Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það myndi muna mikið um það fyrir hælisleitendur sem fá dvalarleyfi á Íslandi ef stuðningsfjölskyldur og velunnarar útveguðu þeim húsnæði. Áshildur Linnet, verkefnisstjóri málefna hælisleitenda og flótta- manna hjá Rauða krossinum á Ís- landi, segir ástæðuna þá að þannig geti hælisleitendur komist úr bráða- birgðahúsnæði og hafið nýtt líf. Til tíðinda dró í þessum mála- flokki í gær þegar ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum, að tillögu for- sætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flótta- fólks og innflytjenda. Boðað er að nefndin vinni hratt og geri tillögur innan tíðar. Frá því að Rauði krossinn tók við talsmannaþjónustu fyrir hælisleit- endur 25. ágúst í fyrra hafa 234 sótt um hæli hér á landi. Hælisumsóknir hafa að sögn Áshildar aldrei verið jafn margar og í nýliðnum ágúst- mánuði þegar 44 sóttu hér um hæli. Hælisleitendur koma frá 40 þjóð- löndum og eru langflestir umsækj- endur í ár frá Albaníu, eða 63. Áshildur segir fyrirkomulagið nú þannig að Útlendingastofnun og sveitarfélög útvegi hælisleitendum húsnæði á meðan umsókn þeirra um hæli sé tekin til meðferðar. Sé um- sóknin samþykkt taki við nýr kafli þar sem hælisleitendur þurfi sjálfir að útvega sér húsnæði. Vilja sameinast fjölskyldum „Nú eru margir hælisleitendur að koma út úr kerfinu og fá vernd sem flóttamenn. Eftir að þeir fá hæli fara þeir inn í sama félagslega kerfi og við hin. Þeir þurfa að útvega sér hús- næði sjálfir. Þannig að við [hjá Rauða krossinum] erum sannarlega að horfa til þess að margir Íslend- ingar hafa á síðustu dögum boðið fram húsnæði. Ég var til dæmis með tvo Sýrlendinga hjá mér í morgun sem eru að hefja sameiningarferli með fjölskyldum. Þeir þurfa báðir að útvega sér húsnæði áður en þeir geta hafið það ferli. Það er margt fólk á Íslandi sem er búið að fá vernd [sem flóttamenn] en er fast í hæl- iskerfinu, kemst ekki þaðan út. Það kemst ekki í sjálfstæða búsetu og getur ekki byrjað nýtt líf sitt. Það býr jafnvel aðeins í einu herbergi.“ Ferlið sem tekur við þegar hælis- leitandi kemur til landsins er útskýrt á myndrænan hátt hér fyrir ofan. Áshildur segir mun á flóttamönn- um og hælisleitendum. „Kvótaflóttamönnum er boðið sér- staklega hingað til lands. Hælisleit- endur koma hins vegar sjálfir hingað og fer mat á því hvort þeir hljóta hér vernd eða ekki eftir ákvæðum Flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og samsvarandi ákvæðum í íslenskri útlendingalöggjöf. Þegar hópum er boðið hingað fer valið ávallt fram í samvinnu og samráði við Flóttamannastofnun SÞ. Flótta- mannastofnunin leggur til að ákveðnir hópar verði teknir og met- ur svo þann fjölda sem stjórnvöld hér ákveða að taka á móti og þær umsóknir sem eru skráðar hjá þeim. Flóttamannastofnun notar fyrir fram ákveðið flokkunarkerfi um hverjir eru berskjaldaðastir á hverj- um tíma,“ segir Áshildur. Engin lög um aðbúnaðinn Hún segir það undir flóttamönn- unum sjálfum komið hvort þeir þiggja stuðning frá sjálfboðaliðum eða ekki. „Engin er neyddur til að fá stuðningsfjölskyldu en flestir ef ekki allir þiggja það þó með þökkum. Ekki eru nein sérstök lög um aðbún- að flóttamanna og gilda um þá sömu reglur og um félagsþjónustu til ann- arra íbúa hér á landi. Kvótaflótta- fólkið kemur þó í árs stuðningsverk- efni þar sem búið er að útvega húsnæði áður en það kemur og þjálfa upp stuðningsfjölskyldur sem fylgja því fyrsta árið.“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri Útlendingastofnunar, segir stofnun- ina bjóða hælisleitendum upp á bú- setuúrræði við komuna til landsins. Stofnunin hafi aðgang að húsnæði í Hafnarfirði og á öðrum stöðum og semji að auki við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur. Þorsteinn segir kveðið á um það í lögum um útlendinga að sjá verði hælisleitendum fyrir lágmarksfram- færslu og nauðsynlegri heilbrigðis- gæslu. Öllum börnum hælisleitenda sé tryggt sæti í leik- og grunnskóla. Sá réttur tekur gildi við komuna til landsins og er óháður málsmeðferð hælisumsókna. „Nú eru um 220 hælisleitendur hjá okkur, í Reykja- nesbæ og í Reykjavík, og fer þeim fjölgandi. Eftir að sveitarfélag tekur við hælisleitanda og finnur honum húsnæði sér það um ráðgjöf og alla helstu grunnþætti sem viðkomandi þarf á að halda. Þá útvegar sveitar- félagið honum fæðispeninga og vasa- peninga. Jafnframt tryggir sveitar- félagið alla almenna heilsugæslu. Samkvæmt lögum um útlendinga skal tekið tillit til þeirra sem þurfa sérstaka aðstoð og tryggja aðgang að menntun og starfsþjálfun þegar við á,“ segir Þorsteinn. Námið kostar 1,5 milljónir á ári Þær upplýsingar fengust hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga að erf- itt væri að áætla kostnað við sér- kennslu til handa nemendum sem eiga annað móðurmál en íslensku. Fram kemur í skólaskýrslu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga fyrir 2013 – skýrsla fyrir 2014 er í vinnslu – að beinn rekstrarkostnaður sveitarfélaga af hverjum nemanda í grunnskóla það ár hafi verið 1.425 þúsund krónur að meðaltali. Kostn- aðurinn var 1.473 þúsund krónur fyrir heilsdagspláss á leikskóla og er svonefnd innri leiga þá dregin frá. Til samanburðar fengust þær upp- lýsingar frá velferðarráðuneytinu að heildarkostnaður við hvern kvóta- flóttamann á síðustu árum sé áætl- aður að jafnaði 4-5 milljónir á ári. Í svari frá innanríkisráðuneytinu sagði að ráðuneytið bæri ábyrgð á þjónustu við hælisleitendur og vel- ferðarráðuneytið ábyrgð á þjónustu við kvótaflóttafólk og þá sem fengið hefðu vernd á Íslandi. „Í samningum Útlendingastofnunar, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, við sveitar- félög má sjá að viðmiðunarkostnaður vegna hvers hælisleitanda er um það bil 8.000 kr. á dag,“ sagði í svarinu. Húsnæði kæmi flóttafólki vel  Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir húsnæði frá almenningi gera mikið fyrir hælisleitendur  Fjöldi hælisleitenda sé í biðstöðu  Sveitarfélögum er skylt að mennta börn hælisleitenda á Íslandi Tekið á móti hælisleitanda á Íslandi Lögreglan hefur skráningar- ferli og tekur niður nafn, þjóðerni og aldur. Lögreglan kynnir viðkomandi þá réttarstöðu sem hann fær, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar og afhendir bækling um talsmannaþjónustu Rauða krossins. Hælisleitanda er síðan ekið eða hann er fluttur með rútu í búsetuúrræðið. Það fer eftir mati lögreglu hverju sinni hvor leiðin er farin. Í búsetuúrræðinu tekur starfsmaður Útlendingastofnunar á móti viðkomandi og kynnir honum hvaða þjónusta er í boði. Lögreglumenn sem koma að skráningu geta verið 2-3. Starfs- menn í búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunar eru 3, auk starfsmanna hjá Félagsþjónustum bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ, alls 6 manns. Hjá Rauða krossinum eru 5 starfsmenn sem koma að málefnum hælisleitenda, bæði tals- menn og þeir sem sinna félagslegum úrræðum.Til viðbótar starfar fjöldi sjálfboðaliða með Rauða krossinum. Heimild: Svar Rauða krossins við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins Sækir um hæli við landa- mærin eða á næstu lögreglu- stöð, fari hann í gegnum tollinn. Lögregla hefur sam- band við Útlendinga- stofnun til að koma fólki í húsaskjól og sendir formlega til- kynningu til hennar um hælisbeiðnina William Spindler, upplýsingafulltrúi hjá Flóttahjálp Sameinuðu þjóð- anna, segir stofnunina áætla að Sýr- lendingar séu um 70% flóttafólks og hælisleitenda í Ungverjalandi. „Yfirgnæfandi meirihluti fólksins sem nú er að koma til Ungverja- lands er flóttafólk, enda er það að flýja stríð eða ofsóknir. Þegar það hefur sótt um hæli mun það að öll- um líkindum verða viðurkennt sem slíkt þar sem það sækir um hæli.“ Spindler segir fólkið sem hefur ferðast yfir Miðjarðarhafið til Evr- ópu vera bæði flóttafólk og fólk sem sé að leita að atvinnutækifærum. „Við áætlum að um helmingurinn sé flóttafólk, eða fólk sem er lík- legt til að fá þá stöðu, og að hinn helmingurinn hafi yfirgefið heimahagana af efnahagslegum ástæðum,“ segir Spindler um skiptinguna. Hann segir að- spurður að áfram verði straumur flóttafólks til Evrópu. „Ástandið í löndum sem hafa tek- ið á móti sýrlenskum flóttamönnum í nokkur ár verður sífellt erfiðara. Það er vegna þess að Sýrlendingar sem hafa verið fjarri heimalandinu í þrjú til fjögur ár eru búnir með sparifé sitt. Lífið er því orðið mun erfiðara fyrir þá. Það fjármagn sem Flóttamanna- hjálp SÞ og aðrar mannúðarstofn- anir hafa til að aðstoða fólkið er að- eins þriðjungur þess sem þarf til að mæta þörfinni. Það þýðir að við getum í raun aðeins hjálpað þriðja hverjum flóttamanni. Það gerir lífið auðvitað mun erfiðara fyrir þá. Fyrir skömmu greindi Mat- vælaáætlun SÞ frá því að hún myndi draga úr matvælasendingum til sýrlenskra flóttamanna. Það hafði líka áhrif. Fleiri þættir eru áhrifavaldar. Við teljum þannig að margir flótta- menn og hælisleitendur keppist nú við að komast í gegnum löndin á Balkanskaganum áður en Ungverj- ar ljúka við að reisa vegg á landa- mærunum að Serbíu. Þetta spyrst út á samfélagsmiðlum á arabísku, sem Sýrlendingar nota,“ segir William Spindler. baldura@mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti er flóttafólk  Talsmaður Flóttamannahjálpar SÞ segir margt skýra straum til Evrópu William Spindler Fjöldi fólks sem hefur farið yfir Miðjarðarhafið í ár í leit að betra lífi* Flokkað eftir áfangastöðum samkvæmt nýjustu tölum á vef UNHCR** Ítalía Grikkland Látnir/saknað: 2.498 Samtals 1.953 115.500 204.954 322.407Spánn *Fólkið er ekki flokkað eftir því hvort það er til dæmis flóttamenn eða fólk í leit að betri lífskjörum. **UNHCR er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fyrir sjö árum, í september 2008, komu 29 palestínskir flóttamenn frá Al Waleed- flóttamannabúðunum í Írak til Ís- lands. Þeirra biðu ný heimkynni á Akranesi, sem tók á móti fólk- inu. Gerður var samningur í upp- hafi um að ríkið greiddi sveitar- félaginu sem svarar framfærslu- styrk fyrsta árið sem flóttafólkið bjó á Íslandi. Sá tími var síðan framlengdur í eitt og hálft ár og var meðal annars horft til þess að atvinnuástand var einkar erf- itt á árinu 2009. Sveitarfélagið tók svo við keflinu og greiddi framfærsluna. Lengd þess tíma var einstaklingsbundin. Framfærslustyrkurinn hljóðar nú upp á 140 til 170 þúsund krónur á mánuði og er hann mis- munandi á milli sveitarfélaga. Var honum meðal annars ætlað að standa straum af húsnæðis- kostnaði flóttafólksins. Flóttafólkið á Akranesi átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, þar sem það hafði ekki unnið sér inn bótarétt á Íslandi. Það átti hins vegar rétt á húsaleigu- bótum, til viðbótar við fram- færsluna. Þá fékk flóttafólkið barnabætur. Regína Ásvaldsdóttir, bæjar- stjóri Akraness, segir mikilvægt að ríkið styðji sveitarfélögin í lengri tíma með framfærslu- styrkjum. „Ég hef bent á að eitt ár sé mjög stuttur tími. Ef við tök- um Noreg til samanburðar samþykktu sveitarfélög þar í landi í ár að taka á móti 10.500 flóttamönnum. En þau fá fram- færslu með hverjum flóttamanni í fimm ár. Þannig að það er gert ráð fyrir mjög miklum stuðningi með hverjum flóttamanni. Það er til dæmis gert ráð fyrir að á þessum tíma geti fólk sótt sér menntun og/eða starfsendurhæf- ingu. Það er gríðarlegur munur milli Íslands og annarra Norður- landaríkja hvað þetta varðar.“ Regína bætir því svo við að hún telji að fara eigi bil beggja og gera ráð fyrir minnst tveggja ára aðlögunartíma. Hún segir sveitarfélög á Íslandi greiða kostnað af leikskóla og grunn- skóla fyrir börn flóttafólks eins og hjá öðrum börnum. Hins vegar hafi ríkið greitt túlkaþjónustu og stuðning fyrsta árið við flótta- fólkið á Akranesi og einnig tungumálakennslu og kostnað vegna ýmiss konar sérfræðiþjón- ustu og læknisþjónustu. Ríkið þarf að auka stuðninginn BÆJARSTJÓRI AKRANESS LÝSIR REYNSLU AF FLÓTTAFÓLKI Regína Ásvaldsdóttir Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykjavík Margir hafa stigið fram og boðið flóttafólki aðstoð sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.