Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 7
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að núverandi vatnsár
verði það lélegasta hjá Landsvirkjun
í meira en áratug. Reiknað er með að
miðlunarlónin verði aðeins með 80%
af mögulegum
vatnsforða, en í
áætlunum er mið-
að við að þau séu
full að hausti.
Landsvirkjun til-
kynnti í gær stór-
notendum að
dregið yrði úr af-
hendingu á raf-
orku ef ástand
vatnsbúskaparins
batnaði ekki. Er
miðað við 3,5% skerðingu.
Ástæðan fyrir slökum vatnsbú-
skap hjá Landsvirkjun er einkum
lítil snjó- og jökulbráð á Austurlandi.
Júlí var kaldur með lítilli snjó- og
jökulbráð, sérstaklega fyrir austan.
Þarf að leita aftur til ársins 1993 til
að finna jafn kaldan júlímánuð. Þrátt
fyrir að rennsli hafi aukist í ágúst er
vatnsstaðan enn lág. Samsvarar
staðan í dag því að vanti 30% upp á
að miðlunarlónin séu full. Mun inn-
rennsli í september skera úr um það
hver staðan verður í lok vatnsárs
Landsvirkjunar, 1. október. Miðað
er við að þá séu miðlunarlónin full.
Nú gera stjórnendur Landsvirkj-
unar ráð fyrir að 20% vanti upp á að
lónin verði full um mánaðamót.
Þannig er talið ólíklegt að Háls-
lón muni fyllast í ár, en það hefur oft
farið á yfirfall í lok júlí eða byrjun
ágúst. Meira rennsli hefur verið í
Þórislón, sem er miðlun fyrir virkj-
anirnar á Þjórsár-/Tungnaársvæð-
inu. Á móti hafa stöðvarnar þar ver-
ið keyrðar meira til að spara notkun
á vatninu fyrir austan.
Verksmiðjur og hitaveitur
Verði það raunin og útlit verði
fyrir að meðalrennsli verði í lónin í
vetur reiknar Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, með því að
orkusala Landsvirkjunar dragist
saman um 3,5% í vetur. Það geti þó
breyst ef innrennsli verður meira
eða minna í vetur en í meðalári.
Landsvirkjun hefur þegar dreg-
ið úr framboði raforku á skamm-
tímamarkaði og segir Hörður að það
verði gert enn frekar. Í gær var
stórkaupendum tilkynnt að dregið
yrði úr afhendingu á orku í samræmi
við samninga við viðskiptavini. Sú
skerðing tekur gildi eftir 30 daga og
gæti staðið næsta vetur.
Gert er ráð fyrir slíkri skerð-
ingu í samningum Landsvirkjunar
við stóriðjufyrirtækin þó að sjaldan
hafi þurft að grípa til hennar vegna
góðrar stöðu í vatnsbúskapnum á
undanförnum árum. Það var aðeins í
fyrravor að tilkynnt var um skerð-
ingu, þá um 2%. Stóriðjufyrirtækin
þurfa því væntanlega að draga úr
framleiðslu í samræmi við skerð-
inguna, eða um 3,5%. Skerðingin
kemur einnig illa við aðra kaupendur
ótryggðrar orku, en það eru aðallega
fiskimjölsverksmiðjur
sem breytt hafa yfir í
rafskautskatla og hita-
veitur á köldum svæðum
sem nota rafmagn til
upphitunar vatnsins.
Verða orkufyrirtækin
sem reka veiturnar og
fyrirtækin sem reka fiski-
mjölsverksmiðjurnar að
skipta yfir í aðra orku-
gjafa, í flestum tilvikum
olíu. Hitaveiturnar hafa
lengri tíma til aðlögunar,
samkvæmt samningum.
Hörður segir að góður
tími sé til stefnu fyrir fyrir-
tækin að laga sig að þessum
skerðingum. Þá muni
Landsvirkjun reyna að laga
útfærslu aðgerðanna að
þörfum viðskiptavina.
„Þetta á ekki að koma
neinum á óvart. Viðskipta-
vinum er gerð grein fyrir
þessu við samningsgerð. En
við viljum helst geta afhent
alla orkuna,“ segir Hörður
og bætir því við að þegar
langur tími líði án þess að
skerða þurfi orkuafhend-
ingu fari viðskiptavinir
kannski ósjálfrátt að
reikna með að ekki komi
til skerðingar.
40% munur
Landsvirkjun er,
eins og önnur fyrirtæki
sem reka vatnsaflsvirkj-
anir, háð duttlungum
náttúrunnar. Hún þarf
að vera búin undir góð
vatnsár og slæm. Hægt
er að framleiða allt að
40% meira rafmagn í
hárennslisárum en lág-
rennslisárum. Þegar
mörg hárennslisár
koma nýtist vatnið
ekki nema að hluta,
umframorka er í kerf-
inu. Í lágrennslisárum
þarf að grípa til skerð-
ingar á orkuafhend-
ingu sem gert er ráð
fyrir í samningum við
viðskiptavini.
Landsvirkjun tilkynnir um
skerðingu á orkuafhendingu
Lélegasta vatnsár í meira en áratug Hálslón mun ekki fyllast í ár
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þórisvatn Innrennsli hefur verið meira í lónin á suðurhluta landsins en í
Hálslón á Austurlandi. Enn vantar töluvert á að lónin fyllist.
Hörður
Arnarson
Rennsli í lón Landsvirkjunar
síðustu 10 ár
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0,0
Hárennsli Meðalrennsli Lágrennsli
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
heimahjúkrun, en horfið hafi verið
frá því og nú sé kominn þarna
frístundaklúbbur fyrir fötluð ung-
menni.
Verulega skert lífsgæði
„Fyrir það fyrsta teljum við að
borgin brjóti á okkur samninga og
þess vegna höfum við stefnt. Í öðru
lagi felast verulega skert lífsgæði í
því að þurfa að láta keyra sig til að
nota þjónustuna á Vesturgötunni og
alls ekki allir íbúarnir treysta sér til
slíks,“ segir Logi. Hann segir að
meðalaldur íbúa í Þorragötu 5-9 sé
83 ár og elsti einstaklingurinn sé 97
ára. Íbúar 33 íbúða af 37 standi að
stefnunni.
Í fréttatilkynningu um stefnuna
segir m.a: „Samkomulag er í gildi
milli húsfélagsins og Reykjavík-
urborgar um að breytingar á skipu-
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Helsta krafa okkar er sú að staðið
verði við samning um að þarna verði
áfram rekin þjónustumiðstöð fyrir
aldraða,“ segir Logi Jónsson, for-
maður húsfélagsins að Þorragötu
5-9. Aldraðir íbúar fjölbýlishússins
hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna
einhliða ákvörðunar velferðarráðs
að loka dagdvöl fyrir aldraða sem
um árabil hefur verið starfrækt í
Þorraseli að Þorragötu 3 og flytja
þjónustuna að Vesturgötu 7.
Logi segir að í lóðasamningi sé
kvöð um að í húsnæðinu sé rekin
þjónusta fyrir eldri borgara og það
sé skylda borgarinnar að standa við
þetta ákvæði. Fyrst hafi verið þarna
frístundaaðstaða fyrir eldri borgara,
en frá 1999 hafi þarna verið dagvist
fyrir eldri borgara og var innan-
gengt úr fjölbýlishúsinu yfir í dag-
vistina. Borgin hafi um tíma áform-
að að hafa þarna skrifstofu fyrir
lagi hvors lóðarhluta
séu háðar samþykki
beggja aðila, enda
kemur fram í lóða-
leigusamningi að lóð
3-9 við Þorragötu sé
ein lóð og á henni eru
kvaðir sem ber að
uppfylla, m.a. um
þjónustumiðstöð fyrir
aldraða. Breytingar á
nýtingu húsnæðisins
við Þorragötu 3 eru
einnig brot á lögum
um fjöleignarhús en
ekki hefur fengist
samþykki íbúa fjöl-
býlishússins Þorragötu
5-9 fyrir breyting-
unum.
Dagdeildin í Þorra-
seli hefur verið úrræði
fyrir einstaklinga sem
búa í heimahúsum en
þurfa félagslegan
stuðning. Einnig var
boðið upp á mat, fé-
lagsstarf, handa-
vinnu, léttar leikfimi-
æfingar og aðstoð við
böðun. Einnig var
hægt að fá þar
sjúkraþjálfun, fót- og
hársnyrtingu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óánægja Íbúar segja að ákvörðun borgarinnar gangi þvert á þær for-
sendur sem lágu fyrir kaupum íbúanna á fasteignum við Þorragötu 5-9.
Aldraðir íbúar stefna borginni
Meðalaldur í
Þorragötu 5-9 er
83 ár Staðið sé
við samninga
Innlent