Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
Eru jakkafötin
hrein fyrir
næsta viðburð?
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Þegar velferð-
arráðherra hefur
framvísað ríkis-
greiddum flugfarseðli
sínum og er sestur í
sæti sitt í góðu far-
rými flugvélarinnar
þá hlustar hann á
flugfreyjuna fara yfir
öryggisreglur fyrir
flugtak. Farþegum er
bent á að falli þrýst-
ingur í farrýminu þá falli niður
súrefnisgrímur og beri fullorðnum
að setja fyrst á sig súrefnisgrím-
una og síðan hjálpa þeim sem ekki
geta veitt sér hjálp sjálfir. Er ekki
þarna forsenda þess að geta veitt
hjálp? Á Íslandi eru þúsundir
aldraða og öryrkja sem þurfa að-
stoð, þá vantar ekki súrefni en
flest annað. Þessi kona sem í dag
er kennd við velferð með ráð-
herradóm þekkir lítið til með-
systkina sinna.
Saga úr lífi Íslendings
Fullorðinn karlmaður sem varð
fyrir alvarlegu slysi á síðustu öld
og varð öryrki. Hann hefur nú líf-
eyri eins og lágmark
segir til um. Heils-
unnar vegna hefur
hann þurft á lækn-
isaðstoð að halda.
Hann hefur nú einnig
greinst með krabba-
mein. Vegna krabba-
meinsins þurfti hann
að fá sprautur á
þriggja mánaða fresti.
Hann átti að fá
sprautu á vormán-
uðum. Hann hafði ekki
efni á að leysa lyfið
út. Þessi maður vann við undir-
stöðuatvinnuveg er hann varð fyr-
ir slysi sem varð til þess að hann
varð öryrki. Staða þessa manns er
eins og fjölmargra Íslendinga.
Í apóteki
Ég bíð eftir afgreiðslu. Full-
orðin kona var komin að af-
greiðsluborðinu. Afgreiðslustúlkan
afgreiddi konuna með lyf. Af-
greiðslustúlkan sagði konunni
verðið á lyfjapokanum hennar.
Var að sjá sem konan stirðnaði og
starði á afgreiðslustúlkuna, en síð-
an stundi hún upp að hún hefði
ekki gert ráð fyrir að lyfin gætu
verið svona dýr. Afgreiðslustúlkan
sagði konunni að hún væri komin
á nýtt tímabil og þess vegna væru
lyfin svona dýr. Konan sagðist
ekki eiga næga peninga og gekk
hún hokin út án lyfjanna sinna.
Því miður er staða þessarar konu
eins og fjölmargra Íslendinga árið
2015.
Flóttafólk
Velferðarráðherra er snortinn
þessa daga vegna flóttafólks en
ekki vegna landa sinna sem vegna
öldrunar eða heilsuleysis búa við
neyð eins og dæmi að framan
sýna. Þessi velferðarráðherra
þekkir ekki til stöðu samlanda
sinna. Velferðarráðherra talar fyr-
ir því að flytja inn fjölda flótta-
manna frá m.a. Sýrlandi. Hvernig
er aðstaða okkar til þess að taka
við þessu flóttafólki? Verður þeim
boðið upp á sama aðbúnað og
sömu kjör og aldraðir og öryrkjar
þurfa að búa við á Íslandi í dag?
Hvernig verður svarið í huga þín-
um lesandi? Velferðarráðherra
kom fram í sjónvarpi og tjáði
landsmönnum að það væri ekki
vandamál að taka við nokkrum
fjölda flóttafólks, „við værum með
besta heilbrigðiskerfi í heimi“.
Velferðarráðherra er ekki meðvit-
aður um ástand heilbrigðiskerf-
isins sem berst í bökkum, komið
að fótum fram. Auðvitað vilja Ís-
lendingar sýna manngæsku, til
þess að það sé hægt þurfa innviðir
þjóðfélagsins að vera í lagi. Til að
veita aðstoð út fyrir landið þarf
fyrst að huga að okkar minnstu ís-
lensku bræðrum og systrum. Þeg-
ar staða þeirra er orðin góð þá er
gott að veita hjálp af myndug-
leika.
Ráðstjórn velferðarráðherra Íslands
Eftir Eðvarð Lárus
Árnason
Eðvarð Árnason
»Hjarðmennska gríp-
ur Íslendinga nú
varðandi flóttafólk. Ber
ekki fyrst að búa betur
að okkar minnstu ís-
lensku bræðrum og
systrum?
Höfundur er fyrrverandi
yfirlögregluþjónn.
Maður nokkur að
nafni Jón Gnarr var
með grein í Frétta-
blaðinu fyrir skömmu
og fann hjá sér hvöt til
að gera lítið úr því þeg-
ar menn tala um að
eiga sér sína barnatrú,
en ekki er gott að hafa
ekki skilning á þeim
huglægu (andlegu)
málum eins og það get-
ur verið mikils virði fyrir börnin að
geta í fullri einlægni notið sinnar
barnatrúar og kannski leyft góðum
félaga að njóta hennar með sér.
Það var ekkert út í hött að ein
þekktustu ummæli Jesú Krists, höf-
undar trúar okkar, eiga einmitt við
barnatrúna svo einlæg sem hún er og
frá innstu hjartarótum barnshugans,
en lærisveinar hans höfðu verið að
ræða trúmálin sín á milli og við hann,
hann svaraði þeim og sagði „sann-
arlega, sannarlega segi ég yður að
nema þér snúið yður og verðið eins
og börnin komist þér alls ekki inn í
guðsríkið“. Ef við viljum skoða þessi
ummæli þá er auðséð hvað Jesús er
að tala um.
Barninu er kennt í æsku um guð
og engla hans og að guð sé það afl
sem stjórni allri okkar tilveru og lífi
og ef það lendi í hættu eða slæmum
málum þá geti það snúið sér til guðs
og beðið hann um hjálp í sínu vanda-
máli og þá sendi guð því engil sinn og
verndi það fyrir hættum daglegs lífs,
barnið á sér þannig orðið sitt guðsríki
í huga sínum. Og getur sótt sér hugg-
un innra með sér, sem hlýtur að vera
því sem einstaklingi ákaflega mikils
virði og ekki ætti það að vera minna
virði fyrir einstaklinginn í stórsjóum
þeim sem kunna að mæta þeim á lífs-
ins leið hvort sem hann er kominn af
barnsaldri eður ei.
Þannig að í raun þá er barnatrúin
nokkuð sem til verður við fræðslu í
huga barnsins, barninu huglægt eða
andlegt og þá hafi það sinn einka-
verndarengil sem passi það í dag-
legum athöfnum og í einlægni sinni á
barnið sér orðið sína mynd um guðs-
ríkið í huga sér og getur þá leitað til
síns innri manns í eigin
huga eftir styrk þegar
það verður fyrir áföllum
á sinni daglegu vegferð
um lífsins veg, viðkom-
andi einstaklingur á sér
þannig orðið trú á al-
mættið í bernsku sinni
og getur leitað styrks í
trú þeirri sem það eign-
aðist strax í æsku.
Það barn sem lifir við
það að eignast sína
barnatrú getur hæg-
lega átt sér sína trú
fram eftir öllum aldri og allt fram á
efri ár, og getur því sagt frá því í elli
sinni að hann eða hún lifi við og eigi
sér sína barnatrú, yndislegt og gott
hugtak að eiga sér sína barnatrú
fram á elliár sín að geta þá í fullri ein-
lægni og trú talað við guð sinn hvar
sem viðkomandi er staddur hverju
sinni.
Þannig að það er ekkert flókið við
það að gamli maðurinn eða konan
eigi sér sína barnatrú þrátt fyrir
kannski háan aldur en viðkomandi
getur samt vel átt sína einlægu trú á
guð sinn og leitað styrks hjá honum
þá stormar stríðir kunna að vera í
fangið á lífsins braut.
Þannig að drag þú ekki, Jón Gnarr,
dár að barnatrú manna, hún kann að
vera ein helgasta eign gamals manns
og er honum hugsanlega ekki minna
virði en barninu sem lærði það í æsku
að eiga sér sína hugmynd og trú um
guðsríkið í hjarta sínu og geta beðið
guð um hjálp lendi það í háska.
Gamla konan eða karlinn hafa
þurft að gíma við margskonar áföll
og sorgir í sínu lífi og kannski oft
þurft að takast á við erfiðleikana í
einveru sinni með blikandi tár á brá
og þá hefur verið gott að eiga sér sína
barnatrú heila og óskerta.
Barnatrúin
Eftir Hjálmar
Magnússon
» Það barn sem lifir
við það að eignast
sína barnatrú getur
hæglega átt sér sína trú
fram eftir öllum aldri.
Hjálmar Magnússon
Höfundur er áhugamaður
um lífið og tilveruna.