Morgunblaðið - 02.09.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 02.09.2015, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Listvinir Það er alltaf sérlega spennandi að virða fyrir sér listaverkin sem prýða höfuðborgina okkar. Þessir vökulu ferðamenn á Njarðargötunni eru einkar áhugasamir um fagrar listir. Eggert Adam Smith skrifaði í Auðlegð þjóðanna 1776: „Fólk, sem stundar sömu atvinnu- grein, fer sjaldan hvert á annars fund, jafnvel sér til skemmtunar og afþreyingar, svo að samræður þess endi ekki í samsæri gegn almenningi eða einhverju ráðabruggi um að hækka verð.“ Með nokkurri einföldun er hægt að heimfæra þessi gömlu sannindi upp á íslensk stjórnmál: „Stjórnmálamenn koma sjaldan saman án þess að leggja drög að samsæri gegn skattgreiðendum eða einhverju ráðabruggi um að hækka skatta og auka útgjöld hins opin- bera.“ Vinnufundur þingmanna og vara- þingmanna Samfylkingarinnar síð- astliðinn mánudag rennir stoðum undir að nokkur sanngirni sé fólgin í ofangreindri fullyrðingu um of marga stjórnmálamenn í flestum ef ekki öllum flokkum. Að minnsta kosti voru það ekki hagsmunir skatt- greiðenda sem voru ofarlega í hug- um forystumanna Samfylkingar- innar, sem nú berjast fyrir pólitískri tilvist sinni, eftir að draumurinn um að flokkurinn yrði „turn“ í íslenskum stjórnmálum snerist upp í martröð. Loforð og skattgreiðendur Samkvæmt frétt á heimasíðu Samfylkingarinnar var ákveðið á vinnufundinum að í vetur skuli bar- ist fyrir og lögð áhersla á:  að tekið verði við a.m.k. 500 flótta- mönnum á næstu tveimur árum,  að grunnlífeyrir hækki í 300 þús- und krónur á mánuði,  að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði og mán- aðarlegar greiðslur hækk- aðar,  að útgjöld til heil- brigðismála verði aukin,  að framlög til þróunaraðstoðar verði aukin,  að framlög til alþjóðlegra flótta- mannastofnana verði hækkuð. Undir öllum þessum loforðum eiga íslenskir skattgreiðendur að standa, líklega með þyngri álögum. Að minnsta kosti segir ekkert í frétt- um af vinnufundinum af tillögum samfylkinga um niðurskurð og sparnað til að fjármagna allt sem gera skal. (Hver veit nema rykið verði dustað af hugmyndum frá síð- asta kjörtímabili um allt að 80% tekjuskatt á einstaklinga.) Aðhaldsleysi fjölmiðla Útilokað er að átta sig á því hvað baráttumálin kosta, takist samfylk- ingum að vinna þeim brautargengi. Aðeins er ljóst að um tugi milljarða króna er að ræða. Á uppboðsmark- aði stjórnmálanna hafa menn litlar áhyggjur af slíkum smáaurum. Há- stemmd loforð og fyrirheit eru hluti af sjónleik íslenskra stjórnmála sem hefur þróast í skjóli fjölmiðla. Fáir vilja taka að sér hlutverk barnsins sem bendir á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þvert á móti ýta fjöl- miðlar undir ærslagang loforða, birta fréttir og viðtöl við þá sem mestu lofa. Aðhaldsleysi fjöl- miðla gefur stjórn- málamönnum tækifæri til að gefa loforð og undirrita vilja- yfirlýsingar um hitt og þetta, án þess að huga að því hvort innistæður séu fyrir hendi eða möguleikar á að efna fyrirheitin. En þar er ein undantekning. Stjórnmálamaður sem boðar skatta- lækkanir er alltaf krafinn svara við því hvernig hann ætlar að „fjár- magna“ lækkun skatta. Pólitískur keppinautur hans, sem boðar aukin útgjöld, getur reiknað með að fá að mestu frítt spil. Samfylkingin er ekki eini stjórn- málaflokkurinn sem reglulega setur á svið loforðasjónleik. Freistingin er of mikil og áhætta of lítil til að aðrir stjórnmálamenn standist hana. Hugmyndir húsnæðismálaráðherra um að einstaklingur með lágar tekjur þurfi ekki að greiða nema 20- 25% af tekjum í leigu, geta vart talist annað en sjónarspil enda efnahags- legt glapræði. Markmiðið er göfugt en afleiðingarnar geta orðið skelfi- legar. Innleiddir verða neikvæðir hvatar fyrir fólk til að afla sér tekna. Með umfangsmiklu bótakerfi verður stór hluti launafólks beinlínis hvatt- ur til þess að lækka atvinnutekjur sínar því þannig geta ráðstöfunar- tekjur hækkað. Sett verður af stað öfugsnúin hringekja sem endar ferð sína með ósköpum. Fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á væntanlegum kostn- aði við umfangsmikið húsnæðisbóta- kerfi og sýna ótrúlegt sinnuleysi við að varpa ljósi á áhrif og afleiðingar þess. „Töfralausn“ á húsnæðisvanda Á vinnufundinum komust þing- menn Samfylkingarinnar að þeirri niðurstöðu að húsnæðismálin séu „alvarlegasta velferðarviðfangsefn- ið“. Og hvernig ætlar Samfylkingin að leysa vandann? Jú, með nokkuð einföldum hætti: Með skattaafslætti af útleigu einnar íbúðar og með því að leggja „áfram áherslu á leigumarkaðinn, fjölgun íbúða og að komið verði á al- vöru úrræðum fyrir ungt fólk til að eignast eða leigja fyrstu íbúð“. Þar með er húsnæðisvandinn leystur! Líklega er aðeins beðið eftir að Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, efni 75-80 milljarða króna kosningaloforð um þúsundir leiguíbúða. Borgin er að vísu í alvar- legum fjárhagsvanda. Borgarsjóður eyðir um efni fram og jók skuldir sínar um 26 milljónir króna á hverj- um einasta degi (virka daga sem helgidaga) á fyrri hluta ársins. Til að „redda“ málunum mun borgin leggja sérstakt gjald á nýjar íbúðir við Vogabyggð. Kannski er gjaldið einn- ig hluti af „alvöru úrræðum fyrir ungt fólk“ sem Samfylkingin ætlar að leggja áherslu á að gripið verði til. Sópað út í horn Auk viðamikilla útgjaldamála ætl- ar Samfylkingin að nýta komandi vetur „til setja í forgang að koma fyrsta áfanga stjórnarskrárbreyt- inga í höfn“ og „finna leiðir til að mæta minnkandi kosningaþátttöku“ með sérstökum farandkjörklefum. Merkasta ákvörðun vinnufundar- ins vekur hins vegar litla athygli. Evrópusambandið og aðild Íslands hefur verið tekin af dagskrá, enda búið að loka Evrópustofu. Helsta stefnumáli Samfylkingarinnar (og að því er virtist því eina í áratug) hefur verið sópað út í horn. Það seg- ir meira um pólitíska stöðu flokksins en yfirboðin sem samþykkt voru. Eftir Óli Björn Kárason » Á uppboðsmarkaði stjórnmálanna hafa menn litlar áhyggjur af slíkum smáaurum. Há- stemmd loforð og fyr- irheit eru hluti af sjón- leik íslenskra stjórnmála. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ærslagangur yfirboða og „samsæri gegn skattgreiðendum“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.