Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 ✝ Hörður Jóns-son fæddist í Stóru-Ávík, Árnes- hreppi, 8. mars 1953 og ólst þar upp. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu, Galt- arvík, Hvalfjarð- arsveit, 17. ágúst 2015. Foreldrar Harð- ar voru Jón Guð- mundsson, f. 1910, d. 1974 og Unnur Aðalheiður Jónsdóttir, f. 1917, d. 1991, bændur í Stóru- Ávík. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Guðný Elín Geirdóttir, sjúkraliði, f. 10. febrúar 1954. Foreldrar hennar eru Lóa Guð- rún Gísladóttir, f. 1934 og Geir Valdimarsson, f. 1927, d. 2009. Systkini Harðar eru Anna, f. 1938, Margrét, f. 1939, Fanney, f. 1941, Sólveig Stefanía, f. 1942, Hrafnhildur, f. 1944, Guð- mundur, f. 1945, d. 2009, Jón, f. 1948, Kristín Guðrún, f. 1950, Benedikt Guðfinnur, f. 1954, d. 1974 og Ólína Elísabet, f. 1955. Hörður var í barnaskólanum á Finnbogastöðum, stundaði svo framhaldsnám í Reykjaskóla í Hrútafirði og útskrifaðist sem húsasmíðameistari frá Iðnskól- anum á Akranesi. Hann kom á Akranes 1971 og kynntist þar Guðnýju eiginkonu sinni. Þar bjuggu þau til ársins 1999 þegar þau fluttu í Galtarvík, Hval- fjarðarsveit. Hörður vann m.a. að smíði Borgarfjarðarbrúar, hjá Trésmiðjunni Jaðar , gerði út á trillu sem hann átti og starf- aði lengst af sjálfstætt við smíð- ar. Hann vann hjá Smellinn/BM Vallá til æviloka. Útför Harðar fór fram frá Akraneskirkju 27. ágúst 2015. Börn Harðar og Guðnýjar eru 1) Geir, f. 1972. Eig- inkona hans er Taru Harðarson og eiga þau tvo syni, Davíð, f. 2011 og Daníel, f. 2012. Fyrir á Geir einn son, Hörð Gunnar, f. 1999. Móðir hans er Guðríður Rings- ted. 2) Harpa, f. 1977. Eiginmaður hennar er Ingi Már Ingvarsson, f. 1969. Börn þeirra eru Anton Elí, f. 1999, Valdís Eva, f. 2002 og Orri Freyr, f. 2014. 3) Hrafnhildur, f. 1984. Sambýlismaður hennar er Jóhann Ómar Þorsteinsson, barn þeirra er Heiðmar, f. 2014. Jóhann á dóttur úr fyrra sam- bandi, Marín, f. 2005. Það er svo erfitt að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um þig, elsku pabbi, ég er ekki tilbú- in í það því þú varst tekinn svo snögglega og á svo góðum aldri frá okkur. Ég var alltaf svo mikil pabbastelpa, er líka yngst. Ég var alltaf að monta mig af því að vera dóttir Harðar stranda- manns sem spilaði alltaf á gítar- inn og var alltaf kátur. Þú fórst ekkert án gítarsins þíns sem var svo skemmtilegt, þú tókst alltaf lagið og þú gast sungið hvaða lag sem er. Rosalega á ég eftir að sakna að heyra þig taka lagið. Núna sit ég hér og hugsa um þig og það renna tár niður. Þetta er svo erfitt, að hugsa um allar stundirnar með þér en ég er um leið þakklát fyrir að þú hafir verið pabbi minn og ég hafi alist upp hjá þér. Þú varst líka þúsundþjala- smiður. það var ekki eitt sem þú gast ekki (kannski að mála) en alltaf þegar bíllinn bilaði hjá mér, og það voru nokkrir bílar, þá komst þú alltaf til bjargar, dróst bílinn minn í sveitina og gerðir við hann og það var aldrei neitt mál fyrir þig, þú vildir alltaf hjálpa og gera allt fyrir mann. Þú varst ein besta mannvera sem ég hef hitt um ævina, þér þótti svo vænt um dýrin og gast talað endalaust um Skoppu, Týra og Molly, sem er fyndið að hugsa um eftirá. Svo áttirðu bát og þeg- ar hann bilaði þá gerðir þú við hann eins og ekkert væri. Þú varst rosalega góður smiður, stækkaðir bátinn þinn og byggðir aukahús ofan á húsið okkar og stækkaðir það. Þú varst snilling- ur. Þvílíkur viskubrunnur sem er farinn frá okkur, það verður erf- itt að geta ekki hringt í þig og spurt út í eitthvað því þú vissir næstum allt. Þú varst líka alltaf að lesa fræðslubækur og vildir ólmur fræðast um allt milli him- ins og jarðar. Ég gleymi því ekki þegar ég ætlaði alltaf að fara að horfa á vídjó, þá var oftar en ekki búið að taka yfir myndirnar með dýralífsþáttum. Var oft mjög pirruð yfir þessu en það er ekki annað hægt en að hlæja yfir þessu í dag. Ég gæti setið hér endalaust og skrifað um þig, þú varst svo lit- ríkur karakter og þú skilur eftir stórt tómarúm í lífi okkar allra. Þú komst við hjá okkur og Hörpu systur á hverjum degi að kíkja á barnabörnin, og svo fórstu til Rvk. til Geirs að hitta strákana hans, það er svo skrítið að heyra þig ekki koma hingað. Missirinn er mikill og það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur. Minningarnar um þig gleym- ast ekki og það verður mikið talað um afa Hörð og börnin mín munu fá að kynnast þér í gegnum alla skemmtilegu sögurnar sem ég kann af þér, elsku pabbi. En núna kveð ég þig í bili og ég mun tala við þig á hverju kvöldi í bænum mínum. Elska þig, pabbi. Þín dóttir, Hrafnhildur. Elsku afi Hörður. Hjartað okkar grætur, því nú ertu farinn til himna. Við söknum þín rosa- lega mikið. Það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst alltaf svo góður og leyfðir okkur allt. Þú verður alltaf í hjörtum okkar, við elskum þig afi Hörður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Anton Elí, Valdís Eva og Orri Freyr. Hörður Jónsson Þá er Jónatan afi allur. Fyrir okkur var hann holdgerv- ingur manngæsku og háttsemi. Eng- inn maður var jafn hæværskur, kurteis, blíður og heiðarlegur og Jónatan afi. Auk þess var hann mikill húmoristi, ekki síst þegar hann tók út úr sér tennurnar til að gantast með okkur barna- börnunum. Reffilegheitin hjá afa fylgdu honum hvert sem hann fór. Ekki nóg með að hann var jakkafataklæddur á skrifstof- unni heldur var hann með sér- stök úr sér gengin jakkaföt fyrir síldarverksmiðjuna, en þeir sem Jónatan Einarsson ✝ Jónatan Ein-arsson fæddist 1. júlí 1928. Hann lést 17. ágúst 2015. Útför hans fór fram 29. ágúst 2015. hafa stigið inn fæti í svoleiðis húsnæði vita, að lyktin þar, sem þekkt var sem „peningalykt“, læsti sig í öll föt og þeir sem þar unnu máttu skrúbba sig hátt og lágt ef losna átti undan lyktinni. Afi kenndi okkur líka listina við að „power- nappa“, en fríðindi þess að búa úti á landi voru þau að fara heim að borða í hádeginu. Matur á slaginu 12 og svo hádegislúr kl. 12.20 yfir útvarpsfréttum. Sem pjakkur kom ég gjarnan við á skrifstofunni hjá honum til að spjalla. Ég man að ég vandaði mig alltaf sérstaklega að tala af virðingu og kurteisi til hans og alls, alls ekki blóta fyrir framan hann, því ég gat ekki ímyndað mér hvað gerðist ef slíkt góð- menni sem afi minn var heyrði blótsyrði frá barnabarni sínu. Himnarnir gætu hrunið, regn- boginn yrði litlaus, blómin myndu fölna og afi gæti breyst í grjót, hugsaði ég með mér. En það kom aldrei til þess. Þvert á móti. Ég man nefnilega hvað ég gladdist mikið þegar ég heyrði afa blóta fyrst: „Djöööfullinn sjálfur“ sagði hann lágri röddu yfir átta fréttunum eitt kvöldið. Ekki man ég tilefnið, en þarna fékk ég loksins einhverskonar staðfestingu á því að þessi goð- um líki dýrlingur væri nú kannski líka af holdi og blóði, nokkuð sem er nauðsynlegur eiginleiki afa. Ávallt gaf hann sér tíma fyrir okkur krakkana, þrátt fyrir að vera forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Ekki var verra ef maður bað hann um brúnan 50 kall til að kaupa lífsins nauðsynjar og sæl- gæti, fékk maður oftar en ekki rauðan 500 kall í staðinn. Ef- laust hefði hann kennt mér betri lexíu með því að gefa mér aðeins 5 krónur, svona hvað lífsleikni og fjármálalæsi varðar, en þetta var afi í hnotskurn. Jónatan afi var einnig friðarsinni. Jafnvel svo okkur frændunum þótti nóg um, því er við fengum leikfanga- byssur í afmælis- eða jólagjöf keypti hann þær af okkur jafn- óðum. Þá seldi Einarsbúð ekki leikfangabyssur heldur, því hon- um hugnaðist ekki að börn léku sér með slík „morðtól“, nokkuð sem þótti súrt í broti þá, en maður varð þakklátur fyrir síð- ar. Afi virtist ávallt mjög ham- ingjusamur maður. Sérlega minnisstæð eru hlátursköstin sem hann og amma heitin tóku, svo tárin streymdu niður kinn- arnar, svo innileg voru þau. Ég hafði ekki kynnst svo tærri gleði milli hjóna á þessum aldri fyrr. Það varð afa því mikil lukka að kynnast henni Sigrúnu sinni eft- ir að amma lést. Hún er kona sem hann gat hlegið með og áttu þau mörg góð ár saman. Fyrir það erum við ávallt þakklát. Hvíldu í friði. Trausti Salvar Kristjánsson, Halla Katrín Kristjánsdóttir. Eftirfarandi grein er birt aftur vegna mistaka í fyrri birtingu er niðurlag greinar- innar féll niður. Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi velvirðingar. Ein dáðasta og hjálpsamasta dóttir Siglufjarðar er fallin frá. Magðalena S. Hallsdóttir, Madda, ólst upp á Siglufirði á þeim árum sem lífsbaráttan var hörð. Hún fylgdist vel með striti lítilmagnans og vissi hvar skór- inn kreppti. Mörg heimili nutu hjálpsemi hennar þegar þrengdi að og hún var sannkallaður „mis- kunnsamur Samverji“. Madda ólst upp hjá foreldrum sínum, Halli Garibaldasyni og Sigríði Jónsdóttur, og á því sæmdarheimili ríkti góðvild og greiðasemi. Hallur og Sigríður eignuðust átta börn og tóku auk þess að sér þrjú fósturbörn. Ósk- ar, föður minn, þá á tíunda ári, Jóhannes, átta ára, og 30 árum síðar dóttur hans, Lillu, átta ára, sem var skírð Magðalena þegar hún fermdist. Þar að auki opnuðu þau heimili sitt fyrir gömlum, sjúkum manni, Jósef, föður Jó- hannesar. Hann hafði komið til læknis á Siglufirði, átti engan að og þau önnuðust hann og hjúkr- uðu honum til dauðadags. Á þessu göfuga heimili sló gull- hjarta. Madda erfði þessa ein- stæðu mildi og manngæsku og endurgalt margfalt til samborg- ara sinna. Því gladdist ég mjög þegar ég frétti að orðunefnd hefði sæmt hana riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Madda var mér eins og stóra systir, alltaf til staðar, hjálpfús og elskuleg. Ég man margar kirkjuferðirnar þar sem hún leiddi okkur frændurna, Helga og Jonna, bræður sína, og mig, á sunnudögum til messu. Eitt sinn sagði hún við mig: „Höddi minn, Magðalena Sigríð- ur Hallsdóttir ✝ Magðalena Sig-ríður Halls- dóttir fæddist 28. júní 1928. Hún lést 31. júlí 2015. Útför Magðalenu fór fram 9. ágúst 2015. þú ættir að lesa sög- urnar um Jesú.“ Ég gerði það og varð svo spenntur yfir þeim að margar lærði ég utanbókar. Löngu seinna heyrði ég því fleygt að velmegandi frú hefði spurt séra Óskar með hneyksl- unarsvip „hvort það væri virkilega satt að sonur kommúnista hefði orðið hæstur í kristnifræði?“ Þökk sé Möddu fyrir hollráðin. Hún bar kjör eldri borgara mjög fyrir brjósti. Einnig vann hún ómetanleg störf fyrir kven- félagið Von auk þess að sinna öt- ullega kirkjustarfi. Hún var guð- rækin og stjórnsöm og lét verkin tala. Hún var í kirkjukórnum í yfir 70 ár og sagt var að hún kynni sálmabókina utan að. Þá var hún ekki síður minnug á töl- ur og kunni símaskrá Siglfirð- inga utan að. Þetta sannreyndi ég er við sátum eina kvöldstund – ég fletti upp í skránni hér og þar og spurði hana um nokkur nöfn. Aldrei stóð á svari. Upp í reit, suður á bakka, inn í fjörð, niður á eyri og út á strönd – alls staðar lágu spor Möddu. Hún leit eftir þeim sem áttu bágt, ýmist vegna veikinda, fjár- hagserfiðleika, slysa eða ástvina- missis. Alls staðar fylgdi henni birta og hugarró. Hún var svo sannarlega ljós í húsi sérhvers manns. Ég fylltist stolti þegar ég heyrði um og fylgdist með lífs- starfi hennar. Við andlát þessarar mikilhæfu konu sendum við kona mín, Anna Friðbjarnardóttir – Bíbí, börnum hennar og öðrum ættmennum innilegar samúðarkveðjur. Að lokum tileinka ég Möddu þessa litlu jólavísu sem kona mín gaukaði að mér fyrir síðustu jól, því það var jú alltaf eins og jólin væru komin þegar við heimsótt- um Möddu. Ljós í glugga, ljós á borði, ljós í hjarta sérhvers manns, ljós í huga, ljós í orði, ljós við komu frelsarans. Blessuð sé minning Möddu. Hörður S. Óskarsson. Ég sá að María vinkona mín er dáin. Ég keyrði Maríu í mörg ár í ferðaþjón- ustu fatlaðra. Við töluðum mikið saman, stundum fórum við á trúnó, við treystum hvoru öðru al- gjörlega, það sýnir sig best að hún bað mig að kalla sig Diddu og fannst mér það gott. Það er gott að eiga svona vin, því stundum þurfti ég að blása út og ég fékk al- gjört næði, þannig að það eru for- réttindi að hafa kynnst svona gull- mola sem María var. Ég vil votta María Kristín Tómasdóttir ✝ María KristínTómasdóttir fæddist 7. desem- ber 1931. Hún lést 25. júlí 2015. Útför Maríu Kristínar fór fram 7. ágúst 2015. börnum og öðrum aðstandendum inni- lega samúð mína og ég er viss um að María fær góðar móttökur hjá þeim feðgum. Ævar Agnarsson. Margrét Tómas- dóttir, félagi okkar og samstarfsmaður um árabil er látin, eftir löng og ströng veikindi. Margrét starfaði á skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands sem bók- ari og við ýmis önnur störf er til féllu. Henni var vandalaust að til- einka sér hvert það starf er tilféll, enda ráðagóð, útsjónarsöm og glögg að finna farsælar lausnir þeirra mála sem henni voru falin. Hún bjó að áratuga farsælli reynslu af ýmsum störfum er tengdust launafólki, afkomu þess og baráttu fyrir bættu samfélagi. Um árabil átti Margrét sæti í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana og tók þátt í starfi þess af lífi og sál, með öðrum byltingar- konum. Fyrri hluta starfsævi sinnar starfaði Margrét hjá Trygginga- stofnun ríkisins við ýmis störf og sem starfsmaður Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, meðan hann var rekinn undir hatti trygginganna. Í fjölda ára starfaði hún sem deilda- stjóri hjá Vinnumálastofnun ríkis- ins. Eftir að Margrét lét af störfum hjá sjóðnum var hún skipuð af ráðherra vegna reynslu sinnar sem fulltrúi í Úrskurðarnefnd at- vinnuleysistrygginga. Margrét og eiginmaður hennar unnu útivistum og veiðum af heil- um hug. Strandir eða Aðalvíkin voru einnig í miklu uppáhaldi hjá Margréti. Eftir dvöl þar kom hún endurnærð og full af orku. Gamli bærinn í „víkinni“ og um- stangið við lagfæringu, endurgerð og uppbygging hans var henni mjög hugleikin. Margrét átti tæp- ast orð til að lýsa þeim hughrifum sem staðurinn og dvölin þar veitti henni. Tjaldvagn þeirra hjóna bar handbragði þeirra og smekkvísi fagurt vitni. Hver fermetri vagnsins var út- hugsaður og öðrum til eftir- breytni, sem fengu tækifæri til að skoða skipulag hans og fyrir- komulag. Ófáar sögur af veiðiferð- um þeirra hjóna í Rangárnar og víðar var okkur sem áttum með henni stund óþrjótandi umræðu- efni. Hún sagði með stolti frá þeirri stundu er henni hlotnaðist sá heið- ur að hafa dregið stærsta lax árs- ins og var heiðruð sem slík á árshátíð Stangveiðifélagsins það ár. Við fyrrverandi samstarfs- félagar Margrétar sendum eigin- manni, öldruðum föður og öðrum ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ingar um góðan félaga lifa. Fyrir hönd vinnufélaga Sjúkra- liðafélags Íslands, Kristín Á. Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskaða eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA BJARNASONAR, löggilts endurskoðanda. . Alma Thorarensen, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Helga Hrefna Bjarnadóttir, Stefán Örn Bjarnason, Sigrún Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð, vinarhug og kærleika vegna fráfalls hjartkærrar móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, hjúkrunarfræðings, frá Reyni í Mýrdal, Vogatungu 26, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. . Æsa Hrólfsdóttir, Ingi Hafliði Guðjónsson, Hildur Björg Hrólfsdóttir, Ómar Imsland, Guðbjörg Sveinsdóttir, Brynja, Arna og Hrólfur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.