Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 ÍSAFJÖRÐUR Á FERÐ UM ÍSLAND OG NÁGRENNI Skúli Halldórsson sh@mbl.is Verslunin Hamraborg á Ísafirði er rómuð fyrir góða þjónustu enda er þar hægt að fá allt á milli himins og jarðar, eða svona hér um bil. „Hjá okkur er þetta aðallega spurning um að vera tilbúnir með það sem kúnninn vill á hverjum tíma,“ segir Gísli Elís Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hamraborgar. Tekur hann sem dæmi skemmtilega sögu af fyrsta hljóðfærinu sem selt var í versluninni. „Kennari úr tónlistarskólanum bað okkur að eiga til fyrir sig strengi fyrir gítara. Við urðum við því og þeir fóru að seljast í kjölfarið. Þá kom til okkar kona og spurði hvort við gætum ekki selt henni fiðlu. Bróðir minn pantaði þá eina slíka og hengdi hana hér upp á vegg. En áð- ur en konan gat komið að sækja fiðl- una þá var hann búinn að selja hana þrisvar sinnum,“ segir Gísli. „Upp frá því höfum við þannig verið að selja allt frá hljóðfærum til íss og hamborgara og svo auðvitað hveiti, sykur, mjólk og rjóma,“ segir hann og bætir við að nú sé verslunin vel birg af rjóma, enda tími berja- tínslu runninn upp og þar sé íslenski rjóminn ómissandi. Hamraborg var stofnuð árið 1968 af foreldrum Gísla en hann keypti verslunina af þeim laust eftir aldamótin ásamt bróður sínum Úlfi. „Við höfum alla tíð keppst við að svara eftirspurn okkar við- skiptavina og þannig erum við ennþá á lífi eftir 47 ár.“ Ekki smeykir við breytingar Saga Hamraborgar skiptist þannig í nokkra kafla að sögn Gísla. Á áttunda áratugnum breyttist hún í sjoppu eftir að hafa verið mat- vöruverslun frá stofnun. Árið 2006 varð sjoppan loks að veitingastað, en meðfram þessu var einnig starf- rækt myndbandaleiga. „Það er bara ár síðan við hættum með hana eftir að allir hættu að leigja myndir. Þegar við sáum tvær vikur líða án þess að nokkur leigði sér mynd þá hentum við því út og ákváðum að nota Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Hafnarstræti Hamraborg hefur staðið við Hafnarstræti frá árinu 1968. Úrval Bræðurnir í Hamraborg leggja sig fram við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á allt sem hugur kann að girnast. Litla stórverslunin  Hamraborg bregður sér í ýmis líki til að mæta eftirspurn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mörg hús hér í þorpinu hafa verið gerð upp svo að prýði er af. Hins vegar eru nokkur sem bíða end- urbóta og vonandi verður hafist handa þar á næstu misserum,“ seg- ir Ólafur Steinþórsson á Þingeyri. Þau Sigríður Bryndís Helgadóttir eiginkona hans búa í húsinu að Fjarðargötu 10a, sem byggt var árið 1895. Það var flutt hingað til lands tilhöggvið frá Þýskalandi, en nokkuð var um það í kringum aldamótin 1900 að byggingar sem reistar voru á Íslandi kæmu hing- að sniðnar af erlendum snikkurum. Í umræddu húsi bjó fyrst Adolf Wendel kaupmaður, þýskur að uppruna, sem höndlaði á Þingeyri. Árið 1946 fékk húsið svo nafnið Höfn. Ólafur Steinþórsson var lengi bóndi í Fremri-Hjarðardal við Dýrafjörð en flutti til Þingeyrar árið 1989. Keypti þá áðurnefnt hús, sem stendur á svæði sem í daglegu tali nefnist Bali. „Ég tók þetta hús allt í gegn og lagfærði,“ segir Ólafur, sem er þjóðhagi. Lag- tækur í ýmsum verkum, bæði smíð- um og múrverki, sem hann hefur sinnt lengi. Fjarðargata er meginæð Þing- eyrarkauptúns. Hús númer 13 við götuna er niðri í flæðarmáli og er byggt 1905. Þar var fyrsta aðsetur Kaupfélags Dýrfirðinga en seinna voru þar íbúðir. Húsið gengur nú undir nafninu Ástralía. Það kemur til af því að upp úr 1983, þegar mikill uppgangstími var í byggð- arlaginu og landburður af fiski hvern dag, vantaði fólk til starfa í frystihúsinu. Var því leitað eftir verkafólki frá útlöndum og kom til starfa hópur ungra kvenna frá Eyjaálfu. Flestar voru þær frá Ástralíu og af því spratt nafngiftin. Sögur segja að oft hafi verið gestkvæmt hjá stúlkunum og í því sambandi má minna á frægan bókartitil, Allir eru ógiftir í verinu. Að minnsta kosti var eitthvað um að Vestfjarðapiltar og ástralskar konur rugluðu saman reytum. „Það mætti gjarnan gera Ástr- alíu upp,“ sagði Ólafur þegar hann labbaði með blaðamanni um götur Þingeyrar og sagði þeim síðar- nefnda sögur úr mannlífi byggðar- lagsins. Bretar borguðu til sjúkrahúss Við staðnæmdumst líka við húsið Fjarðargötu 8, sem var fyrsta sjúkrahúsið á norðanverðum Vestfjörðum. Það var byggt 1908 og rúmaði átta sjúklinga. Bretar voru á þessum tíma mikið við veið- ar við Vestfirði og komu til við- gerða á Þingeyri með skip til við- gerða og menn sem þurftu læknishjálp. Úr sjóðum heimsveld- isins breska fékkst því styrkur sem var nærri því helmingur bygg- ingakostnaðar. Húsið gegndi upp- haflegu hlutverki til 1949 en var þá selt sem íbúðarhús sem nú hef- ur verið gert upp. Fleiri hús á þessum slóðum vekja eftirtekt, svo sem við Fjarðargötu 5. Það er yfirleitt kall- að Simbahöllin, nefnt eftir verslun Sigmundar Jónssonar sem þar var lengi. Þar er nú rekið kaffihús. Að Brekkugötu 26 er hefðbundið íbúðarhús í stíl svonefndra prófess- orabústaða við Aragötu og Odda- götu í Reykjavík sem reistir voru upp úr 1950. Í þriðja og fjórða lið Síðastnefnda Brekkugötuhúsið sem hér er gert að uppfjöllunar- efni er yst við götuna og er númer fimm. Þar bjuggu lengi hjónin Svanhildur Egilsdóttir og Ólafur Ragnar Hjartar – og þar dvaldist hjá þeim löngum á æskuárum sín- um dóttursonur þeirra, Ólafur Ragnar Grímsson, nú forseti Ís- lands. Húsið hefur látið verulega á sjá, en Ólafur Steinþórsson segir að bæjarbót væri að endurgerð hússins þar sem frændi hans ólst að stórum hluta upp, en þeir for- setinn eru frændur í þriðja og fjórða lið og þekkjast vel. Ástralía, Höfn og forsetahús  Þingeyrarþorp er fullt af gömlum húsum  Bæjarprýði og öll eiga húsin sína sögu sem spannar oft marga áratugi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dýrfirðingur Nokkur hús bíða endurbóta en önnur hafa verið gerð upp svo prýði er af, segir Ólafur í Wendelshúsi sem hér sést að baki honum. Hafnarsvæðið Í grænni Simbabúð er nú rekið vinsælt kaffihús. Endurbætt Gamla sjúkrahúsið set- ur fallegan svip á Þingeyri. Brekkugata Í húsi númer 5 ólst for- seti Íslands að nokkru leyti upp. Ástralía Fjarðargata 13 var kaupfélagshús en það var síðar gert að verbúð. Sígilt Íbúðarhús við Brekkugötu í stíl reykvískra prófessorabústaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.