Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þann 15. júlí biðu 5.723 einstaklingar eftir skurðaðgerð en þar af höfðu um 4.000 beðið lengur en þrjá mánuði. Biðlistar eftir aðgerðum lengdust umtalsvert meðan á verkföllum heil- brigðisstarfsfólks stóð síðastliðinn vetur. Þann 15. júlí árið 2014 voru 4.545 manns á sama lista. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær áætlun um átak til að stytta listana. Mun heilbrigðisráðherra í samvinnu við Bjarna Benediktsson fjármála- ráðherra gera tillögur um fjármögn- un slíks verkefnis, en áætlaður kostnaður er um 1.260 milljónir króna. Alls fara 1.165 milljónir króna í kostnað við styttingu biðlista en við þessa tölu bætist kostnaður vegna endurhæfingar og sjúkraþjálfunar auk heimahjúkrunar að fjárhæð 95 milljónir króna. Skortur á hjúkrunarrými Helga H. Bjarnadóttir, deildar- stjóri á hagdeild og fjármálasviði Landspítalans, segir að verkfall lækna og BHM hafi sett strik í reikn- inginn. „Aukning á milli ára er 26% sem kemur til vegna verkfalla lækna og BHM. Þar fyrir utan eru aðstæð- ur eins og vaxandi fráflæðisvandi spítalans sem hefur líka áhrif. Aldr- aðir einstaklingar lenda í því að bíða hér inni eftir að virkri meðferð ljúki vegna þess að hjúkrunarrými eða heimaþjónustu skortir. Þetta er vandi sem spítalinn hefur verið að kljást mikið við síðustu ár og var komið á móts við með opnun deildar á Vífilsstöðum en við höfum séð aukningu á ný. En áhyggjurnar núna eru afleiðingar verkfalla.“ Hinn raunverulegi biðlisti, þeirra sem hafa beðið lengur eftir aðgerð í meira en þrjá mánuði, lengdist um 37% á milli ára. Rúmlega 2.300 konur hafa beðið lengur en þrjá mánuði eft- ir aðgerð, á móti 1.667 körlum. Ef lit- ið er til fjölda þeirra sem beðið höfðu lengur en þrjá mánuði í júní síðast- liðnum biðu 2.915 eftir skurðaðgerð á augasteini, 598 biðu eftir gerviliðaað- gerð á hné, 338 eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm og 102 biðu eftir hjarta- og/ eða kransæðamyndatöku og eru þar kransæðavíkkanir meðtaldar. Þetta er fjölgun miðað við sama tíma árið 2014 og getur biðtíminn verið allt að þrjú ár. Löng bið dregur úr lífsgæð- um fólks og þegar um er að ræða hjartaaðgerðir getur löng bið verið lífshættuleg. Sú staða er sögð óvið- unandi og er það mat heilbrigðisráð- herra að nauðsynlegt sé að stytta biðlista og biðtíma og setja markið á að sem flestir séu komnir í aðgerð innan þriggja mánaða frá því að beiðni um aðgerð er skrifuð. Tillögurnar frá landlækni Embætti landlæknis upplýsti heil- brigðisráðherra nýverið um biðtíma. Erindi heilbrigðisráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar byggist á tillögum Embættis landlæknis þar sem horft er bæði til biðtíma og sérstakrar áhættu sem leiðir af bið eftir aðgerð. Tillögurnar miða að því að stytta bið eftir augasteinsaðgerðum, gerviliða- aðgerðum á hné, gerviliðaaðgerðum á mjöðm og loks hjarta- og/eða kransæðamyndatöku. Alls hefur 71% þeirra sem þurfa skurðaðgerð beðið lengur en þrjá mánuði, en samsvarandi hlutfall var 65% á sama tíma í fyrra. Milljarður til að stytta bið  Kristján Þór Júlíusson kynnti áætlun um átak til að stytta biðlista  4.036 hafa beðið lengur en þrjá mánuði  Áætlaður kostnaður um 1.260 milljónir króna Morgunblaðið/Ásdís Margir bíða Biðlistar á Landspítalanum hafa lengst á vormánuðum vegna verkfalla. Ríkisstjórnin hefur sett um 1.260 milljónir króna í það verkefni að stytta listana. Tillagan er byggð á mati Embættis landlæknis. 5.723 bíða eftir aðgerð Staða á biðlistum á Landspítala eftir deildum 2.000 1.600 1.200 800 400 0 Hja rtad eild Öld run arlæ kni nga r Alm . sk urð læk nin gar Aug nlæ kni nga r Brjó tsh olss kur ðlæ kni nga r Bæ klu nar læk nin gar Hál s-n ef o g ey rna rlæ kni nga r Hei la- og tau gas kur ðlæ kni nga r Lýt alæ kni nga r Þva gfæ ras kur ðlæ kni nga r Æð ask urð læk nin gar Kve nsk urð læk nin gar 15. júlí 2014 15. júlí 2015 Beðið lengur en 3 mánuði Bankamenn funduðu með viðsemj- endum sínum í gær og annar fund- ur er fyrirhugaður í dag. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyr- irtækja, segir að verið sé að ræða útfærsluatriði innan þess ramma sem kjarasamningar hafa náðst um á undanförnum vikum. Er þetta rætt í smærri hóp en áður undir verkstjórn ríkissáttasemjara. „Það hefur alla vega ekki slitnað enn upp úr, þannig að við erum vongóðir um framhaldið,“ sagði Friðbert í sam- tali við Morgunblaðið. Bankamenn hafa þrýst á viðsemj- endur sína um að ljúka samningum og bent á að aðgangur samtakanna að vinnudeilusjóði sé afar sterkur og nægi vel til að greiða full laun félagsmanna í nokkrar vikur í verk- falli. gudmundur@mbl.is Bankamenn ræða útfærsluatriði Samsett mynd/Eggert Bankar Enn ósamið við starfsmenn. Kennslanefnd ríkislögreglu- stjóra hefur greint lík manns sem fannst í Lax- árdal í Nesjum við Hornafjörð í ágúst sl. Staðfest er að hinn látni er Frakkinn Florian Maurice François Cendre, 19 ára. Vitað var um ferðir hans eystra sl. haust en hann skilaði sér ekki til baka, og gaf það vísbend- ingar í málinu. Rannsókn verður framhaldið hjá lögreglu á Suður- landi. Kennsl borin á lík í Laxárdalnum eystra Lögreglan Mál í rannsókn. Óánægja er meðal nokkurra for- eldra nemenda við Vesturbæjar- skóla í Reykjavík vegna fram- kvæmda þar. Fyrsta skóflustunga að stærra skólahúsi var tekin í sl. viku og nú stendur jarðvegsvinna yf- ir og verður næsta mánuðinn eða svo. Meðal foreldra er það sjónarmið uppi að jarðvinnan skapi rask sem trufli nám. Þá skerði framkvæmdir á lóðinni leiksvæði barna, þó að því verði mætt með því að Vestur- vallagata verður lokuð tímabundið milli Hringbrautar og Ásvallagötu. „Við erum ósátt við það hvernig að þessu máli er staðið. Framkvæmdir hefðu átt að hefjast í vor, þannig að raskið fyrir börnin yrði sem minnst. En það verður auðvitað að stækka skólann. Hér í hverfinu eru allir að eignast börn,“ sagði foreldri sem hafði samband við Morgunblaðið. Öryggi nemenda sé tryggt Viðbyggingin við Vesturbæjar- skóla verður 1.340 fermetrar og mun hýsa hátíðarsal, matsal, tónmenntir og kennslustofur. Auk viðbyggingar verða gerðar breytingar á eldra hús- næði skólans, svo sem bókasafni og tölvuveri. Áætlað er að þetta verði allt klárt árið 2017. „Ég skil alveg sjónarmið foreldra sem hafa áhyggjur, en auðvitað er reynt að haga þessari vinnu þannig að öryggi nemenda verði sem best tryggt,“ sagði Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hún sagðist vegna þessa hafa haldið for- eldrum upplýstum og átt í góðu sam- starfi við framkvæmdasvið Reykja- víkurborgar. Úr þeim ranni kveðst hún hafa þau svör að girðing sem loki framkvæmdastað af verði sett upp á allra næstu dögum og leik- svæðið á Vesturvallagötu verði til- búið strax í næstu viku. Þegar það sé í höfn eigi mál að vera komin í þokkalegan farveg. sbs@mbl.is „Skil sjónarmið foreldra“  Rask við stækkun Vesturbæjarskóla  Truflun og þrengt að leiksvæðinu  Girðingar verða settar upp Vesturbærinn Framkvæmdir við stækkun grunnskólahússins að hefjast. Matsmenn vinna enn að því að meta umfang þess tjóns sem varð á Siglu- firði eftir vatnselginn sem skolaði yf- ir bæinn í síðustu viku. Fjórir mats- menn eru á svæðinu og hafa farið í nokkrar tjónaskoðanir. Þó er ljóst að bærinn þarf sjálfur að bera það tjón sem varð þegar tvær götur bæjarins rofnuðu í vatnavöxtunum. Viðlaga- tryggingar gáfu út minnisblað í gær þar sem þetta kemur m.a. fram. Undir bótaskyldu Viðlagatrygg- inga falla aðeins brunatryggðar eignir og sérstaklega skilgreindar eignir ríkis og sveitarfélaga. Í þessu tilfelli fellur fráveitukerfi bæjarins undir þá skilgreiningu auk kostnað- ar við aðgerðir sem ráðist var í til þess að takmarka tjón á því en ekki aðrar eignir svo sem götur og ræsi. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygg- inga, sagði ekki hafa komið upp ágreining um bótaskyldu enn sem komið er en það skýrist eftir því sem vinnu miðar áfram við endanlegt tjónamat. Um 30 tilkynningar um tjón á fasteignum og lausafé hafa borist til Viðlagatrygginga. Tjarnir fullar af möl Tvær tjarnir sem liggja beggja vegna bæjarins og eru hluti af snjó- flóðavörnum hans fylltust af möl og drullu eftir aurskriður. Það tjón fell- ur einnig utan viðlagatrygginga. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjalla- byggðar, segir um 2.000 rúmmetra af möl hafa runnið í tjarnirnar. Hann segir það ekki ljóst hver endanlegur kostnaður verði en gróflega áætlað muni það kosta Fjallabyggð um 50- 60 milljónir kr. að koma bænum í samt lag. Talsvert hreinsunarstarf er enn óunnið í bænum en unnið er að því að koma þeim götum sem rofnuðu aftur í notkun. Ármann segir þær trúlega verða nothæfar eftir næstu viku en þá eigi eftir að malbika þær á ný. bso@mbl.is Götur og snjóflóða- varnir ótryggðar  Viðlagatryggingar enn að meta tjón Ljósmynd/Björn Valdimarsson Fjallabyggð Viðlagatryggingar ná ekki yfir tjón á götum bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.