Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 15
Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum árið 1996, en sveitarfélagið er
um 2.400 ferkílómetrar að stærð. Innan þess búa rúm-
lega 3.600 manns og eru atvinnuvegir þar fjölbreyttir,
m.a. sjávarútvegur, ýmiskonar þjónusta og landbúnaður.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
Styrkja þarf alla félagslega stöðu
útlendinga, svo sem í skóla-
málum og á vinnumarkaði, í
nýrri framkvæmdaáætlun stjórn-
valda í innflytjendamálum sem
væntanlega
verður lögð
fram á Al-
þingi nú í
vetur. Þetta
segir Rúnar
Helgi Har-
aldsson,
forstöðu-
maður Fjöl-
menning-
arsetursins
á Ísafirði.
Það starfar
á landsvísu og veitir innflyj-
endum – og öðrum eftir atvikum
– ráðgjöf um líf og starf á Ís-
landi. Að undanförnu hefur vel-
ferðarráðuneytið unnið að mótun
fyrrnefndrar áætlunar með þátt-
töku Innflytjendaráðs, starfs-
manna Fjölmenningarseturs og
víslegum störfum af þeim toga.
Á síðasta ári fluttu til landsins
frá útlöndum alls 1.634 manns,
umfram brottflutta. Segir Rúnar
Helgi þetta að hluta til endur-
spegla atvinnulífið í landinu, en
flestir sem norður í svalann
flytja koma hingað í atvinnuleit
og nú þarf víða fólk til starfa.
fleiri. Innflytjendur á Íslandi eru
í dag um 31.000 og lætur nærri
að það sé um tíundi hluti þeirra
sem á Íslandi búa. Á Vestfjörðum
er hlutfallið hærra eða 13,2%, en
Vestfirðingar eru nú rétt um
7.000. Víða er fólk af erlendu
bergi brotið í aðalhlutverki, svo
sem í fiskvinnslunni og marg-
Fjölmenningarsetur sinnir nýbúum á landsvísu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fiskvinnsla Innflytjendur eru í aðalhlutverki í þeirri grein vestra.
Innflytjendur 13,2% Vestfirð-
inga og óvíða á landinu fleiri
Rúnar Helgi
Haraldsson
plássið í eitthvað annað,“ segir Gísli.
Og áhrif nútímans láta þar ekki
staðar numið. Sölu geisladiska var
þannig hætt fyrir tveimur árum.
„Unga fólkið kaupir ekki diska leng-
ur. Undir það síðasta vorum við bara
að selja tónlist fyrir fullorðið fólk.“
Opnuðu dyrnar upp á gátt
En bræðurnir hræðast ekki
nýtt og breytt rekstrarumhverfi
heldur taka þeir því opnum örmum.
„Fyrir nýliðna verslunarmannahelgi
fengum við margar fyrirspurnir um
hvort við gætum ekki haft opið allan
sólarhringinn vegna Mýrarboltans,“
segir Gísli og vísar þar til keppn-
innar sem haldin er árlega á Ísafirði.
„Við ákváðum að taka þeirri
áskorun og vorum því með dyr okk-
ar opnar upp á gátt alla helgina. Það
var ákaflega gaman þegar búðin
fylltist klukkan fjögur á morgnana
af svöngu fólki og næstu tvo tímana
vorum við bara að moka út mat fyrir
skemmtanaglaða Íslendinga. Ég
hafði haft áhyggjur af því að þessu
myndu fylgja einhver leiðindi, en
það gladdi mig ótrúlega mikið hvað
allir voru sælir og prúðir. Þetta varð
því bara til að auka trú mína á mann-
kynið,“ segir Gísli léttur í bragði.
Erlendir ferðamenn eru tíðir gestir í Hamra-
borg og skipta þeir reksturinn töluverðu máli á
sumrin. „En þeir mættu alveg vera fleiri. Það
eru ennþá svo fáir sem koma hingað út á land,“
segir Gísli og tekur sem dæmi ferð sína og
konu sinnar til Reykjavíkur í janúar.
„Við komum þarna á miðvikudegi og ég ætlaði að bjóða henni út að
borða um kvöldið, sem ég hélt að yrði auðvelt mál á miðvikudagskvöldi.
En þá var allt fullt alls staðar. Það væri gaman að fá meiri skerf af þessu.“
Hann segir mikinn mun vera á rekstri Hamraborgar á sumrin miðað við
veturna. „Það er himinn og haf þar á milli. Það er meira en tvöföldun í
rekstri hjá okkur á sumrin og þau skipta okkur öllu máli því þá býr maður
til fituforða til að lifa veturinn af. Ef við fáum ekki gott sumar þá getur
veturinn verið ansi harður.“
Fituforði til að lifa af veturinn
SUMARIÐ ER TÍMINN