Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstanga Mikil aukning er orðin milli ára í umferð og heimsóknum ferðamanna til Hvamms- tanga og um Húnaþing vestra. Unnur Valborg Hilm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, segir gesti á Upplýsingamiðstöð Selasetursins vera nú í ágústlok orðna um þrjúþús- und umfram allt árið í fyrra. Reiknar hún með að gesta- fjöldi ársins verði um 25 þúsund, sem yrði þá um fjórðungs aukning milli ára. Aukningin í ár er langmest í maí og er það svipað og í fyrra, en þá var aukningin mest utan háannatíma, þ.e. í maí og september. Tæplega helmingur gesta fer inn á sýningu Selaseturs- ins, en nú stendur yfir vinna við hönnun endurbóta á sýn- ingunni. Stefnt er á að ljúka þeirri vinnu í ár og verður þá hægt að fara að leita að fjár- magni til endurbótanna. Þörfin fyrir upplýsingamiðlun til ferða- manna allt árið um kring er allt- af að aukast og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að hafa opið allt árið. Mikil umferð fyrir Vatnsnes Áberandi er hve mikil um- ferð er fyrir Vatnsnes. Þar eru nokkrir staðir, sem auð- velt er að sjá seli og komast sumstaðar mjög nærri honum, eins og á Illugastöðum. Eig- endur jarðarinnar hafa byggt skoðunarhús á tanga við selaslóðina og er mikil aðsókn að þeim stað. Einnig eru þekktir skoðunarstaðir við Svalbarð og Ósa nærri Hvítserk. Áhuga ferðamanna á Vatnsnesi má eflaust einnig rekja til skáldsögu Hönnu Kent, áströlsku skáld- konunnar, um Agnesi Magnúsdóttur og Illugastaðamálin, en Vatnsnesið er mikið sögusvið þeirra atburða. Selatalningin fór fram við Miðfjörð og Vatnsnes þann 19. júlí s.l. Voru í ár taldir 446 selir við ströndina, samanborið við ríflega 600 dýr í fyrra. Þess ber þó að geta að aðstæður á talningardeginum í ár voru með versta móti, rigning og rok en veðurfar hefur mikil áhrif á hversu marg- ir selir liggja á landi. Hins vegar gáfu flugtalningar á árinu 2014 í nokkrum stærstu látrum landsins til kynna um- talsverða fækkun landsels. Það er því af- ar brýnt að fjármagn fáist til frekari rannsókna á stærð selastofnsins, til að staða hans við Íslandsstrendur verði skýrari. Í nokkur ár hefur selaskoðun á sjó ver- ið í boði á Hvammstanga. Í sumar hafa feðgarnir, Eðvald Daníelsson og Sölvi M. Eðvaldsson farið fjölmargar ferðir á báti sínum, Brimli, á selaslóðir inni á Miðfirði. Veður hafa að vísu stundum hamlað ferð- um, en sífellt fleiri ferðamenn nýta sér þessa afþreyingu. Að jafnaði er boðið upp á þrjár ferðir á dag. Framkvæmdastjóraskipti Þann 1. október n.k.lætur Unnur Val- borg af störfum hjá Selasetri Íslands og tekur Sigurður Líndal við starfi fram- kvæmdastjóra. Sigurður er Húnvetning- ur að ætt, frá Lækjamóti í Víðidal, en hefur verið búsettur í London s.l. 20 ár og starfað þar sem leikari og leikstjóri. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Expedia, alþjóðlegum ferðarisa. Hann mun búa á Hvammstanga, með fjöl- skyldu sinni. Selurinn dregur að fólkið  Mikil fjölgun ferðamanna um Húnaþing vestra  Búist við 25 þúsund gestum í Selasetur Íslands  Mikil umferð fyrir Vatnsnesið  Endurbætur á selasýningunni Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Feðgarnir Eðvald Daníelsson og Sölvi M. Eðvaldsson reiðubúnir til þjónustu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gott útlit er með kornuppskeru um Suður- og Vesturland og jafnvel norður í Skagafjörð. Á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi er ekki útlit fyrir góða uppskeru og jafnvel líkur á að ekki taki því að þreskja korn- ið. Vorið var kalt og því var korni sáð seinna um allt land en í meðalári. Á Suðurlandi fór að hlýna um miðjan júlí og ágúst var ágætur fyrir kornið. „Það sem ég sé í kringum mig er virkilega spennandi,“ segir Ólafur Egg- ertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann segir að mikið korn sé í öxunum og það gefi fyrirheit um mikla uppskeru, að því gefnu að bændum takist að ná korninu í hús. Ólafur áætlar 4-5 tonn á hektara, sem er tvöfalt meira en tvö síðustu ár. Kornið er talsvert á eftir, miðað við meðalár, og enn er hálfur mánuður í að bændur á Þorvaldseyri fara að slá. Það er þremur vikur seinna en oft- ast áður. Næturfrost skemmir Jónatan Hermannsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og tilraunastjóri á Korpu, segir að akrar séu almennt fallegir og heilbrigðir en kornvöxturinn sé skammt á veg kominn miðað við það sem þurfi að vera á þessum tíma árs. Næturfrost var á Norður- og Austurlandi um helgina en Jónatan segist ekki hafa fengið fréttir af áhrifum þess á kornakra. Næturfrost geti stöðvað vöxtinn. „Þrjár hlýjar vikur geta breytt miklu en það gerist ekki mikið í 5-10 stiga hita,“ segir Jónatan. Róbert Jósavinsson, bóndi í Litla- Dunhaga í Hörgárdal, segir að akrar hafi aðeins gulnað eftir frostnóttina. Hann segir að það komi í ljós síðar hvaða áhrif frostið hafi. Hann segist ekki hafa skoðað kornið síðustu daga en telur útlitið ekki bjart. „Það er miklu seinna á ferðinni en í fyrra, það munar að minnsta kosti þremur vikum,“ segir Róbert. Viðbrigðin eru mikil, því að metuppskera var á Norðurlandi í fyrra. Tilbúinn í kraftaverk Sömu sögu er að segja af Austur- landi. „Við förum úr besta árinu í það versta. Það gerir muninn enn meira slá- andi,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Hann telur ekki útlit fyrir kornupp- skeru í ár. Kornið sé komið stutt á veg. Tíminn styttist sem það hafi til að vaxa. Kraftaverk þurfi til að einhver upp- skera fáist. Eymundur á helst von á því að hann þurfi að plægja kornið niður í akrana og nota það sem áburð fyrir næsta ár. „En ég er alltaf tilbúinn í kraftaverk,“ bætir hann við. Höggið er mikið fyrir Vallanesbónd- ann, sem framleiðir og selur lífrænar af- urðir og er kornið uppistaðan í mörgum afurðum. Segist hann þó enn eiga birgð- ir af korni frá fyrra ári og munu nýta þær sem best. Gefast upp á baslinu Ef uppskeran á Suðurlandi verður ekki þeim mun meiri er útlit fyrir að heildaruppskeran í landinu dragist verulega saman. Það er ekki eingöngu vegna lélegrar uppskeru á sumum land- svæðum heldur einnig vegna þess að nokkuð er um að kornbændur hafi dreg- ið úr sáningu eða jafnvel hætt. Basl síð- ustu tveggja ára og kalt vor hefur dreg- ið kjarkinn úr sumum. Þá hefur ágangur gæsa og álfta ekki hjálpað til. Róbert í Litla-Dunhaga segist hafa minnkað kornræktina stórlega. Margt komi til. Hann nefnir sérstaklega að heimsmarkaðsverð á korni hafi lækkað. Hann hafi selt kornið til fóðurfyrirtækis og nú sé lítið upp úr ræktuninni að hafa. „Ég held að menn hafi verið of fljótir á sér í vor að hætta. Ég tala bara fyrir mig. Við höldum okkar striki hér og bættum heldur í. Kornræktin er fastur liður í okkar rekstri. Hún gengur upp og niður, eins og í öðru, en við gefumst ekki upp á meðan við sköðumst ekki á því,“ segir Ólafur á Þorvaldseyri. Tekur því ekki að þreskja  Uppskerubrestur á Norður- og Austurlandi  Kornakrarnir líta vel út á Suður- og Vesturlandi en enn vantar 2-3 vikur upp á að kornið verði hæft til þreskingar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kornrækt Menn verða seinir með uppskerustörfin á Suðurlandi í haust, eins og á síðasta ári. Kornvöxtur er skammt á veg kominn og óvissa er með uppskeru. Innlent Laðar að Selasetrið á Hvammstanga, við höfnina, þéttsetinn staður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.