Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Fyrirtöku á kröfu sérstaks sak- sóknara um að Guðjón St. Mar- teinsson, héraðsdómari, víki sæti í Aurum Holdingsmálinu var í gær frestað um tvær vikur því verj- endur telja að ekki liggi fyrir á hverju krafan byggist. Ljóst er því að aðalmeðferð málsins mun sömu- leiðis frestast um óákveðinn tíma. Hæstiréttur ómerkti sýknudóm yfir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi eigend- um og stjórnendum Glitnis, í apríl og vísaði málinu aftur í hérað. Í júlí gerði sérstakur saksóknari kröfu um að dómarinn í málinu víki. Krafan var tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gærmorgun en verjendur sakborninga lögðu fram bókun þar sem þeir mótmæltu að það lægi ekki fyrir á hvaða for- sendum krafan byggðist. Var fyr- irtökunni því frestað til 14. sept- ember. Ákæra sérstaks saksóknara snýst um félagið Aurum Holdings Limited sem áður hét Goldsmiths, Mappin & Wepp og WOS. Í málinu voru ákærðir þeir Lárus, Jón Ás- geir, Magnús Arnar og Bjarni fyrir umboðssvik eða hlutdeild í um- boðssvikum vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis banka til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup FS38 ehf. á 25,7% hlut Fons hf. í Aurum Holdings Limited. Sérstakur saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi og fjögurra ára fangelsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, Magnúsi Arnari og Bjarna. Magnús Arnar gegndi starfi framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs Glitnis og Bjarni var viðskiptastjóri sama banka. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og Jón Ásgeir einn aðaleig- andi bankans Aurum-málið frestast Morgunblaðið/Styrmir Kári Aurum málið Frá þingfestingu Aurum Holdings-málsins í janúar 2013. Kært var fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna láns.  Verjendur telja að ekki liggi fyrir á hverju krafan byggist Raufarhöfn | Hörður Björnsson ÞH 260 kom á mánudag í fyrsta skipti til heimahafnar á Raufarhöfn, með 20 tonn af línuþorski. Skipið er í eigu GPG Seafood, sem er með fiskvinnslu á Raufarhöfn. Skipið var keypt frá Stykkishólmi og hét áður Gullhólmi. Þá lönduðu línubátarnir Háey og Lágey, sem eru í eigu sama fyritækis, samtals 23 tonnum. Handfærabátar hafa gert það gott undanfarið og mokað upp bolta- þorski. Björn Hólmsteinsson ÞH landaði 3,5 tonnum og Bjarmi ÞH 3,6. Í gær landaði Nanna Ósk, ÞH 133 um 5,6 tonnum af makríl, sem fékkst rétt utan Raufarhafnar. Þetta er fyrsti makríll, sem handfærabátur landar á Raufarhöfn og mun aflinn fara í vinnslu hjá GPG Seafood á staðnum. Hólmgrímur Jóhannsson útgerð- armaður tjáði tíðindamanni að tölu- vert væri af makríl þarna úti þessa stundina. Hann bætti brosandi við, að þetta væri óútreiknanlegur fiskur og óvíst hvort hann yrði þarna um kvöld- ið. Nanna Ósk er með 70 tonna kvóta og er fyrirhugað að sækja hann frá heimahöfn. Morgunblaðið/Erlingur B Thoroddsen Makríll Ragnar Jóhannsson um borð í Nönnu Ósk eftir góðan róður. Lönduðu bolta- þorski og makríl  Til heimahafnar á Raufarhöfn  Fyrsti makríllinn Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson Í heimahöfn Hörður Björnsson ÞH kemur í fyrsta sinn til Raufarhafnar. Flutningaskiptið Winter Bay er nú komið til Osaka í Japan með 1.816 tonn af íslensku hvalkjöti. Siglt var um Norður-Íshaf, svo norður fyrir Rússland, svokallaða norðausturleið. Í frétt á fréttavefnum RT kemur fram að þessi siglingaleið hafi verið val- in til þess að forðast það að hitta fyrir andstæðinga hvalveiða sem eru staddir í Indlandshafi. Winter Bay er norskt skip sem siglir undir fána St. Kitts and Nevis, svo- kölluðum hentifána til þess að losna undan reglum og sköttum, segir í frétt RT. Skipið lagði af stað frá Hafnarfirði í byrjun júní og hélt þá til Noregs. Winter Bay komið til Osaka með hvalkjöt Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV skrifstofuvörutilboð – í ágúst og september 25 stk. Milan kúlupenni, Blár 1.482 kr. (1.838 kr. með vsk) Aðein s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.