Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Veðrið er vinsælt umræðuefnihér á landi en veldur sjaldan hörðum deilum.    Margt erá hinn bóginn sem landsmenn finna sér til að deila um en fátt jafnast þó á við byggingar myndarlegra húsa.    Fjöldi dæma er til og eitt nýlegter hús er ætlað hefur verið að hýsa höfuðstöðvar Landsbankans.    Önnur bygging sem lengur hefurverið deilt um er nýr Landspít- ali. Fáir halda því fram að ekki sé þörf á nýjum spítala en margir hafa orðið til að finna honum annan stað en þann sem honum hefur verið ætlaður og þar sem hann hefur staðið.    Nauðsynlegt er að rökræðakosti og galla mögulegra leiða, svo sem hvar Landspítalinn á að standa í framtíðinni. En þær um- ræður þurfa líka að taka einhvern enda og niðurstaða þarf að vera möguleg.    Ef umræðan heldur áfram verð-ur húsnæðisvandi Landspít- alans varanlegt vandamál með til- heyrandi vanda sjúklinga.    Nú hefur enn ein skýrslan veriðskrifuð sem staðfestir að hag- kvæmast sé að spítalinn verði áfram þar sem hann er.    Gagnlegt væri ef umræður umstaðsetningu yrðu ekki til að tefja bygginguna umfram það sem orðið er og að hægt yrði að setja alla orkuna í það sem flestir eru sammála um: Að byggja spítala. Að ræða eða að byggja spítala? STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 súld Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 8 súld Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 15 skúrir Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 17 léttskýjað London 17 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skúrir Berlín 23 skýjað Vín 32 léttskýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York 28 léttskýjað Chicago 28 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:13 20:43 ÍSAFJÖRÐUR 6:11 20:55 SIGLUFJÖRÐUR 5:54 20:38 DJÚPIVOGUR 5:41 20:14 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ný skýrsla OECD um efnahags- horfur á Íslandi var gefin út í gær. Í henni segir að þrátt fyrir góðan árangur síðustu ár séu enn áskor- anir til staðar. Horfurnar séu þó góðar. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti skýrsluna í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær ásamt Bjarna Benediktssyni, fjár- mála- og efnahagsráðherra. OECD gefur út skýrslu sem þessa á tveggja ára fresti. Áætlun um losun hafta fagnað Skýrsluhöfundar fagna áætlun stjórnvalda um afnám fjármagns- hafta en hvetja þó til varfærni við losun þeirra svo að efnahagslegum stöðugleika verði ekki raskað. Í skýrslunni segir þó að verð- bólga hafi minnkað hér á landi og erlend staða þjóðarbúsins hafi batn- að. Opinberar skuldir hafi lækkað, atvinnuleysi minnkað og færri fjöl- skyldur búi nú við fjárhags- erfiðleika. Fram kemur að nýlegar launa- hækkanir munu stuðla að minni hagvexti og að áhætta felist í lífeyrisskuldbindingum hins op- inbera og vanda Íbúðalánajóðs. Auka þarf framleiðni Mælst er til þess að stýrivextir verði hækkaðir svo að haldið verði aftur af verðbólgu og einnig til þess að sjálfstæði Seðlabankans verði tryggt, án pólitískra inngripa. Framleiðni á landinu er ekki næg samkvæmt skýrslunni, en þar segir að auka þurfi nýsköpun, tengsl at- vinnulífs og háskóla og herða sam- keppnisstefnu til varnar fákeppni. Að auki telja skýrsluhöfundar þörf á auknu umboði og tækjum ríkis- sáttasemjara til að þrýsta á raun- hæfari kjarasamninga og að bæta þurfi fyrirkomulag kjaraviðræðna. Efnahagshorfur góðar á Íslandi  Ný skýrsla OECD um efnahagshorfur á Íslandi var kynnt síðdegis í gær Morgunblaðið/Golli OECD Bjarni Benediktsson og Angel Gurría kynntu skýrsluna í gær. www.danco.is Heildsöludreifing OPNIR DAGAR HJÁ DANCO DAGANA 1. - 9. SEPTEMBER FYRIRTÆKI - VERSLANIR 2015 haust og jólalínan inniheldur mjúkar og sterkar línur sem þú mátt ekki missa af Tímabókanir í síma 575-0200 Opið 8:30-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.