Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur
Peysur
Bolir
Pils
Kjólar o.fl
Vinsælu velúrgallarnir
alltaf til í mörgum litum
Stærðir S-XXXXL
Ný sending
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Kjólar, túnikur, pils og toppar
Ný sending frá
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is
BUXUR - BUXUR
fyrir allar konur
w
Niðurmjóar - Beinar
Mörg snið - Margir litir
GERRY WEBER - GARDEUR
Lægra
verð
v/gengis-
lækkunar
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
HB Grandi, Samherji og Þorbjörn
hf. fengu mestu úthlutað í úthlutun
aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2015/
2016, en úthlutun Fiskistofu var
kunngjörð í gær. Fékk HB Grandi
10,1% af heildarúthlutun, Samherji
5,9% og Þorbjörn hf. 5,5%. Fyr-
irtækin þrjú eru þau sömu og mest
hafa fengið undanfarin ár; í ár
fengu þau samanlagt 21,5%. Fjórðu
og fimmtu hæstu úthlutunina fengu
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
og Vísir í Grindavík.
Fimmtíu stærstu fyrirtækin
fengu 86% heildarúthlutunarinnar,
álíka mikið og í fyrra, en fyrirtæki
og lögaðilar sem úthlutað var til í
ár voru þó um 40 færri en í fyrra.
Kaldbakur fær mest
Alls fengu 534 skip úthlutað afla-
marki í gær, samanborið við 578 í
fyrra, og fór úthlutunin fram með
sama hætti og fyrir síðasta fisk-
veiðiár, á grundvelli aflahlutdeilda
að teknu tilliti til frádráttar fyrir
jöfnunaraðgerðir.
Kaldbakur EA 1, í eigu Sam-
herja, fékk mestu úthlutað sé litið
til einstakra skipa. Fékk hann alls
8.111 þorskígildistonn, eða 2,2% af
úthlutuðum þorskígildum. Þar á
eftir komu Guðmundur í Nesi RE
13 með 2% úthlutaðra þorskígilda
og Vigri RE 71 með 1,9%. Guð-
mundur í Nesi er í eigu Brims hf.
og Vigri í eigu Ögurvíkur ehf.
Heildarúthlutunin í ár var
435.650 tonn, en af þeim voru
368.500 tonn í þorskígildum. Út-
hlutun í þorski var rúmlega 190
þúsund tonn og ýsukvótinn var
28.950 tonn.
Meira af ýsu og þorski
Aukning á þorskígildistonnum
frá fyrra ári nam 1.500 þorsk-
ígildistonnum, ýsukvótinn hækkaði
nú um tæp 5 þúsund tonn og út-
hlutun í þorski jókst um 18.300
tonn. Síldarúthlutun var um 17 þús-
und tonnum minni en í fyrra.
Heildarúthlutun í ár jókst um 3.500
tonn frá fyrra ári.
Líkt og undanfarin ár fá þrjár
hafnir talsvert miklu meira úthlut-
að en aðrar hafnir. Mest fengu skip
með heimahöfn í Reykjavík, eða
12,4% af heildinni, samanborið við
12,9% í fyrra. Skip með heimahöfn
í Grindavík fengu úthlutað 11,4% af
heildinni, sem er einu prósentustigi
meira en í fyrra. Skip í Vestmanna-
eyjum fengu 9,9% úthlutunarinnar,
sem er 0,6 prósentum minna en í
fyrra, og skaust Grindavíkurhöfn
því fram úr Vestmannaeyjum, sem
jafnan hefur vermt annað sætið í
aflamarksúthlutunum.
Fækkun togara annað
árið í röð
Bátum með krókaaflamark
fækkar talsvert. Þeir voru 318 í
fyrra en nú eru þeir 297. Skip í
aflamarkskerfinu eru nú 237 og
fækkaði þeim um 21 milli ára. Alls
fækkaði togurum sem fá úthlutun
um fimm milli ára og eru nú 45
alls, en þeim fækkaði um sömu tölu
í fyrra.
Skuttogarar fengu úthlutað tæp-
um 200 þúsund tonnum af heildar-
aflamarki og skip með aflamark
fengu 190 þúsund tonn. Smábátar
og krókabátar með aflamark fengu
tæp 50 þúsund tonn.
Hlutföllin gætu breyst
Í frétt Fiskistofu um úthlutunina
er tekið fram að hlutfall milli
heimahafna kunni að brenglast
vegna breytinga á þorskígildis-
stuðlum og tilfærslu aflahlutdeilda
milli skipa sem hafa ekki sömu
heimahöfn.
Enn fremur segir þar að úthlut-
un aflamarks í deilistofnum verði
síðar á árinu og að ekki sé óalgengt
að aukið sé við aflamark í upp-
sjávarfiski.
Í kjölfar slíkra úthlutana eigi
heildaraflamark einstakra skipa og
hafna og innbyrðishlutfall þeirra
eftir að breytast þegar líður á fisk-
veiðiárið.
Mest fá þeir sömu og áður
Fiskistofa úthlutaði aflamarki í gær fyrir tímabilið 2015/2016 Grindavík skaust
fram fyrir Vestmannaeyjar Heildarmagn sem úthlutað var jókst um 3.500 tonn
Morgunblaðið/Kristján
Kaldbakur EA 1 Mesta úthlutun afla fékk skipið Kaldbakur í eigu Samherja, um 2,2% af heildarmagninu.
Úthlutun aflamarks
» HB Grandi, Samherji og Þor-
björn hf. fengu mestu úthlutað
fyrir næsta fiskveiði ár, saman-
lagt 21,5%. Fyrirtækin þrjú
voru líka í efstu sætunum í
fyrra.
» Heildarúthlutun aflamarks
er 3.500 tonnum meiri en í
fyrra, enda þótt síldarúthlutun
sé um 17 þúsund tonnum
minna nú.
» Skip með heimahöfn í
Grindavík fá nú meiru úthlutað
samanlagt en skip með höfn í
Vestmannaeyjum, en það er
viðsnúningur frá fyrra ári.
» Togurum íslenska flotans
fækkar um fimm milli ára og
eru nú 45 talsins. Sama fækk-
un var í fyrra.
Eftir fund með forsvarsmönnum
Þórsbergs ehf. í gær segist sveitar-
stjóri Tálknafjarðarhrepps, Indriði
Indriðason, hæfilega bjartsýnn á
ástandið í atvinnumálum bæjarins.
Útgerðarfyrirtækið Þórsberg ehf.
á Tálknafirði hefur sagt upp öllu sínu
starfsfólki og frestað því að hefja aft-
ur starfsemi eftir sumarhlé. Um 26
störf er að ræða, en Þórsberg er
stærsti vinnuveitandi bæjarfélags-
ins. Fyrirtækið er nú í endurskipu-
lagningu og verða kannaðir þeir
kostir sem eru til staðar til frekari
vinnslu, samkvæmt tilkynningu sem
það sendi frá sér. Sérstaklega er tek-
ið fram að fyrirtækið nái ekki nægi-
legri stærðarhagkvæmni nú.
„Engu að síður er þetta mjög
alvarlegt fyrir lítið sveitarfélag og
sýnir hvernig stöðu lítil sveitarfélög
eru í og hve viðkvæm þau eru fyrir
áföllum,“ sagði Indriði. „Fyrir okkur
hefði þetta þó getað komið á verri
tíma. Við horfum björtum augum
áfram veginn hér með laxeldi og
fleira en eftir að ég hitti stjórnendur
vona ég að það séu einhverjar leiðar
eftir sem menn eru að skoða. Menn
eru ekki alveg að leggja árar í bát.“
Engar sértækar aðgerðir er um að
ræða af hálfu bæjarfélagins.
Guðjón Indriðason, framkvæmda-
stjóri Þórsbergs, vildi lítið annað
segja um málið að svo stöddu en
komið hefur fram í tilkynningu.
Hann sagði þó höggið fyrir bæjar-
félagið líklega ofmetið. bso@mbl.is
Hæfilega bjart-
sýnn eftir fund
Alvarlegt ástand fyrir Tálknafjörð
Hinn heimskunni
Qigong-meistari
Kenneth Cohen
flytur almennan
fyrirlestur um
Qigong á morg-
un, fimmtudag,
kl. 19-21 í Von,
húsi SÁÁ að
Efstaleiti 7 í
Reykjavík. Þátt-
tökugjald er 3.500 kr. Cohen er hér
á landi á vegum Aflsins, félags qi-
gong-iðkenda, og mun einnig leiða
helgarnámskeið að Kvoslæk í
Fljótshlíð um helgina.
Qigong-meistari
flytur fyrirlestur
Kenneth Cohen