Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 LÚÐUSNEIÐAR AÐEINS 1990 KR/KG Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim GLÆNÝ LÍNUÝSA KLAUSTUR- BLEIKJA Til að hressa uppá Silvio Berlusconi, þennan frægasta stjórnmála mann Ítala fyrr og síðar, ætla ég að senda honum tvo ís- lenska greiðsluseðla á ítölsku vegna fasteign- arláns til að kæta pilt. Ekki mun af veita þar sem hann daufur og uppgefinn er nýkom- inn úr samfélagsþjónustu. Þar sem Silvio er talinn tengdur ítölsku mafíunni eða mömmu Mafíu er hann ákaflega reyndur maður og þekkir manna best hið spillta og ógegnsæja dásemdarland Ítalíu. Munu greiðsluseðlarnir gleðja Silvio og félaga þegar hann uppgötvar að ítalska mafían er bara barnaleikur miðað við hina íslensku mömmu Mafíu, þegar hann uppgötvar að höfuðstóll íslenskra lána hækkar við hver mánaðamót og hin mánaðar- lega innborgun sömuleiðis eftir ein- hverri reikniformúlu sem hann í sínum villtustu draumum hefði aldr- ei látið sig dreyma um að væri möguleg. En svo þegar Silvio uppgötvar að óskapnaðurinn er reiknaður út af ríkisstofnun sem heitir Reiknistofn- un bankanna þá hellir hann tvöföldu í glasið. Þetta virkilega kætir Silvio, ekki vegna þess að hann láti sig dreyma um að lögleiða slíka opinbera rán- yrkju í gegnum ítalska þingið, hann veit að við slíka tilraun myndi hann vera hafður að hlátursefni út lífið hjá ítölskum þingheimi, heldur til að létta á samviskunni og geta sagt við strákana: sjáiði piltar, við getum hér eftir alveg sofið rólega því miðað við hina ís- lensku mömmu M er- um við algerir vesa- lingar. Sorglegt að mestu okurvextir í heimi skulu vera íslenskir og verndaðir af þinginu. Og er það ekki aðal- ástæðan fyrir því að þetta brjálaða fyr- irkomulag hefur aldrei verið endurskoðað. Auðvitað, því svo áttuðu menn sig á því hvað þetta var og er einföld og snjöll leið til að þyngja skuldaklaf- ann og pyngjuna. Alþingi lögleiddi hina dæmalausu vitleysu á sínum tíma og Alþingi verður sömuleiðis að afnema hana. Öngþveiti og okurvextir hafa lengi einkennt íslenskan húsnæð- ismarkað. Hefur ástandið aldrei verið verra en nú ef frá eru talin ár- in eftir stríðið þegar fólk m.a. bjó í óupphituðum kjallarakytrum, músa- bröggum og kartöfluskúrum. Nú, eins og svo oft áður, er fólk á öllum aldri að flýja Ísland. Það get- ur ekki leigt vegna húsaleiguokurs, það getur heldur ekki keypt vegna mjög svo óheilbrigðs lánamarkaðar þar sem verðtrygging og vaxtaokur ráða ríkjum. Fyrst að lána fólki peninga og síðan að bjóða upp ofan af því. Stjórnvöld á Íslandi hafa löngum forðast að gera lífið mannsæmandi fyrir venjulegt fólk í þessu landi heldur dansað eftir vilja lánastofn- ana og fjárfesta og er reyndar ótrú- legt að forustusauðurinn í hópi þeirra skuli vera þingmaður þar sem hann hugsar um lítið annað en sjálfan sig. Er það ekki svo að asnarnir tveir sem draga ríkisstjórnarkerruna eru ekki þeir sömu huldumenn sem halda í taumana? Fjármálaráðherra núverandi sagði fyrir tveimur árum að skuldir heimilanna væru alltof miklar. Satt og rétt. En af hverju gerir maðurinn þá ekkert í málinu, t.d. með að fjar- lægja eitraða æxlið,verðtrygg- inguna, og er ekki bráðnauðsynlegt einmitt nú að setja hatt eða t.d. 4% hámark á hana til öryggis fyrir heimilin í landinu? Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að það væri ekkert mál að fjar- lægja meinið og lofaði því reyndar fyrir síðustu kosningar að fjarlægja verðtrygginguna. Bæði hann og ein mesta málpípa Framsóknarflokks- ins, Eygló Harðardóttir, beittu þessu agni fyrir síðustu kosningar og uppskáru en sviku síðan. Það þykir vel rekinn banki t.d. í Svíþjóð ef hann skilar 5-6% hagnaði á ári. Íslensku bankarnir skila um 20% í hagnað á ári. Er ekki rányrkjan á fólkinu augljós? Í Kanada lánar banki 215 þúsund dollara til húsakaupa til 20 ára. Lánstími er ekki lengri. Á þessum 20 árum borgar lántaki 95 þús dollara í vexti sem eru 2,7%. Þetta lán er jafngreiðslulán og er mánaðarleg afborgun sú sama allan tímann, um 850 dollarar á mánuði. Kanadísku bankarnir eru taldir þeir best reknu beggja vegna Atl- antshafsins. Svipaða reynslu hef ég frá Svíþjóð. Erlendir bankar kappkosta að vinna með fólkinu, lána því peninga með sanngjörnum vöxtum svo að hvorki greiðandi né bankinn lendi í erfiðleikum. Heilbrigt þjóðfélag En á Íslandi er þessu öfugt farið. Hér í þessu guðlausa landi er með stuðningi Alþingis reynt að merg- sjúga hin íslensku heimili í gegnum verðtrygginguna til síðasta blóð- dropa. Uppboð og landflótti eru að- alsmerki íslenskar stjórnsýslu. Íslenskir þingmenn og ríkisstjórn ættu að skammast sín vegna sinnu- leysis gagnvart heimilunum. Greiðsluseðlar verða einnig send- ir til BBC, CNN og hins þýska Burkner. Mamma Mafía Eftir Jóhann L. Helgason » Sorglegt að mestu okurvextir í heimi skulu vera íslenskir og verndaðir af þinginu. Jóhann L Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.—með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.