Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hinir sögufrægu tafl-menn frá eyjunni Lewisvið Skotland eru verk ís-lensks útskurðarmeist- ara, Margrétar hinnar oddhögu, sem starfaði við biskupsstólinn í Skálholti í lok 12. aldar og byrjun hinnar 13. Þessu er haldið fram í bók sem kom út í gær, Ivory Vikings. The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman Who Made Them eftir þekktan banda- rískan höfund, Nancy Marie Brown. Í bókinni tekur Marie Brown undir tilgátur um uppruna taflmannanna sem Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur setti fram í grein í Morgunblaðinu fyrir sex árum og hefur síðan rökstutt í fyrirlestrum. Fundust árið 1831 Nær tvö hundruð ár eru síðan hugmyndin um íslenskan uppruna taflmannanna var fyrst sett fram af breskum fornleifafræðingi, Francis Madden. Það var árið 1832, ári eftir að þeir fundust fyrir tilviljun á sand- strönd á eyjunni Lewis (Ljóðhús) sem er ein Suðureyja. Milli Íslands og eyjanna voru tengsl á miðöldum. Taflmennirnir eru um hundrað að tölu og flestir skornir út í rost- ungstönn. Hin viðtekna skoðun með- al fræðimanna er að þeir séu norsk smíði. Aðeins háþróað borg- arumhverfi handverksmanna hafi megnað að geta af sér slíka gripi. „Oddhögust allra manna“ Taflmennirnir urðu hitamál í kosningabaráttunni um sjálfstæði Skotlands í fyrra eftir að Skoski þjóðarflokkurinn lofaði að skila þeim aftur til Noregs. Þeir eru varðveittir í British Museum í London og að hluta í National Museum í Edinborg. Í sögu Páls biskups Jónssonar sem er rituð snemma á 13. öld er sagt frá því að biskup hafi sent Þóri erkibiskupi í Noregi biskupsstaf „af tönn gjörvan svá haglega, að engi maðr hafði fyrr sét jafnvel görvan á Íslandi, er smíðat hafði Margrét hin haga, er þá var oddhögust allra manna á Íslandi.“ Varðveittir forn- gripir og ritheimildir benda til þess að útskurðarlist hafi staðið í blóma á Íslandi á miðöldum. Útskurðarverk voru send sem gjafir frá íslenskum biskupum til útlendra höfðingja. Rostungstennur voru tiltækar á Ís- landi á þeim tíma og líklegt að Ís- lendingar hafi stundað verslun með slíkan varning héðan og frá Græn- landi, en þangað sóttu þeir sennilega ýmsar fágætar vörur eins og náhvalstennur, svarðreipi úr rost- ungshúð og hvítabjarnarfeldi. Rök fyrir íslenskum uppruna Taflmennirnir frá Lewis eru hinir elstu sem þekkjast með svip- mót nútíma taflmanna. Þeir eru jafnframt hinir elstu þar sem biskup er að finna. Telja margir fræðimenn að orðið biskup í skák eigi sér ís- lenskan uppruna. Þá hefur það vakið athygli að hrókarnir meðal tafl- mannanna bíta í skjaldarrendur og minna þannig helst á sagnir um ís- lenska berserki. Ennfremur er nefnt að hestarnir sem riddararnir sitja á beri íslenskt yfirbragð, séu smáir og höfuðlagið íslenskt. Telur taflmennina frá Lewis íslenska smíði Listaverk Hluti taflmannanna fornu sem fundust árið 1831. Fagmenn eru sammála um að þeir séu listasmíð en skiptar skoðanir eru um upprunann. 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkja-þing kemurí næstu viku aftur til starfa eftir sumar- frí. Óhætt er að fullyrða að þingmenn muni ekki hafa það náðugt fyrstu dagana, því að fyrir þinginu liggur að ræða samkomulag Bandaríkjanna og annarra stórvelda heimsins við Írana um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra síðarnefndu. Sam- komulagið er mjög óvinsælt í Bandaríkjunum, og er nánast gert ráð fyrir því að meirihluti þingheims muni fella það. Obama Bandaríkjaforseti hefur reynt að stilla málum þannig upp fyrir þinginu að eini valkosturinn við sam- komulagið sé stríð við Írana. Þykir flestum þingmanna heldur holur hljómur í þeim orðum, og að þeim sé ætlað að breiða yfir þá vankanta sem einkenna samkomulagið. Þar ber tvennt hæst: hið gríðar- mikla fjármagn sem Íranar eiga von á að fá, þegar refsi- aðgerðum alþjóðasamfélags- ins verður aflétt, og sá vafi sem gagnrýnendum þykir leika á því að samkomulagið geti komið í veg fyrir að Íran verði sér úti um kjarnorku- vopn. Þrátt fyrir þetta eru tölu- verðar líkur á því að þingið muni með einum eða öðrum hætti samþykkja samkomu- lagið óbeint. Fyrir það fyrsta er enn óvíst hvort nægilega margir demókrat- ar eru tilbúnir að hleypa málinu á dagskrá í öldunga- deildinni. Þá þykir mjög ólíklegt, jafnvel þó að samkomulagið verði fellt, að aukinn meiri- hluti náist svo að Obama geti ekki beitt neitunarvaldi sínu á þingið, því að einungis tveir öldungadeildarþingmenn demókrata hafa fengist til þess að lýsa yfir andstöðu sinni. Slík staða þyrfti ekki að koma niður á Obama eða repúblíkönum á þinginu. For- setinn gæti státað af því að hafa komið í gegn sögulegu samkomulagi, arfleifð sinni til utanríkismála Bandaríkjanna. Þá myndi skipta minna máli þó að neitunarvaldi hefði verið beitt. Hinir síðarnefndu gætu bent á andstöðu sína við sam- komulagið þegar þeir sæktust eftir endurkjöri, án þess þó að þurfa að bera ábyrgðina á því að það hefði farið í gegn. Þeir einu sem myndu tapa á þessari atburðarás eru þeir þingmenn demókrata sem myndu greiða leið samkomu- lagsins beint eða óbeint. Ein- ungis um fjórðungur banda- rískra kjósenda telur að samkomulagið sé nægilega gott, og margir af stuðnings- mönnum Demókrataflokksins eru efins. Íransmálið gæti því dregið dilk á eftir sér, jafnvel þó að rúmt ár sé til þing- og forsetakosninga. Íransmálið bíður af- greiðslu Bandaríkja- þings eftir sumarfrí} Óvissa um afgreiðslu Boðað hefurverið til lang- þráðra þingkosn- inga í Egyptalandi í október næst- komandi. Þing landsins hefur ekki setið síðan herinn ákvað að steypa Mo- hammed Morsi, þáverandi for- seta, af stóli og setja sinn mann, Abdel al Sisi, í hans stað. Upphaflega hafði kosn- ingum verið lofað í vor, en þær voru blásnar af, þar sem stjórnlagadómstóll Egypta- lands mat það svo að kosn- ingalöggjöfin og kjördæma- skipting brytu í bága við stjórnarskrána. Í orði kveðnu eiga kosning- arnar að marka endurreisn lýðræðisins í Egyptalandi eftir að herinn sá sig til- neyddan til þess að kveða Morsi og Bræðralag múslima niður. Það er hins vegar erfitt að líta framhjá því, að Sisi hefur nýtt tíma sinn á forseta- stóli vel til þess að brjóta nið- ur mestalla andstöðu gegn sér. Mótmæli gegn ríkisstjórninni hafa verið bönnuð, og prentfrelsið skert. Þeir sem gagnrýna Sisi þurfa helst að fara í felur. Fjöldi stuðningsmanna Morsis hefur verið fangelsaður, og skærur á milli hersins og víga- manna eru algengar. Það vakna því ýmsar spurningar um það hversu marktækar kosningar sem haldnar eru í slíku andrúmslofti verða. Munu allir flokkar sitja við sama borð í kosningabarátt- unni, eða munu stuðnings- menn Sisis eiga greiðari leið að kjósendum í krafti að- stöðumunar? Þá er óvíst hvort allir stjórnarandstöðuflokkar muni taka þátt í kosningunum. Sisi hefur fyrir sitt leyti lof- að því að kosningarnar muni fara friðsamlega fram. Það verður hins vegar að draga í efa, að Sisi myndi hleypa slíku ferli af stað, nema hann væri viss um það, að sín eigin staða yrði ekki lakari fyrir vikið. Lýðræði eða sýndarmennska í boði Sisi?} Þingkosningar í Egyptalandi L ífið er stutt. Haltu framhjá“ sagði í auglýsingum kanadísku stefnumótasíðunnar Ashley Ma- dison sem hefur verið mikið í fréttum að undanförnu, ekki síst fyrir það að meðal 37 milljóna skráðra not- enda síðunnar var að minnsta kosti einn ís- lenskur stjórnmálamaður. Umrædd stefnumótasíða, sem fór í loftið fyrir fjórtán árum, var nefnilega fræg fyrir það að hjá henni skráðu sig þeir sem hugðust taka framhjá, eins og ráða má af slagorðinu sem nefnt er í upphafi. Fullri nafnleynd var heitið en allt komst upp vegna þess að tölvuþrjótar brutust inn á síðuna, sóttu í gagnagrunn henn- ar upplýsingar um alla notendur, virka og óvirka, og birtu opinberlega í síðasta mánuði. Nú kjamsar þú kannski á fréttum af því hvort þessi eða hinn hafi verið skráður á síðunni, kæri lesandi, en mér fannst þessi gagnaleki mun forvitnilegri sem efniviður í félagsfræðilegar vangaveltur, ekki síst eftir því sem rýnt var í gögnin. Að vísu kom það ekki á óvart í sjálfu sér að velflestir notendur síðunnar væru karlar, en það kom á óvart að þessi grúi karla var í raun ekki að tala við konur, heldur sýndarkonur, forrit sem smíðuð voru til þess að draga þá á tálar, fá þá til að halda að á vefsetrinu væri fullt af konum sem þráðu það eitt að leggjast með þeim. Þannig voru starfandi 70.000 „bott- ar“, eða forrit sem sniðin voru til að draga karla á tálar, sem sést einna best á því að þessar 70.000 sýndarkonur sendu alls 20.269.675 skilaboð til karla og vél- uðu til að eyða peningum á vefsetrinu, kaupa meiri aðgang, kaupa handa þeim gjafir og borga fyrir blekkingu. Konur fengu 1.492 skilaboð á sama tíma. Vel má vera að þér finnist þetta allt frekar fyndið, lesandi góður, og kannski hlærðu að þessum tugum milljóna ginningarfífla sem fé- flett voru á svo ósvífinn hátt. Ég tek undir það með þér að örlög þeirra eru spaugileg á vissan hátt, en þeir eru fyrst og fremst brjóst- umkennanlegir og ekki bara fórnarlömb þrjótanna á bak við Ashley Madison, heldur líka samfélags sem gefur þeim ranga mynd af kynlífi og ást, samfélagi sem gerir kynlíf að söluvöru og notar það til að selja vörur. Sjá til að mynda hvernig körlum er stillt upp sem valdsmannslegum í auglýsingum og konum sem undirgefnum leikföngum. Þetta viðhorf sést vel þegar rýnt er í gríðarlegan kynjahalla sem sjá má á notendalista Ashley Madison og það birtist líka í margvíslegu kynferðislegu áreiti og -of- beldi sem beinist að konum um allan heim, allt frá barns- aldri og út ævina. Það má líka sjá í kynjahallanum þegar litið er til þess hverjir eru samþykkir afglæpavæðingu vændis, því að þar eru karlmenn í miklum meirihluta. Með því að leyfa með lögum að líkamar kvenna séu sölu- vara erum við nefnilega að samþykkja þetta viðhorf, að festa í sessi ranghugmyndir um eðli kynlífs og ástar og taka undir með ofbeldismönnum. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Brjóstumkennanlegir flysjungar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Nancy Marie Brown (f. 1960) hefur um árabil verið heilluð af Íslandi og íslenskri sögu og menningu. Fer hún meðal annars reglulega í hestaferðir um landið og hefur verið leiðsögumaður í slíkum ferð- um. Í Vermont í Bandaríkjunum þar sem hún er bú- sett, er hún með fjóra íslenska hesta. Auk bóka- skrifa heldur hún úti bloggi, God of Wednesday, þar sem mikið er fjallað um íslenska fornmenningu. Meðal bóka sem hún hefur áður sent frá sér um ís- lensk efni eru Song of the Vikings sem fjallar um Snorra Sturluson, og The Far Traveler. Voyages of a Viking Woman, sem fjallar um Guðríði Þorbjarnardóttur. Hafa þær báðar hlotið góðar undirtektir og mikla athygli. Skrifar víðlesnar bækur HEILLUÐ AF LANDI OG ÞJÓÐ Nancy Marie Brown Ljósmynd/British Museum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.