og skipta yfir í aðra orku- gjafa. Innflutt jarðefnaeldsneyti mun leysa raforkuna af hólmi. »7 Orkuafhending skert vegna lítils innrennslis Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þann 15. júlí sl. biðu 5.723 einstak- lingar eftir skurðaðgerð, um 1.200 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af höfðu um 4.000 beðið lengur en þrjá mánuði. Biðlistar eftir aðgerðum lengdust umtalsvert meðan á verk- föllum heilbrigðisstarfsfólks stóð síðastliðinn vetur. Þann 15. júlí árið 2014 voru 4.545 manns á sama lista. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær áætlun átak til að stytta listana. Óviðunandi staða Mun heilbrigðisráðherra, í sam- vinnu við Bjarna Benediktsson fjár- málaráðherra, gera tillögur um fjár- mögnun slíks verkefnis, en áætlaður kostnaður er um 1.260 milljónir króna. Alls fara 1.165 milljónir króna í kostnað við styttingu biðlista en við þessa tölu bætist kostnaður vegna endurhæfingar og sjúkraþjálfunar auk heimahjúkrunar að fjárhæð 95 milljónir króna. Löng bið dregur úr lífsgæðum fólks og þegar um er að ræða hjarta- aðgerðir getur löng bið verið lífs- hættuleg. Sú staða er að mati yfir- valda óviðunandi. 1.200 bættust við á biðlista  1.260 milljónir króna settar í verkefni til að stytta biðlista  5.723 bíða eftir aðgerð, þar af 4.000 lengur en þrjá mánuði MMilljarður til að stytta... »6  Þau þrjú fyrir- tæki sem mest fengu í úthlutun Fiskistofu á afla- marki í gær fengu samanlagt um 21,5% heildarmagnsins. Fyrirtækin eru HB Grandi, Sam- herji og Þorbjörn hf. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fengu úthlutað sem nemur 86% af heildaraflamarki sem úthlutað var, en útgerðunum í heild fækkaði um 40 frá síðasta fiskveiðiári. Mestan afla einstakra skipa fékk Kald- bakur EA 1. »9 Þrjú útgerðarfélög fengu alls 21,5% Aflamark Úthlutun Fiskistofu var í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.