Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
Atvinnuauglýsingar
Yfirvélstjóri
Vísir hf. óskar eftir að ráða yfirvélstjóra til
afleysingar á Sighvat GK 57. Sighvatur er
línuveiðiskip með beitningarvél.
Umsækjendur sækja um á heimasíðu Vísis
www.visirhf.is.
Raðauglýsingar
Félagsstarf
Félags sjálfstæðismanna í
Hóla- og Fellahverfi
Viltu koma á landsfund?
Fulltrúaval hjá Félagi sjálfstæðismanna í
Hóla- og Fellahverfi fer fram miðvikudaginn
9. september næstkomandi kl. 17:30 í
félagsheimilinu við Álfabakka 14a (Mjóddin).
Kveðja, stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínshópur II kl. 9.
Útskurðarhópur II,postulínshópur III kl. 13. Söngstund við píanóið
með Helgu Gunnarsdóttur,tónmenntakennara,kl. 13.45. Á miðv. á
haustönn verður Bókaspjall GuðnaTh. Jóhannessonar og hefst 7. okt.
Kristín Jónsdóttir,menntaskólakennari, verður með námskeið í
Brennu-Njáls sögu á miðv. frá og með 4. nóvember. Hvort tveggja
verður auglýst betur.
Bólstaðarhlíð 43 Spiladagur og glerlist kl. 13:00.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14.
Dalbraut 18-20 Verslunarferð kl.14.40.
Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Kaffi á könnunni og spjall kl 8:30
Opin handavinna – Leiðbeinandi kl. 9 Hjúkrunarfræðingur kl. 9-11
Morgunleikfimi kl. 9:45 Hádegismatur kl. 11:30 Frjálst spil kl 13 Kaffi
kl. 14:30
Garðabæ Bridge og bútasaumur kl. 13, Innritun í málun, trésmíði,
leir/gler, og saumanámskeið í jónshúsi þessa viku.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-12.
Pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13. Heitt á könnunni.
Heitur matur í hádeginu í Kaffihúsinu Gerðubergi.
Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist
kl. 13. Kynning á starfsemi Gjábakka til áramóta verður á morgun kl.
14.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, molasopi í
boði til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Jóga byrjar aftur í
dag, kl. 8.30, 9.30 og 10.30, morgunleikfimi kl. 9.45, baðþjónusta fyrir
hádegi, matur kl. 11.30. Gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi kl. 14.30,
hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, leikfimi á Ruv.kl.9.45,
ganga kl.10, púttað úti kl. 10:30, síðdegiskaffi kl. 14:30, málað á
steina og tálgun hefjast nk. miðvikudag, allir velkomnir nánar í síma
411-2790.
Íþróttafélagið Glóð Hringdans í Kópavogsskóla kl.15:00. Línudans í
Gullsmára kl.16.30 framh, stig 1 ( 1 x í viku). Uppl. í síma 554-3774 og
á www.glod.is
Norðurbrún 1 Þriðjudagur:Tréútskurður kl. 9-12, Listasmiðjan er
opin kl. 9-16, leiðbeinandi á staðnum. Miðvikudagur:Tréútskurður kl.
9-12. Bónusbíllinn fer frá Norðurbrún kl. 14,40. Félagsvist kl. 14-16.
Fimmtudagur:Tréútskurður kl. 9-12. Leirlistanámskeið kl. 9-12. Opið
í Listasmiðjunni milli kl. 13-16, leiðbeinandi á staðnum. Föstudagur:
Tréútskurður kl. 9-12. Opið í Listasmiðjunni kl. 9-12. Messa kl. 14.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Listasmiðja Skólabraut
kl. 9.00. Botsía Gróttusal kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00.
Vatnsleikfimi sundlaug kl. 18.30.
Sléttuvegur 11 - 13 Opið frá kl. 08.30-16.00. Kaffi og dagblöð kl.
08.30. Hádegisverður kl. 11.30. Handavinna án leiðbeinanda kl.
13.00 – 16.00 Kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir !
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði
Stangarhyl 4, kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki eftir göngu.
Vesturgata 7 Spænska byrjar miðvikudaginn 2. september
(framhald) kl. 9.15-10.30. Spænska (byrjendur) kl. 10.45-12, leið-
beinandi Elba. Kertaskreytingar úr vaxi fimmtudaginn 3.
september kl. 9-12, leiðbeinandi Vigdís. Glerskurður (tiffan'ys)
fimmtudaginn 3. september kl. 9-12, leiðbeinandi Vigdís. Enska hefst
föstudaginn 11. september kl. 10.15-12, leiðbeinandi Peter.Tréskurður
miðvikudaginn 2. október kl. 13-16, leiðbeinandi Lúðvík. Nánari uppl
og skráning í síma 535-2740. Allir velkomnir óháð aldri!
Vesturgata 7 Miðvikudagur. Kl. 09.00 fótaaðgerðir. Kl. 09:00
hárgreiðsla. Kl. 09:15 spænska ( framhald). Spænska (byrjendur)
kl.10:45. Verslunarferð í Bónus.Tréútskurður kl. 13:00.
Félagslíf
Háaleitisbraut 58–60
Samkoma í kvöld kl. 20 í
Kristniboðssalnum. Ræðumaður
Ólafur Jóhannsson. Fréttir af
kristniboði. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Smáauglýsingar
Geymslur
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 499-3070.
Sólbakki.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílar
Renault Megane Classic RT S/D
til sölu. Árgerð 1999, ek. 178.000 km.
Beinskiptur. Nýskoðaður og í góðu
standi. Eyðslugrannur og hentar vel
sem snattari eða skólabíll.
Verð: Tilboð.
Upplýsingar veitir Bjarni í
síma 691-9170.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Smiðjuvegur 11, sími 571 377, taekjataekni.is
Þakklæti og virð-
ing er mér efst í
huga þegar ég sest
niður og hugsa til hennar Settu
nágrannakonu minnar í Hraun-
holtum. Margar góðar minningar
koma upp í hugann og tengjast
þær flestar búskapnum. Setta var
góður bóndi og skepnuhald og bú-
skapur var hennar aðaláhugamál.
Það kom eitthvert blik í augun
þegar kindur og smalamennska
komu til tals en í þeim efnum var
hún svo sannarlega vel heima.
Mórauðar, flekkóttar, golsóttar,
nú eða bara kindurnar sem nutu
sumarhaganna við æskustöðv-
arnar á Krossi. Allar voru þær
uppáhalds og allar þekkti hún á
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Hestamennska var henni hug-
leikin og stundaði hún útreiðar
með bústörfunum. Einnig fylgd-
ist hún vel með og gladdist þegar
vel gekk hjá hennar fólki í hesta-
mennskunni.
Ég á góðar minningar frá ár-
legum svokölluðum hringdals-
ferðum. En það voru ferðir sem
við krakkarnir fórum í þegar
hæfilegri reiðfærni var náð.
Alltaf var komið við í Hraun-
holtum og tilheyrði það að fá kaffi
hjá Settu. Hálft glas af kaffi, hálft
af mjólk og sennilega fjórar
skeiðar af sykri var Settukaffi og
alltaf drukkið í hringdalsferðum.
Að koma ríðandi á aðra bæi og
drekka þar kaffi var fullorðins.
Setta hafði líka sérstakt lag á því
að láta krökkum líða eins og þau
væru alveg sérstök og harðfull-
orðin eins og draumurinn er þeg-
ar maður er fimm ára. Aldrei var
talað um aukatauminn sem
Sesselja Þorbjörg
Þorsteinsdóttir
✝ Sesselja Þor-björg Þor-
steinsdóttir fæddist
20. desember 1936.
Hún lést 20. júlí
2015.
Útför Sesselju
fór fram 31. júlí
2015.
stundum var á milli
reiðhestsins og þess
fullorðna sem var
með í ferðinni. Setta
var ekki að nefna
eða sjá svoleiðis
búnað.
Settubrauð, vín-
arbrauð og terta
með frostingi –
veisluföng sem við
hér í dalnum kunnu
vel að meta.
Það var stórt heimilið í Hraun-
holtum og ekki alltaf víst að Setta
hafi helst kosið að vera inni að
elda og baka fyrir hópinn sinn. En
það var gert af hagsýni, alúð og
myndarskap.
Þegar ég hugsa til Settu fylgir
alltaf nafn eiginmanns hennar
með enda var það svo að þessi tvö
voru næstum alltaf samferða í
gegnum lífið. Sigurður og Setta,
Setta og Sigurður, þannig var það
bæði í orði og á borði.
Síðustu árin átti Setta við veik-
indi að stríða og þurfti mikla
umönnun og aðstoð. Sú virðing,
hlýja og natni sem einkenndi
samband Sigurðar og Settu kom
þá enn betur í ljós. Síðustu æviár
sín var Setta umvafin sínu fólki og
á engan er hallað þó ég nefni ein-
stakt samband hennar og Sigríð-
ar Jónu elstu dóttur hennar. En
hún aðstoðaði föður sinn við
umönnunina, var stoð og stytta
móður sinnar. Það var sama hvort
það var bíltúr inn á Heydal til að
skoða kindur, nú eða bara
skroppið í Borgarnes. Þær
mæðgur áttu margar ánægjuleg-
ar stundir saman í dalnum sem
var Settu svo kær.
Margra ættliða og áratuga gott
nágrenni er ekki sjálfsagt, hafðu
þökk fyrir kæra Setta. Sigurði og
fjölskyldu sendum við okkar inni-
legustu samúðarkvðjur.
Minningin lifir um góða vin og
nágrannakonu.
Sigrún Ólafsdóttir
og fjölskylda
Hakelsstaðahlíð.
Við vorum hjá
þér uns yfir lauk,
elsku pabbi minn.
Allir strákarnir þín-
ir. Þú varst fyrirmynd mín í
flestu því sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Þú kenndir mér að
standa við orð mín, fylgja sam-
viskunni og umfram allt gera
ávallt eins vel og ég gæti. Þú
stóðst alltaf fullkomlega við þessi
lífsgildi þín og í gegnum lífið hef
ég einnig viljað hafa þau sem leið-
arljós og hefi ég svo sannarlega
reynt það. Þú varst af þeirri kyn-
slóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu
frá unga aldri. Að vinna fyrir sér,
koma sér upp þaki yfir höfuðið og
eiga alltaf fyrir salti í grautinn
var lykilatriði.
Þér fannst við yngra fólkið í
fjölskyldunni vera dugnaðarfólk,
eldklárt og útsjónarsamt en
skildir samt aldrei af hverju við
tókum lán til að fá forskot á lífs-
gæðin. Það væri eins og að kasta
perlum fyrir svín, sagðir þú. Þú
reyndir að kenna mér að spara
fyrir því sem ég vildi eignast og
eiga afgang. Það var þitt mottó,
að eiga fyrir hlutunum og að eiga
afgang. Þegar ég var barn varstu
Pétur Jóhann
Magnússon
✝ Pétur JóhannMagnússon
bókbandsmeistari
fæddist 23. júlí
1925. Hann lést 12.
ágúst 2015. Útför
Péturs fór fram 19.
ágúst 2015.
annaðhvort í
vinnunni, í golfi eða í
veiðiferð. Ég beið
eftir þér fram á
kvöld til að hitta þig
áður en ég fór að
sofa, stundum tókst
það en þú vannst
mjög lengi, fannst
mér. Í vinnunni
varstu verkstjóri en
heima varstu pabbi.
Pabbi var góður,
skemmtilegur og blíður maður.
„Er ekki allt í orden?“, hóf pabbi
oftast samtöl okkar þegar ég
hringdi í hann en ég gerði það
daglega eftir að ég flutti að heim-
an og ræddi við þau bæði,
mömmu og pabba. Samband okk-
ar var gott. Við pabbi áttum sam-
eiginlegt áhugamál – það voru
bílar. Við gátum endalaust greint
bílamarkaðinn, skoðað bíla,
keypt og selt. Það var alveg sama
hvaða bifreið var keypt, alltaf gat
pabbi komist að þeirri niðurstöðu
að hann hefði nú ekki tapað á við-
skiptunum.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá þér hér niðri. Nú ertu eflaust
að segja þeim þarna uppi nýjustu
fréttir. Þið mamma brýnduð fyrir
okkur bræðrunum að vera góðir
hver við annan, styðja og sýna
vináttu. Þið þurfið ekki að hafa
neinar áhyggjur þar. Við erum
samheldnir og góðir vinir. Takk
fyrir samveruna, elsku pabbi
minn, sjáumst síðar.
Pétur R. Pétursson.