Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
urnar í tölvunni og í henni er mikið frelsi.
En nú er ég að fikra mig aftur í að teikna
með penna á blað. Af því að mig langar að
ná einfaldara sambandi við þann miðil,
blekið og pappírinn. Þá er maður líka á
annan hátt með sjálfum sér heldur en þeg-
ar maður er í tölvunni.“
Bjarna finnst gaman að vinna út frá
því sem hann þekkir en hann segir sög-
urnar þó ekki vera sjálfsævisögur.
„Ég gríp oft það sem er hendi næst
og leik mér með það. Maður fær eitthvað
lánað úr raunheimum og skapar úr því
nýjan heim. Ég hef frelsi til að stýra sköp-
uninni þangað sem mér sýnist. En þetta er
alltaf flókið samspil, sá sem er að brölta
við að skapa eitthvað er aldrei laus undan
áhrifum alls sem hann lifir og hrærist í.
Mínar sögur eru undir áhrifum frá öllu
sem orðið hefur á vegi mínum.“
Veit vel að maður getur orðið
voðalega háheilagur
Persónan Máni hefur fylgt Bjarna
undanfarin áratug í myndasögugerðinni.
„Máni er alteregó, hann líkist mér í
útliti og lifir og hrærist í umhverfi sem er
mitt í raunveruleikanum. Þetta er sjálfs-
spegill og undanfarið hef ég verið að gera
jógasögur þar sem iðkendur taka sig dálít-
ið alvarlega, því það er svo auðvelt að taka
sig of alvarlega þegar maður er andlega
leitandi. Ég hef sjálfur iðkað jóga í tíu ár
og veit vel að maður getur orðið voðalega
háheilagur og upptekinn af því hvað þetta
sé allt stórmerkilegt. Ég hef verið að leika
mér að þessum jógaheimi í myndasög-
unum, því það sem virðist vera háalvarlegt
og dramatískt getur verið meinfyndið ef
maður skoðar það með smá fjarlægð,“
segir Bjarni og bætir við að bókin hans um
Mímí og Mána byggi á skrýtnum augna-
blikum í lífinu, jafnvel svolítið vandræða-
legum og eða með tragískum tóni. Þó að
sögurnar hans virðist oft fullar af hreyf-
ingu og átökum er sagan sem er sögð fyrst
og fremst með heimspekilegu ívafi.
„Þetta er svolítið eins og ljóð, því að
ljóðið á sér hliðstæðu í myndasögunum,
hvort tveggja er mjög knappt og býður
upp á að skapa ákveðna stemningu.“
Lánum Gisp! fúslega áfram til
þeirra sem áttu það fyrir
Bjarni er nýkominn heim frá Hels-
inki, þar sem hann tók þátt í norrænni
myndasöguhátíð þar sem blandað er sam-
an myndasögum, málverkum, grafík og
fleiru.
„Á þessari sýningu er ég með síður úr
bókinni Skugginn af sjálfum mér. Við er-
um tveir úr Gisp!-hópnum sem tökum
þátt, Þorri Hringsson er líka með efni
þarna. Auk þess tók ég saman sögur eftir
mig sem hafa birst í Svíþjóð í gegnum ár-
in.“
Svo skemmtilega vill til að sýning
þessi heitir Gisp!
„Eins og flestir vita er gisp! til sem
upphrópun í dönskum myndasögum, og
við fjórmenningarnir hér á Íslandi eigum
engan einkarétt á því. Við tókum þetta orð
að láni á sínum tíma og lánum það nú fús-
lega áfram til fólks sem átti það fyrir. Okk-
ur finnst sérlega ánægjulegt að Gisp! sé
núna titill á farandsýningu sem ferðast um
allt. Hún byrjaði í Færeyjum, fór þaðan til
Köben, síðan til Helsinki og næst til
Álandseyja og Eistlands.“
Öryrkjabandalag Íslands, Lands-
samtökin Þroskahjálp og Rannsókn-
arsetur í fötlunarfræðum bjóða til
ráðstefnunnar Sköpun skiptir sköp-
um: Menning margbreytileikans á
Grand Hóteli kl. 9.30 til 17.30 næst-
komandi föstudag 4. september. Þar
verður sjónum beint að aðgengi fatl-
aðs fólks að menningu og listum,
bæði sem neytendur og framleið-
endur.
Í listum og menningu er aðgengi
mun stærra og viðameira fyrirbæri
en efnislegt aðgengi að byggingum,
sem þrátt fyrir að vera mikilvæg
undirstaða tryggir ekki aðgengi að
starfseminni sem fram fer innan
byggingarinnar. Jákvæð viðhorf,
skilningur, virðing fyrir margbreyti-
leika fólksins og lausnamiðuð hugs-
un þarf að tryggja aðgengi allra að
þátttöku í menningu og listum til að
þeir megi skapa og njóta.
Björk tilvalin í hlutverk
lygadvergsins
Fyrirlesarar eru úr fræða- og
listaheiminum og munu raddir fatl-
aðs listafólks heyrast gegnum list-
sköpun og ráðstefnugestir njóta
sköpunar þess. Dagskráin verður
fjölbreytt og hefst með
morgunkaffi
með Ívu Marín Adrichem, söngkonu.
Síðan setur Bryndís Snæbjörns-
dóttir, formaður Landssamtaka
Þroskaþjálpar, málþingið og Fríða
Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, flyt-
ur ávarp.
Nöfn margra fyrirlestra á ráð-
stefnunni gefa nokkra hugmynd um
fjölbreytina, t.d Lifandi form og fjöl-
skrúðug spor, Björk tilvalin í hlut-
verk lygadvergsins: Stórmynd um
litla konu og Lyftur og leiðarlínur.
Yfirskrift fyrirlesturs uppistand-
arans Josh Blue nefnist Palsy on
Ice, sem í beinni þýðingu er Lömun
á ís.
Undir lokin eru pallborðsumræður
undir stjórn Ilmar Kristjánsdóttur
og Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur.
Eftir að Ellen Calmon, formaður
ÖBÍ, slítur málþinginu liggur leiðin í
Ásmundarsafn þar sem listamenn-
irnir Logi Bjarnason og Kolbrún
Dögg Kristjánsdóttir standa fyrir
uppákomu.
Skráningu lýkur á morgun 3.
september. Aðgangur er
ókeypis.
Þátttakendur Meðal þátttakenda á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, eru
Ellen Calmon, Elísabet Jökulsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Ilmur Kristjáns-
dóttir, Josh Blue og Fríða Björk Ingvarsdóttir.
Sköpun skiptir sköpum:
Menning margbreytileikans
ÖSB, Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum