Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var alltaf að teikna sembarn og unglingur og ég lasmikið af myndasögum, Andr-és Önd og fleiri blöð á dönsku og bandarísk hasarblöð um Köngulóar- manninn, Superman og fleiri kappa. Síð- an bættust Tinni og Ástríkur fljótlega í hópinn. Það var þessi frásagnarþáttur í myndasögum sem heillaði mig, að nota orð og myndir saman til að segja sögur. Ég færði mig síðan yfir í Bóksölu stúd- enta þar sem fengust frönsk myndasögu- blöð og sökkti mér í þau. Þarna vaknaði áhugi minn á mismunandi stílum í myndasögum. Sumir höfundar leggja mikla áherslu á textann á meðan aðrir eru myndrænni; sumir eru í mjög flók- inni myndbyggingu en aðrir segja sögur sem eru línulegar. Það er engin ein rétt leið. Ég hafði gaman af þessum heimi og ætli það sé ekki ástæða þess að ég ákvað á sínum tíma að fara út í fjögurra ára há- skólanám í Frakklandi í mynda- sögugerð,“ segir Bjarni Hin- riksson, sem hefur allar göt- ur síðan hann kom heim úr því námi árið 1989 sinnt myndasögunni af natni meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður í fréttagrafík hjá RÚV og sem kennari í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Bjarni hefur m.a ver- ið prímus mótor í myndasöguhópnum sem kennir sig við Gisp! Gisp!-hópurinn enn virkur Hann segir að viðhorfið á Íslandi hafi verið farið að breytast myndasögugerðinni í vil þegar hann kom heim frá Frakklandi. „En útgáfan var mjög takmörkuð og er enn. Myndasögur á þessum tíma voru gefnar út af höfund- unum sjálfum í neðanjarðar- útgáfu. Ég setti mig í samband við Hall- dór Baldursson og nokkra fleiri myndlistarmenn sem ég vissi að höfðu áhuga á myndasögum og í framhaldinu fórum við að hittast reglulega og búa til myndasögur og úr varð Gisp!-hópurinn. Kjarni hans er enn virkur og saman- stendur af mér, Halldóri, Jóhanni Torfa- syni og Þorra Hringssyni. Við höfum gef- ið út myndasögublaðið Gisp! í 25 ár, blöð og bækur í ólíku formi, síðast kom það út árið 2013.“ Við látum ekki stoppa okkur hvar fólk vill flokka okkur Bjarni segir að þegar þeir fé- lagarnir fjórir komi saman og geri myndasögur séu þeir að gera það sem þeim finnist gaman að gera, þeir séu ekki að þóknast neinum eða reyna að búa til eitthvað söluvænt. „Við dönsum á mörkum myndlistar, grafíkur og myndasögunnar þegar við erum Gisp! Við höfum fundið jafn- vægi í því sem við erum að gera, þar sem okkur líð- ur vel. Og það teygir sig yfir í söfn en getur líka birst í skemmtilega púkalegum svarthvítum myndasögum. Við látum ekki stoppa okkur hvort fólk vill flokka myndasög- urnar okkar sem há- eða lágmenningu,“ segir Bjarni og bætir við að þeir fjór- menningarnar í Gisp!-hópnum séu með ýmislegt á prjónunum; til standi að gera meira í tengslum við sýningar og þeir stefni að því að fara til Frakklands á næsta ári. Bjarni hefur auk þess gefið út þó nokkuð af eigin verkum, nýjust er bókin Skugginn af sjálfum mér, sem kom út fyrir tveimur árum og segir frá ferðalagi myndasöguhöfundar og einkasyninum á sólarströnd. Undir áhrifum frá öllu sem hefur orðið á vegi mínum Bjarni segir að myndasögustíll hans hafi breyst og þróast á þessum tuttugu og fimm árum. „Ég er að hverfa frá blönduðu tækninni, en um árabil teiknaði ég og vann myndasög- Ólst upp með Andrési Önd og hasarblöðum Máni er alteregó Bjarna Hinrikssonar myndasöguhöfundar og hann er aðalpersóna í mörgum af myndasögum hans, m.a í sögum úr jógaheiminum. Bjarni hefur stundað jóga í áratug og segir að það sem virðist vera háalvarlegt og dramatískt geti verið mein- fyndið ef það er skoðað með smá fjarlægð. Bjarni fær sitthvað lánað úr raunheimum og skapar úr því nýjan heim í myndasögunum. Morgunblaðið/Þórður Myndasöguhöfundur Bjarni hefur fært sig frá því að vinna með blandaða tækni í tölvu yfir í að vinna með penna og pappír. Hann kann vel við blekið. Sýnishorn Nokk- ur þeirra blaða og bóka sem Gisp!-hópurinn hefur gefið út í gegnum tíðina. Alteregó Máni er ekki allt- af jafn vel upplagður til að stunda jóga, eða leyfa karl- manninum í sér að stíga nöktum fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.