Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þeir eru margir sem vilja ná fundi þínum til skrafs og ráðagerða. Þú elskar að gera vinnufélögum þínum grikk. 20. apríl - 20. maí  Naut Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Vinnan verður léttari ef fleiri leggja hönd á plóg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver leitar til þín í dag vegna persónulegra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa gefa viðkomandi drjúgan tíma. Slíkum tíma er vel varið og þér finnst þú gera gagn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að verja deginum með vin- um þínum ef þú mögulega getur. Of mikil pressa getur sett allt á annan endann. Þú hefur aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Haltu því áfram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjái þau nema þú. Þú hefur alltof mörg verkefni á þinni könnu. Reyndu að losa þig við hluta af þeim. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru gerðar miklar kröfur til þín í starfi svo þú þarft að taka á honum stóra þín- um til þess að hafa allt á þínu valdi. Gefðu þér góðan tíma til íhugunar þegar heim er komið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt sjálfsgagnrýni sé góður kostur má hún ekki ganga svo langt að drepa í þér allt frumkvæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér verður treyst fyrir leynd- armáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla. Allt er með kyrrum kjörum í ástarmálunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú heldur of fast í ótilgreindan samning, gæti farið svo að þú misstir hann. Vertu opin/n fyrir því sem vinur hefur að segja. Þú færð óvænt heimboð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú venur þig á að tala skýrt og skorinort kemur ekki til misskilnings á orðum þínum. Málamiðlanir koma til greina í öllum málum. Finndu einhvern til að deila áhyggjum þínum með. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér sárna ummæli sem falla í samtali innan fjölskyldunnar. Láttu slag standa því þú munt hugsanlega hagnast á framtaki þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið kúnst að græða sem mest á samstarfi við aðra. Ef þér finnst þú vera að gera mistök getur fólkið í kringum þig veitt þér stuðning. Byrjendalæsi hefur verið tals-vert í fréttum. Bjarki Karlsson yrkir: Þau tjá sig með frussinu og fnæsinu – flest munu lenda í ræsinu – svo vitlaus og galin og vangefin talin; börnin í byrjendalæsinu. Helgi Zimsen skrifaði í Leirinn á mánudag: „Þetta með veðrið er nátturlega alltaf spurning um sjón- arhorn, Jákvæðni Margir veðrið segja svalt, sem er reyndar ekkert nýtt. Úti samt er aldrei kalt, aðeins misjafnlega hlýtt. Neikvæðni Virðist ýmsum veðrið blítt, varlega þeim trúa skalt, því að úti er aldrei hlýtt aðeins misjafnlega kalt. En áfram um veðrið. Ekki var skýlaust brot veðurguðanna á orðið hefðbundnu svalviðri sumarsins fyrir rétt um viku eða faldi Sunna sig máski af siðferðisástæðum, hjúpuð skýjalíni þrátt fyrir heit- fengi sína. Flaug mér þá í hug… Sú gula er ekkert að glenna sig þótt gildur sé mælir að spenna sig. Sem heitmey í festum nú hulin er flestum svo Ísalands burar ei brenna sig. En best að hætta að blaðra um veðrið og gerast heimspekilegur eða jafnvel heimskspekilegur að lokum… Eilífðarglíman Falla allir, fólk er leir, fáu lengi heimur skartar. Eitt er þó sem aldrei deyr, …óbotnandi fyrripartar“ Þessar veðurvísur Helga eru skemmtilegar. Og enn er ort um veðrið. Fía á Sandi orti á fimmtu- dag: Úti er rok og úfinn sjór allur þrotinn kraftur. Sumar kom og sumar fór senn er vetur aftur. Og Höskuldur Jónsson á mánu- daginn: Þó enn virðist þrautin fjær á þolinmæði sýður, sífellt færist sjálfsagt nær sumaraukinn þýður. Og loks orti Fía á Sandi sama dag: Úti er veðrið alltaf svalt enda kaldur sjórinn en það er gott að það sé kalt ef þarf að kæla bjórinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af frussinu, veðrinu og heimspeki Í klípu „ÁN AÐGANGS AÐ FACEBOOK, ERU ENGAR SANNANIR FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR NOKKURN TÍMANN VERIÐ TIL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERSU LENGI HEFUR ÞÚ VERIÐ MEÐ FÆTURNAR Á RÖNGUM LEGGJUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara niður, saman. FINNST ÞÉR BERIN ÞÍN GÓÐ, GRETTIR? ÞETTA KALLAST „MEGRUN“. ÉG ER VAKANDI!UHM NEI... HRÓLFI FINNST ÞAÐ RANGT AÐ LEMJA FÓLK SEM HONUM FINNST VERA PIRRANDI... ÞAÐ ER MJÖG LOFSVERT! HANN LEMUR LÍKA... ... HVERN ÞANN SEM HANN VILL!! Oliver Sacks, taugalæknir og rit-höfundur, hefur löngum verið í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Sacks lést um helgina. Dánarorsökin var krabbamein. Sacks lét sér fátt óvið- komandi. Víkverji rakst fyrst á skrif hans þegar hann las grein eftir hann um heim heyrnarlausra, Seeing Voi- ces eða Að sjá raddir, fyrir aldar- fjórðungi. Sú grein varð síðar að bók með sama nafni. Þar lýsir hann ver- öld þeirra, sem ekki heyra, af slíku innsæi og hluttekningu að ekki er annað hægt en að hrífast með. Sér- lega eftirminnileg var lýsing hans á möguleikum og kynngi táknmálsins. Segir hann frá þorpi einu í Banda- ríkjunum þar sem ættgengt heyrn- arleysi er óvenju algengt og klykkir út með að þar komi fyrir að altalandi menn standi á götuhornum í hróka- samræðum á táknmáli þótt enginn heyrnarlaus sé viðstaddur. Tákn- málið sé ekki bara orðið þeim tamt, heldur enginn eftirbátur hins talaða máls, nema síður sé. x x x Mörgum árum síðar birtist greineftir Sacks um blindan mann, sem með hjálp læknavísindanna fékk sjónina á ný. Ætla mætti að þar með hefði líf mannsins öðlast nýja vídd, en því fór fjarri. Honum hrakaði og líf hans fór úr skorðum. Áður hafði maðurinn farið um heim- ili sitt eins og ekkert væri. Nú þurfti að setja upp reipi með fram veggj- um og göngum svo hann gæti kom- ist leiðar sinnar. Hann var svo óvan- ur að sjá að hann gat ekki hent reiður á því sem fyrir augu bar. Sacks settist niður með manninum og bað hann um að lýsa mynda- styttu af manni. Maðurinn sagði af hverju styttan væri, en þar við sat. Þá bað Sacks manninn að loka aug- unum og þreifa á styttunni. Lýsti hann þá fjálglega því sem fyrir fing- ur hans bar. x x x Sacks sagði sögur af sjúklingumaf slíkri hluttekningu að lesand- inn gat ekki annað en hrifist með. Ekkert var honum óviðkomandi. Víkverji man eftir grein eftir hann um geð plantna og orma. Þar komu marglyttur meira að segja við sögu. Það er þess virði að kynnast Oliver Sacks. víkverji@mbl.is Víkverji „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jak 4.8a) Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.