Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 ✝ Henrik PéturBiering fædd- ist í Reykjavík 16. desember 1922. Hann lést 23. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Henrik C.J. Biering, f. 1891, d. 1976, og Olga Ast- rid Biering, f. Han- sen, f. 1895, d. 1983. Henrik var annar í röð fjögurra systkina, þeirra Lauru Louise, f. 1919, d. 2014, Gunnars Hannesar, f. 1927, d. 2007, og Agnars, f. lauk ekki námi. Henrik sigldi til New York áramótin 1943-44, þar sem hann fór í ensku- og bókhaldsnám. Fyrstu misserin af Ameríkudvöl sinni var Hen- rik undir verndarvæng Stefáns Wathne. Eftir að skóla lauk, réð hann sig til starfa hjá Friðriki Bertelsen, sem þá var um- svifamikill heildsali í New York. Þar vann hann til ársins 1947. Eftir heimkomu vann hann síð- an sem bókari, m.a. hjá Nið- ursuðuverksmiðjunni Ora og síðan hjá Flugmálastjórn. Þá gerðist hann verslunarstjóri í verslun föður sins, H. Biering, á Laugavegi 6. Síðar eignaðist hann verslunina og rak í 35 ár. Þá tók við hlutastarf hjá Húsa- smiðjunni í nokkur ár. Útför Henriks verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 2. september 2015, kl. 13. 1928, d. 1995. Henrik kvæntist Ingunni Biering, f. Jensen, f. 1926, d. 1992. Dóttir þeirra er Þóra Biering f. 1949. Hún er gift Jóni Snorrasyni. Þau eiga synina Svein Biering, f. 1982, og Henrik Bi- ering, f. 1989, Jóns- syni. Látinn er son- ur þeirra Pétur Biering Jónsson, f. 1981, d. 2007. Henrik stundaði nám í Versl- unarskóla Íslands í tvö ár, en Í dag verður til moldar borinn vinur minn, Henrik Biering, sem andaðist 23. ágúst sl. Mig langar til þess að minnast þessa vinar míns með nokkrum orðum. Ég ætla ekki að rekja ætt eða starfsferil Henriks. Hér verða aðeins skráð stutt kveðjuorð frá gömlum vini og æskufélaga. Við Henrik fæddumst báðir 1922 í Reykjavík. Við vissum því hvor af öðrum strax í æsku, en vináttan hófst með því að við fór- um að synda alla virka daga kl. 6:30 í Sundhöll Reykjavíkur. Þar myndaðist stór hópur sem varð Sundhallarflokkurinn. Flestir urðum við 35. Við Henrik vorum í þessum flokki og við tókum þátt í öllum samkomum, svo sem ferða- lögum, kvöldmáltíðum og að ógleymdum heimsóknum í sum- arbústaði flokksfélaga. Við Hen- rik eigum margs að minnast frá dögum Sundhallarflokksins og komum við átta félagar enn sam- an í kaffi á laugardagsmorgnum. Fyrir nokkrum árum gekk ég í Kaffiklúbbinn í Café París. Þar koma saman á virkum dögum allt að sjö karlar og ræða lands- og heimsmálin um leið og þeir fá sér kaffi eða te. Tvímælalaust var Henrik að- almaðurinn í þessum klúbbi. Hann kom alla daga kl. 3 stund- víslega. Með Henrik átti ég þar margar gleðistundir. Ég ræddi við hann um knattspyrnu og handbolta en hann ræddi um golf. Við höfum báðir gaman af jazz- músík og biljarði. Ég fékk kennslu í matargerð en Henrik var frábær kokkur. Ég lærði margt af Henrik. Hann var snyrtimenni, alltaf vel klæddur og fyrirmannlegur. Hann var gamansamur og fyndinn. Hann var stundvís og ábyggilegur. Maður gat treyst honum. Henrik var sparsamur. Hann var ekki nískur heldur var það í hans eðl- isfari að fara vel með. Nú að leiðarlokum kveð ég vin minn Henrik Biering og með þessum fátæklegu kveðjuorðum langar mig til þess að þakka fyrir allar liðnar ánægjulegar sam- verustundir. Það er ómetanlegt að hafa eignast og átt vináttu slíks manns. Söknuður minn er sár en víst er að söknuður fjölskyldu hans er enn meiri. Kæra Þóra, Jón og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Blessuð sé minning Henriks Biering. Benedikt Antonsson. Henrik Pétur Biering Elsku besti tengdafaðir, ég náði að hvísla því að þér rétt áður en þú fórst í ferðina miklu og hef ég fulla trú á því að þú hafir heyrt til mín, það er alla- vega mín von. Þú varst svo einstakur og margt í senn, glæsilegur í fasi, vel klæddur, umhyggjusamur um alla þína nánustu og það var þér allt að fylgjast með afkom- endum þínum sem voru svo margir, alltaf að rifja upp stóra hópinn þinn. Það staðfestir myndin af stóru fjölskyldunni okkar á 90 ára afmælisdeginum þínum, sem þú hélst með mikilli reisn og hef- ur þar meira að segja fjölgað síðan. Æðruleysi og þakklæti fyrir allt sem þú hafðir og fékkst að njóta var með eindæmum falleg tilfinning. Það þurfti ekki mikið til þess að gleðja þig. Þú ávarp- Páll Þorsteinsson ✝ Páll Þor-steinsson fædd- ist 2. nóvember 1921. Hann lést 19. ágúst 2015. Útför Páls fór fram 28. ágúst 2015. aðir fólkið þitt og baðaðir út höndun- um með brosi sem náði yfir allt andlit- ið þegar það mætti til þín á Eir og allir voru umvafðir faðmlagi og kossi. Við áttum það sameiginlegt að vera Austfirðingar og vorum stolt af því. Mér var það mikið í mun að við hjónin færum með þér austur á land eftir að Jóhanna þín dó og urðu ferð- irnar tvær, sú seinni með Ás- laugu þinni. Við fórum að sjálfsögðu keyr- andi suðurleiðina og nutum við hvers augnabliks. Gæðastundirnar urðu margar sem gott verður að minnast, bíl- túrar út fyrir Reykjavík, sum- arbústaðaferðir, Flórídaferð, öll jólaboðin, fá þig í heimsókn, einnig voru þið Jóhanna mjög dugleg að koma í heimsókn í hennar lífi og nutu börnin okkar þar góðs af. Sumarbústaðaferðir í Biskupstungum þar sem þið Jóhanna keyptuð þrjú lítil hús fyrir alla fjölskylduna. Þar var ykkur hjónum vel lýst, var ómet- anlegt til að treysta fjölskyldu- böndin og áttum við þar öll Páls- fjölskyldan frábærar stundir. Ég mun sérstaklega minnast síðasta bíltúrsins okkar hjóna með þér hér í bæ, nú fyrir stuttu, þar sem við þræddum fram hjá hinum ýmsu stöðum sem komu mikið við sögu í lífi þínu, þar með talið að fara í Fossvogskirkjugarðinn og koma við hjá gröf föður og móður, afa og ömmu, og einnig tengdafor- eldra þinna. Þú varst ótrúlega klár í kollinum þennan dag og þekktir allar götur. Enduðum svo á vöfflum hér heima, þvílík gleði og þakklæti sem þú sýndir okkur eftir þennan yndislega dag með þér, það var svo sann- arlega gagnkvæmt, svona stund- ir munu ylja okkur. Elsku besti tengdafaðir, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og mína í þessu lífi. Ég veit þú heldur áfram að gera góðverk í draumalandinu fagra og þar munt þú hitta draumadís- ina þína, frú Jóhönnu, ásamt ást- kærum syni og fjölda fólks. Fal- legu minningarnar um þig munu lifa sem ljós í hjörtum vorum. Það gleður mig að þú ert laus við allar þjáningar sem þú áttir í lokin, þú varst fullur tilhlökk- unar við brottför þína héðan, það var ég búin að finna hjá þér áður en svolítið óöryggi fylgdi því samt, sem koma skyldi, og þá var gott fyrir okkur fólkið þitt að geta hughreyst þig og halda í hendur þínar og strjúka vanga þinn í lok lífs þíns, hér á jörð. Berðu öllu fólkinu okkar þarna hinu megin, kveðju mína, sjáumst seinna. Þín tengdadóttir, Kristín Árnadóttir. Elsku besti afi minn. Endalausar yndislegar minn- ingar sem ég er svo lánsöm að eiga. Heppin var ég að njóta mikilla samvista við ykkur ömmu á Hrefnugötunni. Svo flott og falleg hjón. Alltaf gott að vera hjá ykkur. Bíltúrar á sunnudögum þar sem ég spurði afa alltaf hvort hann væri með veskið og vonaðist eftir ís. Afi brást ekki. Allar samverustundir góðar. Afi alltaf áhugasamur, stoltur af öllum afkomendum, bendir á ljósmynd af stóra hópnum og kallar listaverkið sitt. Hlýrri mann vart hægt að finna. Andinn enn ungur og allar hreyfingar kvikar, blikið í aug- unum ísbláu, ómetanlegt að fá að njóta þín svona lengi. Og sannarlega naut ég allra stund- anna og mun virkilega sakna þín. Nú sé ég um ljóðlesturinn fyr- ir okkur bæði. Ingibjörg Lífið er eilíft. Samt snertir það mann svo tilfinn- ingalega þegar ein- hver sem er manni náinn fer úr þessu birtingarformi (líkami) sem við þekkjum í þessu takmarkaða rými á okkar jörð og ferðast yfir í það sem við munum svo lítið eftir þegar við erum hér. Trausti, þú sagðir eitt sinn þegar þú varst að skoða óendanlega feg- urð himingeimsins: „Ég er svo stoltur yfir því að vera partur af þessari fegurð, því ég er alheimur- inn og alheimurinn er ég, við erum úr sama efninu“. Það væri svo stór- Trausti Rúnar Traustason ✝ Trausti RúnarTraustason fæddist 23. desem- ber 1960. Hann lést 11. ágúst 2015. Út- för hans fór fram 27. ágúst 2015. fenglegt ef allir sæju alheiminn og um- hverfi okkar svona. Þú horfðir á lífið og umhverfið á þinn ein- staka hátt. Stundum var ég ógeðslega pirruð út í þig og skellti síman- um á þig, því ég átti líka til að vera þver- haus eins og þú. Þér leið alltaf illa með það og varst ekki sáttur fyrr en við sættumst. Þó svo að við ættum ekki samleið lengur þá þótti okkur alltaf vænt hvoru um annað og við gátum stundum spjallað í símann um heima og geima, þegar vel lá á okk- ur. Það var stundum svo gaman að spjalla við þig, mér fannst ég vera að tala við einhvern sem skildi það sem ég var að segja. Sá tími sem við áttum saman var ekki alltaf eintómt rúsínubrauð en ég er nú bara þannig gerð að ég vil muna góða tíma og ylja mér við góðar minningar. Ferðalögin okkar á Caravell- unni með sex börn í tjaldi í tvær vikur, það er náttúrulega bara fyr- ir skrítið fólk eins og okkur. Eitt sinn fórum við hringinn og þá var ferðaþjónustan víðsvegar um landið að bjóða frítt fyrir börn undir 6 ára og hálfvirði fyrir börn 6-12 ára, við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar og gistum sums staðar inni og borðuðum á hótelum þar sem við vorum með tvö undir 12 ára og fjögur undir 6 ára, allir fengu að panta þann fínasta mat sem þau vildu. Enda var þetta tek- ið af árið eftir. Trausti, þú varst snillingur á mörgum sviðum og það var oft sem ég leitaði til þín með margt. Ég vil þakka þér fyrir börnin mín, við eigum yndisleg börn, Inga Hrafn og Lóu Rut, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst Völu Rut og hvað þú varst tilbúinn að gefa af tíma þínum þegar hún var veik, vaktir yfir henni allar nætur á spítalanum og fórst þaðan í vinn- una, komst svo aftur að kvöldi og leystir mig af. Ég vil þakka þér fyrir fyrstu gönguskóna mína og að hafa komið mér í fjallgöngur, ég skal ganga á eitt eða tvö fjöll fyrir þína minn- ingu. Ég vil þakka þér hversu mikið þú kenndi Lóunni okkar um lífið, bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og hvað þú varst mikill klettur í henn- ar lífi, hún er ekki eins og margir á hennar aldri sem hugsa mikið um djamm og útlit. Hún heillast frekar af fallegum stjörnubjörtum himni og þessari djúpu fegurð norður- ljósanna. Þegar vetur gengur í garð, fella tré og aðrar plöntur lauf sín tímabundið. Þess- ar sömu plöntur og tré skarta nýjum grænum sprotum þegar vorar á ný. Dauði manneskjunnar er líka þannig, við búum yfir lífsorku sem leiðir okkur til nýs lífs, og strax að nýjum verkefnum án sársauka. (Ikeda) Trausti, gangi þér vel á ferð þinni um alheiminn, gættu Krummans og Lóunnar og mundu að eftir vetur kemur alltaf vor. Sjöfn Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VALDIMAR JÓNSSON, Stórholti 9, Akureyri, lést þann 15. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 4. september kl. 13.30. . Kolbrún Árnadóttir, Ragnheiður Þ. Valdimarsd., Elsa Valdimarsdóttir, Hreinn Gunnlaugsson, Árni Valdimarsson, Björg Eiríksdóttir, Jón K. Valdimarsson, Elísabet Sigurðardóttir, börn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN S. MARTEINSDÓTTIR, frá Neskaupstað, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 31. ágúst. Útför fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 7. september kl. 14. . Marteinn M. Jóhannsson, Sigrún S. Jóhannsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigurður Karl Jóhannsson, Birna Rósa Gestsdóttir, Magnús Jóhannsson, Jónína Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, amma og sambýliskona, JÓNÍNA HELGA JÓNSDÓTTIR, Strikinu 4, Garðabæ, lést á heimili sínu föstudaginn 28. ágúst. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju 8. september kl. 11. . Jón Þór Ólafsson, Þórey Ólafsdóttir, Örvar Ólafsson, Anita Ólafsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson, tengdabörn og barnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBERGUR HÁVARÐSSON, (Bebbi), útvarpsvirki frá Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum 30. ágúst. Útförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 8. september kl. 15. . Anna Ragnarsdóttir, Eyþór Sigurbergsson, Turid Lismoen, Ómar Sigurbergsson, Sif Gunnarsdóttir, Ívar Sigurbergsson, Auður Ögmundsdóttir, Edda Sigurbergsdóttir, Ester Sigurbergsdóttir, Anton Guðmundsson, barna- og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR, Skólastíg 8, Bolungarvík, lést 26. ágúst á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 5. september kl. 14. . Þorsteinn Arnar Einarsson, Hildur Magnúsdóttir, Guðfinnur Björn Einarsson, Heidi Bente Hansen, Gísli Friðrik Einarsson, Lára Kristín Gísladóttir, börn og barnabörn. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.