Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Maður er auðvitað ýmsu vanur í bransanum, en vissulega fylgir því pínu pressa að vera fyrstur,“ segir söngvarinn Valdimar Guðmundsson, sem ásamt gítarleikaranum Erni Eldjárn ríður á vaðið á fyrstu tón- leikum í nýrri tónleikaröð, er nefnist Blikktromman, sem hefur göngu sína í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20. „Mér finnst frábært að verið sé að virkja Hörpu og Kaldalónssalinn fyrir svona músík. Blikktromman verður góð viðbót við tónlistarflór- una í Hörpu. Ég er mjög spenntur að kíkja á hina sem koma á eftir okk- ur,“ segir Valdimar og vísar þar til tónlistarfólksins Úlfs Eldjárn, Sól- eyjar og Sin Fang, sem öll koma fram fyrir áramót, en Blikktromman verður slegin fyrsta miðvikdags- kvöld hvers mánaðar í allan vetur. Spurður nánar um efnisskrá kvöldsins svarar Valdimar: „Við munum fara um víðan völl á pró- gramminu. Aðallega munum við flytja koverlög eftir aðra, en svo verða nokkur lög eftir mig og hljóm- sveitina sem ég er í,“ segir Valdi- mar, sem best er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Valdi- mar en sveitina stofnaði hann með vini sínum, Ásgeiri Aðalsteinssyni, árið 2008. Draumkenndur hljóðheimur „Við munum meðal annars flytja lög eftir Bob Dylan, Beck, Bítlana, Radiohead, Tom Waits, Leonard Co- hen og Megas,“ segir Valdimar og tekur fram að þeir Örn muni setja sinn blæ á flutninginn. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að flytja þessi lög sem maður elskar svo mik- ið og gera þau að sínum,“ segir Valdimar og hrósar Erni í hástert. „Það er frábært að hafa Örn með sér í þessu, því hann býr til skemmti- legan hljóðheim með effektum og brögðum. Það má segja að þetta sé mjög „spacy“ hljóðheimur þar sem Örn notar mikið reverb- og delay- effekta sem búa til draumkenndan hljóðheim, sem er mjög fallegur.“ Að sögn Valdimars kynntust þeir Örn í Listaháskóla Íslands árið 2007, þaðan sem Örn lauk námi í kvik- myndatónsmíðum árið 2010 undir handleiðslu Hilmars Arnar Hilm- arssonar tónskálds. Örn hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem gít- arleikari og lagasmiður með hljóm- sveitum á borð við t.d. Hljómsveitina Ég, Ylju, Brother Grass, Tilbury, Borko, Snorra Helgason og Múm. „Við urðum góðir vinir og höfum spilað mikið saman,“ segir Valdimar, en þeir voru m.a. saman í hljóm- sveitinni Eldar. „Hugmyndin að pró- grammi kvöldsins og þessum hljóð- heimi sem Örn skapar varð til þegar Mugison talaði við okkur fyrir síð- asta Aldrei fór ég suður, í vor sem leið. Öll lögin sem við tókum á Aldrei fór ég suður verða á prógramminu í Hörpu auk þess sem við bætum við helmingi fleiri lögum og höldum þannig áfram með þessa hugmynd. Valdimar og Örn ríða á vaðið í nýrri tónleikaröð  Blikktromman verður slegin fyrsta miðvikudag hvers mánaðar Morgunblaðið/Styrmir Kári Stemning Örn Eldjárn og Valdimar Guðmundsson flytja lög eftir meistara á borð við Bob Dylan og Tom Waits í Kaldalóni Hörpu í kvöld. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningardagskrá fyrir næsta árið hjá Listasafninu á Akureyri býður upp á margt kræsilegt fyrir myndlistarunn- endur, m.a. nýja hátíð, A! Gjörn- ingahátíð, sem hefst á morgun og stendur til 6. september. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir hátíðina mjög spenn- andi og að hún verði haldin árlega. A! Gjörningahátíð er haldin í samvinnu við leiklistarhátíðina Lókal, Reykja- vík Dance Festival, Leikfélag Ak- ureyrar, Menningarfélag Akureyrar o.fl. „Síðan er það stór einkasýning veflistakonunnar Ragnheiðar Þórs- dóttur sem var bæjarlistamaður Ak- ureyrar í fyrra. Hún verður með stóra sýningu í Ketilhúsinu sem er núna orðið hluti af listasafninu,“ segir Hlynur. Verk eftir grafíklistamenn frá öllum Norðurlöndunum Þríæringur verður haldinn í safn- inu í haust, norrænn grafíkþríær- ingur. Á honum sýna grafíklistamenn frá öllum Norðurlöndunum verk sín. „Það verður stór sýning og meiningin að í framtíðinni verði þetta sýning sem geti ferðast á milli Norður- landanna. Líklega verður þessi fyrsta sýning bara sett upp hér en þegar eru komnar óskir um að sýningarnar ferðist milli Norðurlandanna og við munum vinna að því. Eftir þrjú ár verður þessi grafíkþríæringur aftur og byrjar þá kannski hér en fer síðan til Danmerkur og Svíþjóðar og kannski Grænlands,“ segir Hlynur. Undir lok árs verður opnuð í Ket- ilhúsinu sýning Hugsteypunnar. Hugsteypan er samstarfsverkefni myndlistarkvennanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jó- hannesdóttur sem útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands árið 2007. „Þær verða með rosalega innsetningu í Ketilhúsinu og það verður líka gaman að sjá hvað þær gera,“ segir Hlynur. Sköpun bernskunnar Árið 2016 hefst með sýningu ungra og ferskra myndlistarmanna í Ket- ilhúsinu, að sögn Hlyns og í kjölfar hennar verður sett upp sýningin Sköpun bernskunnar. „Þar blöndum við saman verkum starfandi myndlistarmanna og barna,“ segir Hlynur um þá sýningu. Þá verði sumarsýning næsta árs einnig mjög spennandi en Hlynur segir ekki tímabært að svipta hulunni af henni. Frekari upplýsingar um safnið má finna á listak.is. Spennandi ár framundan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Safnstjóri Hlynur Hallsson tók við starfi safnstjóra Listasafnsins á Akur- eyri í fyrra. Margrar forvitnilegar sýningar verða í safninu næsta árið.  Norrænn grafíkþríæringur og ný gjörningahátíð meðal þess sem er á dagskrá Listasafnsins á Akureyri næsta árið Nicholas Hoult mun fara með hlutverk JD Salinger í nýrri kvikmynd sem fjallar um ævi skáldsins. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter verða árin í aðdraganda bókarinnar Catcher in the Rye í brennidepli. Myndin sem hlotið hefur vinnutitilinn Rebel in the Rye verður byggð á ævisögu Kenneths Slawenski um skáldið þar sem einblínt var á mótunarár Salinger og árin fram til 1951 þegar frægasta skáldsaga hans kom út. Handritshöfundur er Danny Strong, sem unnið hefur að Empire sjónvarpsþáttunum vinsælu, en hann mun einnig leikstýra myndinni. Ný mynd um ævi Salinger í bígerð Mótun Nicholas Hoult leikur JD Salinger í væntanlegri mynd. Bandaríska streymisveitan Netflix hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við dreififyrirtækið Epix sem þýðir að þúsundir kvikmynda verða fjarlægðar úr veitunni í Bandaríkjunum. Má þar nefna vin- sælar kvikmyndir á borð við þær í Hunger Games syrpunni, að því er fram kemur á vef breska rík- isútvarpsins, BBC. Yfir 60 milljónir manna eru í áskrift hjá Netflix um heim allan. Veitan mun framvegis einbeita sér að efni sem hún ein getur veitt. Keppinautur Netflix, streym- isveitan Hulu, mun taka við þeim myndum sem Epix dreifir. Hulu mun því geta boðið notendum sín- um upp á nýlegar og vinsælar kvik- myndir sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum. Samningur Net- flix og Epix rennur út í lok þessa mánaðar og í tilkynningu frá Net- flix segir að notendur geti nálgast þær myndir sem Epix dreifir víða, m.a. í VOD-leigum. Netflix muni á móti bjóða upp á nýtt efni með stjörnum á borð við Ricky Gervais og Idris Elba, efni sem verður ekki hægt að nálgast annars staðar. Þúsundir mynda fjarlægðar af Netflix Hungurleikar Fjarlægðir af Netflix. Bandaríska tónlistarkonan Miley Cyrus átti óvæntustu uppákomu tónlistarmyndbandaverðlauna- hátíðar MTV, VMA, sem fram fór liðna helgi, að mati dagblaðsins Guardian. Cyrus var kynnir hátíð- arinnar og greindi frá því undir lok hennar að hún væri búin að senda frá sér nýja plötu sem hægt væri að nálgast strax og það ókeypis. Plat- an heitir Miley Cyrus & Her Dead Petz og vann Cyrus hana með for- sprakka Flaming Lips, Wayne Coyne. Meðal þeirra sem leggja henni lið á plötunni eru Ariel Pink og Big Sean. Cy- rus segir í sam- tali við dagblaðið New York Times að hún sé ást- fangin af Coyne og hann af henni en tekur fram að samband þeirra sé platónskt. Framleiðsla plöt- unnar kostaði aðeins um 50 þúsund dollara, sem er heldur lítið miðað við þær tvær milljónir sem plata hennar Bangerz mun hafa kostað. Cyrus gefur nýja plötu á netinu Miley Cyrus Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 4/9 kl. 19:30 Sun 13/9 kl. 19:00 Fös 25/9 kl. 19:00 Lau 5/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Sun 27/9 kl. 19:00 Sun 6/9 kl. 19:00 Sun 20/9 kl. 19:00 Lau 12/9 kl. 19:00 Fim 24/9 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 20/9 kl. 13:00 Sun 4/10 kl. 13:00 Sun 11/10 kl. 13:00 Sun 27/9 kl. 13:00 Lau 10/10 kl. 13:00 Haustsýningar komnar í sölu Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fim 10/9 kl. 20:00 aukas. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00 Fös 11/9 kl. 20:00 aukas. Mið 23/9 kl. 20:00 Aukasýningar í september Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Sun 6/9 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessi sýning Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.