Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríska indírokksveitin Blonde Redhead heldur tónleika í Gamla bíói í kvöld kl. 20 ásamt bassaleik- aranum Skúla Sverrissyni. Skúli mun leika lög af Seríu-plötum sín- um og njóta aðstoðar vina sinna í Blonde Redhead, þ.e. tvíbura- bræðranna Amedeo og Simone Pace og söngkonunnar og gítar- leikarans Kazu Mikano. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 í New York og vakti fljótt at- hygli fyrir tónlist sína, sem var undir áhrifum frá hávaðarokki þar í borg á þeim tíma. Hún hefur nokkrum sinnum leikið á Íslandi, það oft að gítarleikarinn Amedeo Pace er ekki með það á hreinu númer hvað tónleikarnir í kvöld eru. „Ég held að við höfum spilað hérna þrisvar eða fjórum sinnum, ég man það ekki nákvæmlega, en það er alltaf gaman að koma hing- að aftur,“ segir Pace. -Er það Skúla að þakka eða eruð þið svona hrifin af Íslandi? „Fyrst þegar við komum hingað hafði Skúli sagt mér margt um Ís- land og mig langaði virkilega að kynnast landinu því hann er góður vinur minn. Tónleikarnir í kvöld eru Skúla að þakka og við tveir skipulögðum þá. Fyrstu tónleik- arnir sem við héldum voru líka skipulagðir af Skúla þannig að hann hefur átt mikinn þátt í tón- leikahaldinu.“ -Þið ætlið væntanlega að flytja lög af síðustu plötunni ykkar, Bar- ragán, auk þess að leika tónlist Skúla með honum? „Jú. Við ætlum að spila lög af Barragán og líka af öðrum plötum. Svo flytur Skúli Seríu,“ svarar Pace. Hafði mikil áhrif Samstarf Skúla og Blonde Red- head má rekja til upphafsára sveit- arinnar og hefur hann leikið á nokkrum platna hljómsveitarinnar auk þess að leika með henni á tón- leikum. Spurður að því hvort Skúli hafi haft mikil áhrif á hljómsveitina og öfugt segir Pace svo vera. „Hann fór að vinna að eigin verkefnum og spila með ólíkum tónlistarmönnum og við fórum að þróa hljóm sem var ólíkur þeim sem var í upphafi. Skúli var okkur mikilvægur og hafði mikil áhrif á sveitina og ég tengi ennþá vel við tónlistina hans.“ -Tónlist hljómsveitarinnar hefur breyst mikið með árunum, frá því að vera undir áhrifum hávaðarokks yfir í melódískt og fágað kammer- popp. Er það rétt lýsing? „Já. Ég er lítið fyrir að lýsa tón- listinni því ég á erfitt með það,“ segir Pace. Honum þyki for- vitnilegra að vita hvernig fólk upp- lifi hana. „Þannig að þetta er ágætislýsing,“ segir hann. -Eruð þið að verða „listrænni“, ef hægt er að nota það orð? „Ég veit það ekki. Mér finnst við alltaf hafa reynt að vera eins skap- andi og listræn og mögulegt er,“ segir Pace. „Við erum bara að skrásetja ólík æviár okkar með tónlist, reyna að gera það sem okkur finnst vera rétt hverju sinni.“ Opnari og mínímalískari -Þú verður líklega ekki hrifinn af næstu spurningu, þar sem þú segist lítt gefinn fyrir að lýsa tón- list ykkar ... en gætirðu lýst henni á síðustu plötu ykkar, borið hana saman við þær fyrri? Pace hlær. „Ef ég ber hana sam- an við fyrri plötur þá er hún opn- ari, mínímalískari og kannski slepptum við mörgu sem hefur ein- kennt fyrri verk. Fólk hefur meira svigrúm til að túlka tónlistina með sínum hætti,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort þetta er draumkenndari plata eða einfaldari. Ég veit ekki hvað skal segja, ég held ég sé fyrst núna farinn að skilja Penny Sparkle (áttundu plötu hljómsveit- arinnar), þannig að það tekur mig dágóðan tíma að átta mig á því hvað við erum að gera.“ -Það besta við tónlist er líka að það þarf ekki að lýsa henni með orðum. Samt er alltaf verið að biðja þig um það?! „Já,“ segir Pace og hlær. -Hvað er svo fram undan? Fleiri tónleikar og kannski ný plata? „Já. Við förum í stutta tónleika- ferð núna í september og erum farin að huga að nýjum lögum. Við skulum sjá hvernig það gengur.“ Aukið svigrúm til túlkunar  Blonde Red- head og Skúli leika í Gamla bíói Samstillt Hljómsveitin Blonde Redhead, skipuð tvíburabræðrunum Amedeo og Simone Pace og Kazu Mikano. Hljómsveitin heldur tónleika í Gamla bíói í kvöld með góðvini sínum og samstarfsmanni Skúla Sverrissyni. Iðinn Skúli Sverrisson bassaleikari hefur rekið menningar- húsið Mengi í um tvö ár, auk þess að leika á tónleikum, og senda frá sér plötur og þá m.a. Seríu og Seríu II. Hann leikur með Blonde Redhead í Gamla bíói í kvöld. Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í New York í byrjun vik- unnar til að minnast leikarans Kyle Jean-Baptiste, sem sl. föstu- dag féll til bana úr brunastiga á heimili móður sinnar í Brooklyn. Jean-Baptiste varð fyrsti blökku- maðurinn til að leika hlutverk Jean Valjean í Vesalingunum á Broadway og jafnframt sá yngsti, en hann var aðeins 21 árs. Hann þreytti frumraun sína á Broadway í hlutverki Jean Valjean 23. júní sl. Aðalleikari Vesaling- anna hrapar til bana Harmræn örlög Kyle Jean-Baptiste. Morgunblaðið/Golli STRAIGHTOUTTACOMPTON 7, 10:10 ABSOLUTELY ANYTHING 6, 8, 10 THE GIFT 10 MINIONS - ENS TAL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.