Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2015
Bedroom Community bætir við
sig listamönnum, en útgáfan gefur
út tvær plötur nýrra listamanna í ár.
Fast á hæla útgáfu Folie à Deux
með Emily Hall, sem kom í júlí, gef-
ur Bedroom Community út frum-
raun hins 23 árs gamla Jodie Land-
au ásamt nýstárlegu tónlistar-
samsteypunni wild Up.
Platan ber nafnið you
of all things og kem-
ur út 2. október
næstkomandi. Þá
má forpanta hana
á bandcamp og
hlusta á fyrsta lag
hennar, „an in-
vitation“.
Ferskir tónar frá
Bedroom Community
Eins manns hljómsveitin Mixo-
phrygian heldur útgáfutónleika á
Kex Hostel í kvöld kl. 21, en hljóm-
sveitina skipar Daði Freyr
Pétursson.
Platan kemur fyrst út eingöngu á
netinu, verður fáanleg á iTunes og
Bandcamp. Einnig verður hægt að
streyma henni frítt í gegnum
Spotify og Soundcloud. Seinna á
þessu ári kemur hún síðan út á tvö-
faldri vínylplötu í 300 eintökum
með fjármögnun af hópsöfnunar-
síðunni Indiegogo.
Um 14 laga plötu er að ræða, þar
sem lögin eru sett upp eins og saga
þegar hún er spiluð í heild sinni.
Sagan fyrir hvert lag verður sögð á
tónleikunum.
Fagnar fyrstu breið-
skífu á KEX Hostel
Chante Sandiford, mark-
vörður Selfoss, og Harpa
Þorsteinsdóttir, framherji
Stjörnunnar, léku stórt hlut-
verk í því að slá Íslands-
meistarafögnuði Breiða-
bliks á frest í gærkvöld,
þegar fjórir leikir fóru
fram í Pepsi-deildinni í
knattspyrnu. Breiðablik á
tvær tilraunir eftir til að
landa titlinum en
Stjarnan heldur í
vonina. »2
Meistarafögnuði
Blika frestað
Leikmenn Víkings úr Ólafsvík
tryggðu sér í gærkvöldi sigur í 1.
deild karla í knattspyrnu og þar með
sæti í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð
á nýjan leik. Síðast var liðið í hópi
þeirra bestu sumarið 2013. Víkingar
skelltu Grindvíkingum, 7:2, í Grinda-
vík og hafa þar með tíu stiga forskot
í efsta sæti þegar þrjár umferðir eru
óleiknar. »1
Víkingur Ólafsvík í
Pepsi-deildina á ný
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Tölur strandveiða voru kunngjörðar
í gær, en Hulda SF frá Hornafirði
veiddi mest, rúm 40 tonn. Hólmar
Unnsteinsson er þar skipstjóri, en
hann er aðeins 25 ára. Hólmar er
enginn nýgræðingur á sjó þrátt fyrir
ungan aldur, því hann er fjórði ætt-
liðurinn sem stundar sjóinn. Faðir
hans er Unnsteinn Þráinsson, sonur
Þráins Sigurðssonar, sem er sonur
Sigurðar Jónssonar, öðru nafni
Sigga Bessa.
Hólmar var að sjálfsögðu úti á sjó
þegar Morgunblaðið náði tali af hon-
um og hafði ekki hugmynd um að
hann væri aflahæstur af strand-
veiðibátum landsins.
Hann sagði það aldrei hafa komið
til greina að sprikla í fótbolta eða
öðrum íþróttagreinum. Sjó-
mennskan er honum í blóð borin.
„Það var alveg í boði að sparka í
bolta en ég hafði engan áhuga á því.
Ég byrjaði að fara ungur með pabba
í einn og einn túr og þetta er í gen-
unum og verður trúlega alltaf.“
Hólmar á sjálfur tvö börn með konu
sinni, Heiðu Vilborgu Sigurbjörns-
dóttur, sem vinnur á leikskólanum á
Höfn, þau Bryndísi Björk, sem er
fjögurra ára, og Sigurbjörn Ívar,
sem er nýorðinn eins árs. „Þau eru
ekki orðin svo gömul að þau séu far-
in að koma með mér á sjó, ég er nú
bara 25 ára,“ segir hann og hlær.
Kuldi úti á miðunum
Þrátt fyrir kuldatíð fiskaði Hólm-
ar vel. „Fiskilega var sumarið gott
en það var hundleiðinlegt veður í allt
sumar. Ég segi kannski ekki að það
hafi verið veðurofsi en það
var kalt. Í fyrra var gott
veður nánast allt sumarið
og ég er alveg hissa
hvað hefur ræst
úr þessu.“
Hólmar er einn
um borð í Huldu og segir að hann
vakni um þrjú til að halda á veiðar.
„Þá er ræs. Svo er þetta ekki flókið,
rífa skammtinn upp og koma í land.
Það eru blettir víða um sjóinn sem
gefa.“
Hafið líflegt
Hólmar segir að hafið hafi verið
líflegt af alls konar verum í vor og
hann hafi séð töluvert af hval. Það
hafi þó minnkað með haustinu.
„Ég er minna að leitast eftir þeim
þótt það sé gaman að sjá þá endrum
og eins. Það þýðir ekkert gauf í
þessu, maður þarf að einbeita sér og
það þýðir ekkert væl,“ segir hann,
en hann ætlar að vera á Huldu út
september og halda þá til línuveiða
með pabba sínum.
Aflakló í fjórða ættlið
25 ára aflahæst-
ur í strandveiðum
með rúm 40 tonn
Aflakló Hólmar um borð í Huldu. Hann landaði rúmum 40 tonnum af svæði D og var aflahæsti strandveiðibáturinn.
Dagurinn hans hefst um klukkan þrjú um nóttina. Þegar hann kemur heim sækir hann svo börnin í leikskólann.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir strandveiðina hafa gengið
vel þrátt fyrir kuldatíð. Ekkert
manntjón hafi orðið og beri að
þakka fyrir það. „Það gekk vonum
framar miðað við tíðarfar. Verð-
mæti aflans er á þriðja
milljarð
miðað
við að
meðal-
verð á þorski sé 300 krónur. Það
náðist að veiða nánast öll 8.600
tonnin sem var úthlutað. Flestir
bátar voru á á svæði A, eða 227, en
alls tóku 640 bátar þátt í strand-
veiðunum þetta árið. Þeir fóru alls
í um 15 þúsund róðra, sem gekk
stórslysalaust og án manntjóns,
sem er mikil mildi því það var
stundum vont í sjóinn. Aflinn var
að meðaltali 13,6 tonn á bát, eða
557 kíló í róðri,“ segir Örn.
Þrír milljarðar í þjóðarbúið
640 BÁTAR TÓKU ÞÁTT Í STRANDVEIÐI
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Lögreglan lét sig hverfa
2. Líkið er af Frakka
3. Cyrus í gjörsamlega brjálaðri flík
4. Nýjar merkingar eftir banaslysið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á fimmtudag Gengur í sunnan og suðvestan 8-15 m/s með rign-
ingu vestantil en hægari og skýjað með köflum austanlands. Vest-
an 5-13 um kvöldið og skúrir vestantil. Hiti 8-18 stig, hlýjast eystra.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðvestlæg eða breytileg átt en sunn-
an 5-10 m/s vestast á landinu. Dálítil súld öðru hverju vestast en
skýjað með köflum eða bjartviðri eystra. Hiti 8 til 16 stig.
VEÐURÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
„Ég held að það sé bara undir okkur
komið að nýta það að Hollendingar
munu örugglega reyna að sækja mik-
ið á okkur og með því skilja þeir von-
andi einhverjar glufur eftir fyrir okk-
ur í varnarleik sín-
um,“ sagði Gylfi
Þór Sigurðsson
fyrir stórleikinn við
Holland. »1
Skilja vonandi eftir
glufur fyrir okkur