Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vel hefur viðrað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu til að viðra heimilishunda og sjálfan sig í leiðinni. Konan á myndinni rölti við Ægisíðuna er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Hún var vel útbúin og með allt sem þarf til að hreinsa upp eftir hundinn. Enn var smá dögg á grasinu og því betra að vera í stígvélum. Veðurstofan spáir vætusamara veðri næstu daga á höfuðborgarsvæðinu en verið hefur. Morgunblaðið/Eggert Vel viðrar til að viðra heimilishundinn Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Fundi í kjaradeilu ríkisins við SFR og stéttarfélög sjúkraliða og lög- reglumanna var slitið án árangurs í gær. Samninganefnd ríkisins bar þar fram gagntilboð við kröfu félag- anna um sambærilegar launahækk- anir við þær sem Bandalagi háskóla- manna og hjúkrunarfræðingum voru dæmdar í gerðardómi. Sjúkraliða lengir eftir samningi Tilboð ríkisins þótti ekki breyta í meginatriðum frá því sem ríkið lagði fram í júní. Það væri óviðunandi fyr- ir félagsmenn og einsýnt að þeir myndu fella alla samninga í at- kvæðagreiðslu sem fælu í sér lægri hækkanir en dæmdar voru BHM og hjúkrunarfræðingum. Næst verður fundað í deilunni í næstu viku. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, seg- ir ríkið á hlaupum frá niðurstöðu gerðardóms. „Samninganefnd ríkis- ins hefur ekkert fært sig nær kröfum okkar síðan í sumar. Þá var væntan- legt að deila BHM og hjúkrunar- fræðinga færi í gerðardóm og þá vildu þeir bíða og sjá. Þeir bjuggust við að gerðardómur gæfi lítið og þá hefðu þeir eitthvað í höndunum sem þeir gætu boðið okkur. Þegar gerðardómur fer fram úr vænting- um þeirra vilja þeir hins vegar ekki á það hlusta.“ Kristín segir þolinmæði sjúkraliða vera á þrotum. „Marga sjúkraliða lengir eftir samningi, sem hefur dregist á langinn að gera, en samn- ingar hafa verið lausir síðan í apríl. Margir hafa komið að máli við félag- ið og krafist þess að farið verði í að- gerðir. Við höfum viljað ná samning- um án þess að þurfa að fara í hart en ég veit ekki hvaða dans ríkið er að bjóða upp í núna. Ef þörf er á að- gerðum til þess að knýja fram samn- inga verður það skoðað.“ Kristín segist ekki vilja sjá kjara- mál félagsmanna sinna fara fyrir gerðardóm. Það sé ekki eftirsóknar- vert að samningsrétturinn sé tekinn af heilum stéttum. Um 10-12% ber á milli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir félögin miða við launa- hækkanir upp á um 28-30% á fjórum árum til samræmis við niðurstöðu gerðardóms í málum BHM og hjúkr- unarfræðinga. Gróflega áætlað sé tilboð ríkisins um 10-12% lægra en krafist sé. Árni segir ríkinu ekki stætt á því að miða við samninga á almennum vinnumarkaði. „Þeir halda því fram með þessu tilboði að þetta sé launa- stefna ríkisins, að fylgja almennum markaði eftir. Við svörum því til að þeir hafi ekki samið við nokkurn mann út frá þessari stefnu. Þeir hafi hins vegar samið við lækna og fram- haldsskólakennara og gerðardómur fallið í öðrum málum og þær niður- stöður eru alls ekki í takt við þessa launastefnu sem þeir birta okkur.“ Bætur fyrir vaktavinnu Eitt áhersluatriði félaganna í samningaviðræðunum er lagfæring á kjörum vaktavinnufólks sem býr ekki við reglubundin vaktavinnu- kerfi heldur gengur inn í mislangar vaktir, að sögn Árna. „Þetta eru ekki fyrstu samningarnir þar sem þetta er rætt í sambandi við rammann ut- an um vaktavinnu en það hefur gengið mjög illa hingað til.“ Sjúkraliðar íhuga aðgerðir  Sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR krefjast sömu launahækkunar og hjúkrunarfræðingar og BHM  Fullviss um að félagsmenn felli í atkvæðagreiðslu kjarasamninga um minni launahækkanir Kristín Á. Guðmundsdóttir Árni Stefán Jónsson Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Uppsagnir 17 geislafræðinga komu til framkvæmda á Landspítalanum í gær, en 77 geislafræðingar störfuðu áður á spítalanum. Aðeins einn geislafræðingur af þeim 18 sem sögðu upp dró uppsögn sína til baka, en tveir nýir geislafræð- ingar hafa verið ráðnir inn á spítalann. Það þýðir að enn vantar 15 geislafræðinga til starfa á spítalanum, en þó er ekki um 15 stöðugildi að ræða. Starfsemi spítalans verður áfram í hægagangi. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir starfsemi röntgendeildar vissulega vera í hæga- gangi en stjórnendur sviðsins ætluðu að funda með geislafræðingum í gær og ræða hvernig brugðist yrði við upp- sögnum með því að endurskipuleggja starfsemina þannig að áhrif uppsagn- anna yrðu sem minnst. „Síðan verða aftur auglýst störf geislafræðinga sem sögðu upp, og við hvetjum þá geislafræðinga sem sögðu upp, og aðra, til að sækja um,“ segir Páll. „Fyrst þurfum við að meta hvað við getum gert með breyttu skipulagi og hversu marga við fáum til baka þegar við auglýsum upp á nýtt.“ Hann segir inni í myndinni að reyna að fá fólk frá útlöndum í störfin. „Það er hægt en við kjósum frekar að hafa okkar eigið fólk. Hins vegar verð- um við auðvitað að bera virðingu fyrir uppsögnunum,“ sagði Páll í samtali við mbl.is í gær. Ekki náðist í forsvarsmenn spítalans eftir fundinn í gær. Uppsögn eins geislafræðings á spítalanum dregin til baka  Stjórnendur röntgendeildar funduðu með geislafræðingum Morgunblaðið/Golli Hægagangur Starfsemi röntgendeildar gengur nú hægt fyrir sig að sögn Páls. Fylgi Samfylkingarinnar er 9% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gall- up og hefur ekki verið minna í 17 ár, eða frá því í maí 1998, ári fyrir fyrstu þingkosningarnar sem flokk- urinn bauð fram í. RÚV greindi frá þessu í gær. Sjálfstæðis- flokkurinn er með 21,6% fylgi og hefur stuðningur við flokkinn ekki verið minni síðan í nóvember 2008. Píratar njóta sem fyrr mests stuðnings, eða með 36% í könnun Gallup. Fram- sókn er með 11%, VG 12% og Björt framtíð 4,4%. Samfylkingin ekki mælst neðar í 17 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.