Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 ✝ Elín Alberts-dóttir fæddist á Brekastíg 19 í Vest- mannaeyjum 27. október 1933. Hún lést á heimili sínu 19. ágúst 2015. Foreldrar Elínar voru Jóhanna Nikó- lína Guðjónsdóttir frá Heiði í Vest- mannaeyjum, f. 19.8. 1909, d. 19.4. 1976, og Albert Helgason frá Hafnarfirði, f. 18.6. 1901, d. 30.4. 1961. Systkini hennar voru Sig- ríður Bradley og Hólmar Al- bertsson. Hinn 27.12. 1952 giftist Elín Ólafi Ragnari Sigurðssyni frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, f. 3.3. 1931. Foreldrar Ólafs voru Sigurður Högnason frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, f. 4.10. 1897, d. 30.8. 1951, og Ingibjörg Ólafs- dóttir frá Vík í Mýrdal, f. 29.3. 1907, d. 6.1. 1989. Börn Elínar og Ólafs eru: 1) Sigurður, f. 20.10. 1952, d. 26.1. 1955, 2) Sigurður Ingi, f. 23.2. 1956, giftur Að- 1992, maki Íris Ósk Tryggva- dóttir, f. 21.2. 1992. b) Ágústa Pálína, f. 18.1. 2000. Og uppeld- isdótturina Jónu Sigríði Jóns- dóttur, f. 9.9. 1984, maki Karl Ei- ríksson, f. 1.9. 1985, og eiga þau einn son. Elín fæddist á Brekastíg 19 í Vestmannaeyjum og flutti á öðru aldursári til Reykjavíkur. Dvaldi í sveit á Eiðsstöðum í Blöndudal öll sumur frá 7 til 14 ára aldurs. Gekk í Austurbæjarskóla og síð- ar Laugarnesskóla og þaðan lá leið hennar í Verslunarskóla Ís- lands, þar sem hún nam í þrjá vetur. Elín flutti 16 ára gömul til Vestmannaeyja með móður sinni og bróður, þar sem hún kynntist Ólafi eiginmanni sínum. Hófu þau búskap að Heiði og byggðu sér síðar hús að Túngötu 20. Síð- ustu 43 árin hafa þau búið á Stapa, þar sem hún lést. Hóf hún ung störf við fisk- vinnslu, starfaði í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og síðar á skrifstofu sjúkrahússins. Varð síðar rekstrarfulltrúi Hraunbúða og um tíma skóla- fulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Útför Elínar fór fram 28. ágúst 2015, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. alheiði Hafsteins- dóttur, f. 15.1.1959. Börn þeirra: a) Íris, f. 19.5. 1981, maki Gunnar Þór Guð- björnsson, f. 18.5.1981, og eiga þau tvö börn. b) Sara, f. 4.11. 1988, maki Heimir Hann- esson, f. 28.6. 1988. c) Ólafur, f. 9.2. 1992. 3) Svanhvít, f. 22.7. 1957, gift Jóhanni Baldurs- syni, f. 12.5. 1955. Börn þeirra: a) Marý Linda, f. 16.6. 1976, gift Reyni Friðrikssyni, f. 26.2. 1974, og eiga þau þrjá syni. b) Elín, f. 29.7. 1979, gift Samúel Sveini Bjarnasyni, f. 14.6. 1975, og eiga þau þrjú börn. c) Lóa, f. 19.3. 1986, maki Sveinn Rafn Hinriks- son, f. 2.6. 1986, hún á einn son með Friðriki Pétri Sigurðarsyni, f. 27.5. 1981. 4) Guðjón, f. 2.6. 1965, maki Sigurbjörg Ósk Antonsdóttir, f. 10.9. 1965, hann á tvö börn með fyrri eiginkonu sinni Sigríði Katrínu Færseth, f. 7.7. 1966. a) Albert Óskar, f. 24.3. Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Útför mömmu minnar fer fram í dag, 25. ágúst. Eftir erfið veikindi er lífi mömmu lokið hér hjá okkur og annað tekið við. Það var sterk trú hennar. Mamma var engri lík, sterk kona með mikla hæfileika og alltaf með svörin við því sem ég þurfti á að halda, minningarnar eru í hjarta mínu og ég mun nota þær vel. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningar lifa ævina á enda.Takk fyrir allt og allan stuðninginn elsku mamma mín. Svanhvít. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Á eftir að sakna þess að sitja með þér og hlusta á allan fróðleikinn sem þú bjóst yfir. Það skipti ekki máli hvað maður spurði um þú vissir svarið við því. Í æsku vissi ég ekkert skemmtilegra en að fara í pöss- un til ömmu á Stapa. Þar var ýmislegt brallað. Búið til trölladeig sem við máluðum, fékk að renna mér í stiganum með frænkum mínum og frændum og stundum bjugg- um við til rúgbrauð í mjólkur- fernu sem við bökuðum í hraun- inu og margar aðrar yndislegar minningar sem ég á með þér, elsku amma mín. Þú varst alltaf með flottar veislur þegar maður kom til þín og alltaf eitthvað gott að borða. Ég held ég muni ekki eftir einu skipti þar sem ekki var til normalbrauð þegar ég kom til þín, það var uppáhalds brauðið mitt. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég á eftir að sakna þín mikið en veit á sama tíma að þú ert núna á betri stað um- kringd fólki sem þú elskar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lóa Jóhannsdóttir. Einn stærsti demanturinn í lífi mínu hefur nú kvatt okkar heim. Elsku Ella amma var mér góð fyrirmynd, var skjól mitt og ávallt tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd og gefa góð ráð. Amma hvatti mig ávallt áfram í því sem ég tók mér fyrir hend- ur en var jafnframt hreinskilin og lét vita ef eitthvað mátti bet- ur fara. Hún var einstök kona, vel gefin, mjög listræn, frábær kokkur og passaði alltaf upp á að eiga nýbakaða köku þegar þau afi fengu heimsókn upp á Stapa eða í bústaðinn þeirra í Lækj- arseli. Sjálfstæðari persónu er erfitt að finna þótt víða væri leitað. Hún hafði sterkar skoðanir, vissi alltaf hvað hún vildi og þegar hún tók ákvörðun varð henni ekki breytt. Hún var yndisleg amma, gaf sér alltaf tíma fyrir barnabörnin og með henni gerði ég ýmsa handavinnu og föndur en það eftirminnilegasta er lík- lega þegar við syntum saman í sjónum í Klaufinni. Ég hef tekið upp þá iðju með mínum börnum og segi þeim frá því að ég hafi gert þetta með ömmu minni þegar ég var stelpa. Eftir að ég flutti aftur til eyjanna hef ég kynnst Ellu ömmu vel og lært mikið af henni. Ég lærði að hekla, þekkja ýmsar lækningajurtir, tína söl, ýmislegt í matargerð, njóta náttúrunnar og horfa á það sem skiptir máli í lífinu. Börnin mín eru heppin að hafa fengið að kynnast henni og hún naut þess að dekra við þau og fylgjast með þeim vaxa. Elsku amma mín, þú máttir margt reyna en ert nú búin að fá hvíldina og komin yfir í annan heim þar sem fegurðin ræður ríkjum með öðrum englum sem voru þér kærir. Nú grær yfir allt sem eitt sinn var og verður erfitt að geta ekki hitt þig og fengið góð ráð, sagt þér nýjustu sögur og afrek af krökkunum okkar, setið í eldhúsinu á Stapa og spjallað yfir tesopa, heyrt þig segja sögur af lífinu, dást að fal- legu lopapeysunum þínum sem þú fjöldaframleiddir og finna umhyggju þína og ást í garð fjöl- skyldunnar. Ég mun sakna þín óendanlega mikið en hugga mig við allar yndislegu minningarnar sem ég er svo þakklát fyrir að eiga og munu hjálpa mér að komast yfir fjallið sem ég er nú byrjuð að klífa. Ég ber stolt nafn þitt og mun reyna að skilja eftir mig eins góð spor á þessari jörð og þú hefur gert. Megir þú njóta lífsins á nýjum slóðum. Þín, Elín Jóhannsdóttir (Ella). Elsku dýrmæta amma mín. Nú ertu farin frá okkur elsku amma alltof fljótt. Aldrei er maður tilbúinn þess að einhver nákominn fari og komi ekki aft- ur. Eftir standa dýrmætar minn- ingar um yndislega ömmu. Minningarnar sem standa upp úr um þig eru hvað þú varst gef- andi amma sem alltaf varst tilbúin að gera eitthvað með okkur barnabörnunum. Ég bak- aði með þér, gerði hinar ýmsu fí- gúrur úr trölladeigi, fór í klauf- ina í sólbað og brimurð að tína söl. Ég fór í heitt fótabað hjá þér og þú kenndir mér að tína jurtir sem hafa hin ýmsu læknandi áhrif. Ég gat alltaf fengið að mála, teikna og lita hjá þér. Að fara til ömmu og afa á Stapa á aðfanga- dagskvöld var svo skemmtilegur og ómissandi liður í tilveru minni sem barn. Þú vildir alltaf það besta fyrir mig amma mín, vildir að ég myndi mennta mig og að mér myndi vegna vel í lífinu. Mikið á ég eftir að sakna þín. Það var svo fróðlegt að sitja og tala við þig, þú varst hafsjór af fróðleik, visku og reynslu. Alltaf heyrði ég eitthvað nýtt sem kveikti ákveðna forvitni og neista hjá mér. Núna síðast þegar ég hitti þig í Hafnarfirðinum þá var ég með strákana mína þrjá með mér. Það var farið að draga af þér en alltaf hugsaðir þú vel um þitt fólk. Við fengum köku og kaffi, svo spjölluðum við saman. Mikið var það yndisleg stund að sitja með þér við eldhúsborðið ásamt strákunum mínum og afa. Ég kveð þig að sinni, elsku amma, með sorg í hjarta mínu þangað til við hittumst aftur á nýjum stað eins og þú trúðir. Ástarkveðja, Marý Linda. Elsku Amma á Stapa, það var alltaf svo gaman að koma uppá Stapa til ykkar afa þar sem þið hafið búið alla mína tíð. Það var svo gaman að vera krakki og fá að hlaupa um nærumhverfið sem var að mínu mati öll Heimaey. Að fá að leika sér í snúru- staurunum á meðan þú sast í lautinni á stól að prjóna og fylgdist með okkur krökkunum í leik. Fá að vera inní bílskúr og róla í stærstu rólu í heimi. Á hverju hausti fengum við að hjálpa til við að taka upp kart- öflur og þú tókst rabarbarann og gerðir sultu og það var ekkert betra en að fá að fara með nýrif- inn rabarbara inn í eldhús til þín og fá að dýfa honum í sykur. Alltaf var stutt í brosið og hjá ömmu mátti sko miklu meira en alls staðar annars staðar. Það þurfti ekki nema smá augnagot- ur að skápnum þar sem við viss- um að þú geymdir súkkulaðið og þú varst komin með mola til okk- ar. Margar rennibrautaferðirnar á litla handriðinu við stigann uppá loft, leikirnir sem við gát- um fundið uppá í litlu geymsl- unni í risinu eða í forstofunni þar sem þú geymdir prjónadótið. Ég man svo vel þegar þú vannst á skrifstofunni á spítalanum, ég hef ekki verið nema 6-9 ára og gerði ég mér iðulega ferð til þín. Þar lumaðir þú oft á ristaðri brauðsneið sem þú gafst auðvit- að sársvangri stúlkunni og þetta var sko besta ristabrauð sem ég fékk, meira að segja þó að það væri kalt. Eftir að ég fullorðnaðist og eignaðist mína eigin fjölskyldu var alltaf jafn notalegt að koma uppá Stapa í kaffi, börnin mín lærðu fljótt að þú áttir alltaf kökur eða kleinur sem þú barst undantekningarlaust á borð, þín- ar kleinur voru bara bestar. Krakkarnir lærðu líka að dótið sem þið afi hafið haft fyrir þau er geymt í kistlinum fallega sem þú fékkst í fermingargjöf. Það var yndislegt að sitja með kaffi- bollann og spjalla um heima og geima við ykkur afa, þið eruð víðlesin og hafið sterkar skoð- anir á öllu. Þú varst hannyrða- kona af guðs náð og svo margar lopapeysurnar sem þú hefur prjónað, að ég held að enginn geti talið þær, nema þá kannski þú hafir haldið utan um það sjálf, enda mjög skipulögð og skrifaðir mikið niður. Við yljum okkur nú við falleg ljóð og hug- leiðingar sem þú hefur skilið eft- ir. Ég minnist vel kveðjustund- arinnar okkar í Lækjarselinu þar sem við fjölskyldan komum í kaffi til að kveðja ykkur afa núna í júní þar sem við vorum að flytja til annars lands. Þú varst svo jákvæð og studdir þessa ákvörðun okkar heilshugar, það var einnig svo gott að tala við þig eftir afmælisdag dóttur minnar þar sem þið afi senduð henni svo fallega rauða værð- arvoð og aftur var svo gott að tala við þig og fá fréttir af öllum heima þar sem þú fylgdist svo vel með öllu fólkinu þínu og viss- ir uppá hár hvað við barna- og barnabörnin vorum að gera. Rauða værðarvoðin á eftir hlýja okkur á köldum vetrarkvöldum í vetur. Elsku amma mín, það er svo erfitt að kveðja, ég á alltaf minn- ingarnar um þig, tíma okkar saman og samtölin okkar í hjart- anu. Þú varst einstök kona, gerðir hlutina eftir þínu höfði, sjálfstæð og hugrökk. Þín sonardóttir, Íris. Elín Albertsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ Minningargreinar ✝ Adeline fædd-ist 26. desem- ber 1933. Hún lést 19. ágúst 2014 á Vífilsstöðum. Foreldrar henn- ar voru Kai Jens Andersen og Àg- ústa Kristín Ingi- mundardóttir. Systkini Adeline eru Vilhelm Ingvar Andersen, látinn 2010, Ásta Andersen, látin 2006, Jórunn Andersen, Stella And- ersen, og Edith Andersen. Adeline gifttist Valgeiri Haukdal Ársælssyni og eru börn þeirra Katrín Valgeirsdóttir, Bragi Valgeirsson og Ágúst Val- geirsson. Hún starfaði sem bóka- vörður um tíma og gekk í sjálf- boðastörf í Þjóð- minjasafninu en var fyrst og fremst húsmóðir. Útför Adeline fór fram 25. ágúst 2015. Systir mín, Adeline Dagmar Andersen var kona sem vildi ekki láta á sér bera, sem varði lífi sínu í að ala upp börnin sín og annast heimilið. Hún talaði ekki mikið um sjálfa sig, þú gast ekki fundið út mikið um hana af facebook síð- unni hennar. „Hverjum er ekki sama um hvað ég er að gera?“ sagði hún. Nú langar mig, yngstu systur hennar að minnast lífs hennar. Þegar við hittumst í næsta lífi mun hún eflaust halda áfram að vera sú stóra systir sem hún var og snupra mig lítillega fyrir að vera að einhverju hún áleit alger- lega ónauðsynlegt blaður. Adda var fimmtán ára þegar ég fæddist. Hún sagði mér, „mamma lét mig ganga um með þig í vagni og fólk hélt að ég ætti þig.“ Þetta fannst henni allt annað en skemmtilegt. Var ég búin að minnast á að systir mín var alveg ófeimin við að segja sína skoðun innan veggja heimilisins? Á sínum bernskuárum á meðan yngri systkini hennar fimm komu í heiminn bjó fjölskylda hennar í lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Þar var það hennar hlutverk að sækja kolin í kjallarann. Hún minntist þess að hún hafi verið hræddust við rotturnar, en lét það þó ekki aftra því að hún legði hönd á plóginn í stórri fjöl- skyldu. Á kreppuárunum fundu faðir hennar Kai og Villi bróðir hennar ásamt henni ýmsar leiðir til að draga björg í bú. Þeir seldu Bret- unum og síðar Ameríkönunum pylsur, ræktuðu og seldu græn- meti og í desember seldu þau leið- iskransa fyrir utan Bókabúð Lár- usar Blöndal. Eftir gagnfræðaskóla fór Adda í Hjúkrunarskólann. Það var í vinnu sinni í Reykjavíkurapóteki sem hún hitti verðandi eiginmann sinn, Valgeir Haukdal Ársæls- son. Valgeir, sem á þeim tíma var við nám í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands, varð fljótt hluti af fjölskyldunni, sem nú var flutt að Hólmgarði í Reykjavík. Adda lauk ekki námi í hjúkrun, heldur stofnaði hún til fjölskyldu með Valgeiri, en saman eignuð- ust þau þrjú börn. Adda stofnaði ásamt frænkum sínum og venslakonum sauma- klúbb sem átti eftir að hittast í meira en hálfa öld. Í hverjum mánuði skrifaði sú sem hélt klúbbinn dagbók um þau efni sem voru rædd hverju sinni. Oftar en henni líkaði minntist ég á að það ætti gefa dagbókina út á prenti fyrir komandi kyn- slóðir, en hún reyndi að sannfæra mig um að enginn vildi heyra um þeirra líf. Vegna starfa Valgeirs sem sendifulltrúi Utanríkisráðuneyt- isins bjuggu þau hjónin erlendis um langt skeið, í Brussel, Sviss og Washington í Bandaríkjunum. Adda kunni að njóta lífsins, hún var góður gestgjafi og hitti margt áhugavert fólk, til dæmis sagði hún mér að eitt sinn hafi hún hitt Gloriu Steinem. Eftir andlát eiginmanns henn- ar þegar hún var á sextugsaldri, seldi hún húsið sem þau höfðu átt mestalla sína búskapartíð við Lokastíg í Reykjavík og keypti sér fallega íbúð í Safamýri þar sem hún bjó til andláts. Adda nýtti sér tæknina bæði til að halda sambandi við fjöl- skylduna og til að fylgjast með umheiminum. Hún hafði sterka pólitíska vit- und, og las mikið. Vertu sæl elsku stóra systir, takk fyrir minningarnar og allt sem þú gerðir fyrir mig. Edith Andersen. Adeline Dagmar Andersen ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.