Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Síðasta ár hefur verið lærdómsríkt. Það var í septemberbyrjun ífyrra sem ég tók við embætti lögreglustjóra hér á Suðurnesj-unum; starfi sem er ólíkt öllu öðru sem ég hef áður kynnst. Þung- inn er alþjóðaflugvöllurinn, þar sem farþegum hér fjölgar stöðugt. Slíkt kallar á vinnu svo sem vegna fólks sem yfirvöld þurfa að kanna betur,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sem er 62ja ára í dag. Þótt starfið sé annasamt segist Ólafur Helgi alltaf gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum, svo sem að sækja áhugaverða tónleika er- lendis. Þannig hafi Glastonbury tónleikarnir í Englandi í sumar verið skemmtilegir – og tillegg stirnisins Burt Bacharach, sem nú nálgast ní- rætt, áhugavert. Þá detti tónleikar með Rolling Stones inn alltaf mjög reglulega og þá segist viðmælandi okkar reyna að komast á, eins og tök leyfa hverju sinni. Ólafur Helgi er uppalinn austur við Sog og ólst þar upp, en hefur á embættisferli sínum starfað á Ísafirði, Selfossi og nú í Keflavík. „Það verða engin sérstök tilþrif á dagskránni, þrátt fyrir afmælið. Þessi dag- ur verður öðrum líkur,“ segir Ólafur Helgi sem kveðst jafnan fara snemma á stjá. Byrjar daginn jafnan á sundlauginni í rauðabítið og er kominn til starfa á skrifstofunni um klukkan hálf átta. „Morgunninn er drjúgur; lítið áreiti og hugurinn bæði frjór og skýr,“ segir Ólafur sem er kvæntur Þórdísi Jónsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Morgunblaðið/Júlíus Yfirvaldið „Síðasta árið lærdómsríkt,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson. Hugurinn er frjór og skýr á morgnana Ólafur Helgi Kjartansson er 62ja ára í dag H ögni S. Kristjánsson er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði. „Það eru forrétt- indi að fæðast og alast upp á stað eins og Höfn í Hornafirði. Eins og gjarnan á slíkum stöðum hurfu börnin eftir fyrsta matmál og síðan spurðist ekki til þeirra fyrr en sulturinn svarf að. Þetta var verndað umhverfi hins litla sjávarpláss, veiði- mannasamfélagið. Þess vegna skil ég t.d. ekki fiskveiðar þar sem bráð er sleppt. Á unglingsárum kom það gjarnan upp að það þurfti að „bjarga verð- mætum“. Þegar sú staða kom upp var einfaldlega elsta bekk grunn- skólans lokað og allir héldu í tunnu- skipið, frystihúsið eða síldarvinnsl- una til að bjarga þessum verð- mætum. Það kölluðust „uppgrip“. Þetta eru þau ár sem óneitanlega móta viðhorf manns. Það þarf ekki að útskýra að lífið sé saltfiskur. Á sama tíma var ungdómurinn rekinn til þroska með því að fara að vinna fullan vinnudag yfir sumar- tímann frá fermingu. Það þýddi fisk- vinnslu flest sumur frá morgni til kvölds. Ekkert var spurt um vinnu- tíma; að bjarga verðmætum réði för.“ Menntavegurinn „Upp úr þessu var ákveðið að ganga menntaveginn. Framhalds- skóli á Akranesi var valinn, en Horn- firðingar áttu ekkert val um annað en að flytja að heiman ef ganga átti menntaveginn. Mitt val varð Akra- nes því þar átti ég og á enn ættingja í föðurlegg sem tóku mér opnum örm- um og gekk hún Erna mágkona föð- ur míns mér hreinlega í móður stað. Þessi tími var auðvitað frábær eins og menntaskólaárin eiga að vera. Síðan var ákveðið að takast á við lögfræðina en þá tók alvaran við. Á þessu tímabili stóð ekki bara námið upp úr heldur ekki síður fæðing dótt- urinnar, Steinlaugar, sem kemur í heiminn í lok árs 1989. Þá var fæð- ingarorlof fyrir mæður. Gripið var til þess ráðs að skrifa ritgerðina til embættisprófs yfir sumarið 1990 með stuðningi LÍN, sem reyndist á endanum verða hið besta fæðingar- orlof um leið og ritgerðin var kláruð undir mjög styrkri handleiðslu frá- bærs leiðbeinanda, Markúsar Sigur- björnssonar.“ Starfsferillinn „Við lok náms í desember 1990 kom að því að finna sér starf. Þá voru menn ekki uppteknir af því að aug- lýsa laus störf. Á þriðja stað hjá Ás- geiri Péturssyni, bæjarfógeta í Kópavogi, fékkst starf. Eins og venja stóð til byrjaði ég við þinglýsingar. Svo þróast stundum mál með óvænt- um hætti. Það að leggja niður sýslu- mannsembætti er ekkert nýtt. Það var reynt haustið 1993. Þá var ekk- Högni S. Kristjánsson, sendiherra og skrifstofustjóri – 50 ára Hjónin og elsta barnabarnið Högni og Ásgerður ásamt Guðmundi Sævari Sigurðssyni. Afmælisdagur á Spáni Eydís Katla Þorbjörnsdóttir, Lovísa Ósk Sveinsdóttir, Ásbjörn Ari Þorbjörnsson og Dagmar Eva Þorbjörnsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 3.540 krónum fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.