Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 5
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Samtal á afmælisári50 Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Allir velkomnir! Hönnun, áhrif og afturkræfni í orkulandslagi Hvernig mótar orku- vinnsla umhverfið? Fimmtudagur 3. september kl. 13:30-16:30 Hilton Reykjavík Nordica Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslags- arkitekta til opins fundar um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, land- mótunar og orkunýtingar. Skráning á fundinn og bein útsending á landsvirkjun.is Áhrif mannsins á landslag Stefán Pálsson sagnfræðingur. Vatnsafl og arkitektúr Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ og prófessor við Listaháskóla Íslands. Eru virkjanamannvirki afturkræf? Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfismats Skipulagsstofnunar, og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur. Sjónræn áhrif við aðlögun framkvæmda að landslagi - hvað þýðir það? Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landmótun. Hönnun á orkuvinnslusvæðum Gavin Lister, landslagsarkitekt frá Nýja Sjálandi og stofnandi Isthmus, landslagsarkitektastofu. Erindið verður flutt á ensku. Pallborð og umræður Samantekt Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landsvirkjun, og Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður Félags íslenskra landslagsarkitekta. Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veðrið í ágústmánuði var á margan hátt nálægt meðallagi með þeirri undantekningu að sérlega úrkomu- samt var um landið norðan- og norð- austanvert og metúrkoma á nokkr- um stöðvum. Hitinn á landinu var yfirleitt við meðaltal áranna 1961- 1990, en undir því á Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar mældist úrkoman á Akureyri 79,4 mm og er það meira en tvöföld meðalúrkoma í ágústmánuði og sú mesta í ágúst síðan 1992. Litlu minni úrkoma mældist þó í ágúst 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru ellefu í Reykjavík, einum færri en í meðalári. Á Akur- eyri voru slíkir dagar tólf, þ.e. fimm fleiri en í meðalári. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 1 mm eða meiri í tólf daga, þremur fleiri en í meðalári. Hlýjast í Skaftafelli Sólskinsstundir í Reykjavík mæld- ust 158,1 og er það þremur stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 23 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 104,5 og er það 31 stund færri en í meðalári. Á landinu var að tiltölu hlýjast í Skaftafelli, en langkaldast á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð utan- verðan. Þar var hiti allt að 2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti hiti mánaðarins mældist 22,9 stig á Sauðanesvita þann 25. ágúst Lægsti hiti á landinu mældist -4,5 stig á Torfum í Eyjafirði þann 30. ágúst. Jafnaði sá hiti lands- dægurlágmark. Kalt á Akureyri í sumar Meðalhiti í Reykjavík sumar- mánuðina júní til ágúst var 10,4 stig og er það +0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak- ureyri var meðalhiti mánaðanna þriggja 9,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, og 1,8 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára. Þessir mánuðir hafa ekki verið kaldari á Akureyri síðan 1993. Sólskinsstundir mældust 577 í Reykjavík, 89 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990, en í meðallagi sé miðað við síðustu tíu sumur. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 343 og er það 127 stundum undir meðallagi. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri á Akureyri í júní til ágúst síðan 1993, en árið 2005 og 2002 voru þær þó litlu fleiri en nú. Kalt ár það sem af er Hiti fyrstu átta mánuði ársins hef- ur verið nærri meðallagi áranna 1961 til 1990; lítillega undir því um landið sunnan- og vestanvert en lítillega yfir því austast á landinu. Engu að síður verður árið það sem af er að teljast frekar kalt miðað við það sem verið hefur á síðari árum, segir í yfirliti Veðurstofunnar. Jafnkalt var síðast í Reykjavík 1999 en töluvert kaldara 1995. Á Stórhöfða hefur ekki verið kaldara síðan 1995 og síðan 2002 á Akureyri og í Stykkishólmi. Úrkoma er um 10 prósentum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 í Reykjavík en um 20 prósentum ofan þess á Akureyri. Sólskinsstundir hafa verið 177 um- fram meðallag áranna 1961 til 1990 í Reykjavík en 183 stundum undir meðallagi á Akureyri. Sólskins- stundir fyrstu átta mánuði ársins 2012 voru fleiri en nú í Reykjavík, en á Akureyri þarf að fara allt aftur til ársins 1983 til að finna færri sólskins- stundir fyrstu átta mánuði ársins heldur en nú. Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson Flóð Mikið vatnsveður gerði á norðanverðu landinu í lok ágúst og talsvert tjón varð á Siglufirði. Metúrkoma var á nokkrum stöðvum í mánuðinum. Ágúst sérlega blautur á mörg- um veðurstöðvum  Mikil úrkoma á landinu norðan- og norðaustanverðu  Kalt ár það sem af er Samkvæmt yfirliti Veðurstof- unnar hefur úrkoma aldrei mælst meiri í ágúst en nú á eft- irtöldum stöðvum, fyrsti ágúst- mánuður mælinga í sviga: Á Sauðanesvita (1990), Skjald- þingsstöðum (1994), í Litlu- Ávík (1996), Miðfjarðarnesi (2000) og á Hánefssstöðum í Seyðisfirði (2003). Í Litlu-Ávík, á Sauðanesvita og í Miðfjarðarnesi hefur ekki mælst meiri úrkoma í nokkrum mánuði. Met á nokkr- um stöðvum MIKIL ÚRKOMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.