Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Einungis helmingur fyrirtækja með
10 starfsmenn eða fleiri hefur gert
áhættumat samkvæmt upplýsingum
frá Vinnueftirlitinu, en árið 2006 voru
ákvæði lögfest í reglugerð sem skylda
atvinnurekendur til að gera áhættu-
mat á vinnustað með tilliti til öryggis
og heilsu starfsmanna. Í minni fyr-
irtækjum sem eru með 1-9 starfs-
menn er hlutfallið lægra, eða 43%.
Það virðist því sem töluvert skorti
upp á að fyrirtæki uppfylli lögbundið
ákvæði.
Skráning á stöðu áhættumats
fyrirtækja hófst árið 2009 hjá Vinnu-
eftirlitinu, en í áhættumati felst að
greina áhættuþætti á vinnustað og
koma með áætlun um úrbætur ef ein-
hverju er ábótavant.
Vakin var athygli á því í umfjöllun
Morgunblaðsins fyrir skömmu að í
nýrri vinnumarkaðsrannsókn sem
unnin er af Vinnuverndarstofnun
Evrópu kemur fram að einungis 44%
Íslendinga segja að reglulegt áhættu-
mat sé framkvæmt á meðan 77%
segja slíkt mat gert í löndum Evrópu-
sambandsins.
Áhættumat fyrir alla starfsemi
Ásta Snorradóttir, sérfræðingur
hjá Vinnueftirlitinu, segir að reglu-
gerðin nái til allra fyrirtækja en það
sé ljóst að enn séu of fá fyrirtæki að-
framkvæma áhættumat. Það sé þó að
aukast. „Áhættumat nær til allrar
starfsemi vinnustaðarins, hvort held-
ur það eru skrifstofustörf eða störf
tengd framleiðslu. Áhættumatið er á
sviðum andlegra og félagslegra
áhættuþátta, líkamlegra áhættu-
þátta, áhættuþátta tengdra vélum og
tækjum, umhverfisþátta og efna og
efnamengunar.“
Hún nefnir einnig að skyld áhættu-
matinu sé reglugerð um einelti og
kynferðislega áreitni á vinnustöðum
þar sem kveðið er á um að allir vinnu-
staðir eigi að útbúa áætlun um hvern-
ig komið skuli í veg fyrir slíkt og við-
bragðsáætlun hvernig vinna eigi úr
því þegar upp komi.
Vinnueftirlitinu er gert að hafa
eftirlit með því að áhættumat sé
framkvæmt. Í heimsóknum eftirlits-
ins í fyrirtæki er farið yfir áhættumat
ef það er til staðar, ef hins vegar fyrir-
tæki hafa ekki framkvæmt slíkt er
kallað eftir að það sé gert innan
ákveðinna tímamarka.
Ásta segir mikilvægt að fyrirtæki
geri áhættumat enda sé markmiðið að
stuðla að öryggi og heilbrigði starfs-
fólks og koma í veg fyrir heilsutjón
vegna vinnu eða vinnuumhverfisins.
Ekki nægilega „sexí“
Ólafur Kári Júlíusson, vinnusál-
fræðingur hjá Vinnuvernd, segir
ástæðurnar margar fyrir því að fyr-
irtæki séu ekki að framkvæma
áhættumat. „Við eigum að fram-
kvæma áhættumat enda er það bund-
ið í lög. Engu að síður stöndum við
okkur hvað verst miðað við önnur
lönd. Það er mismunandi hvernig við-
horf á vinnustað eru. Sumir líta á
þetta sem þvælu en aðrir setja fyrir
sig kostnað við framkvæmdina.“ Þá
nefnir hann að markaðssetningu á
áhættumatinu sé ábótavant þar sem
vekja þurfi athygli á ávinningnum
fyrir fyrirtæki. „Mögulega er hluti af
vandamálinu sá að vinnuverndarmál
eru ekki nægjanlega „sexí“ og vekja
því ekki mikinn áhuga stjórnenda og
þeirra sem ráða,“ segir hann.
Ólafur Kári bendir á að kannski sé
umræðan um vinnuverndarmál á villi-
götum. „Ef til vill væri heppilegra að
tala um þau í samhengi við krónur og
aura í stað tilfinninga og líðan fólks.“
Hann nefnir sem dæmi að á einum
vinnustað hafi veikindalaun sem
rekja mátti til áhættuþátta á vinnu-
stað numið 4,8 milljónum króna á ári.
„Það væru eflaust ekki margar
stjórnir tilbúnar að samþykkja slíkan
kostnað ef hægt væri að koma í veg
fyrir eða í versta falli minnka hann.
Kostnaðurinn fyrir þjóðarbúið vegna
þessara þátta veltur þó ekki á millj-
ónum heldur milljörðum,“ segir Ólaf-
ur Kári.
Aðeins helmingur íslenskra
fyrirtækja gerir áhættumat
Morgunblaðið/Eggert
Mat Fyrirtækjum er skylt að framkvæma áhættumat á vinnustað með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.
Misbrestur á lögbundnu áhættumati með tilliti til öryggis og heilsu starfsfólks
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015
!"
#
"
$$#$
$%
#"!
! #
%#
"$#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#$
!
#$
#$
$""$
$!%
##
!%
!$$
""$
%%
$%
%"
""
$"
$$
##%"
! !
!
""
$!!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Þjónustujöfnuður við útlönd var já-
kvæður um 54,7 milljarða á öðrum
ársfjórðungi en hafði verið jákvæður
um 19,8 milljarða á fyrstu þremur mán-
uðum ársins. Þannig er uppsafnaður
þjónustujöfnuður á fyrri helmingi ársins
rúmir 74,5 milljarðar.
Athygli vekur að jöfnuðurinn af ferða-
þjónustu á öðrum ársfjórðungi eykst
um rúm 82% frá fyrra ári. Nú reyndist
hann 20,4 milljarðar króna en hafði
verið 11,2 milljarðar árið 2014.
Hagstofan birti tölur yfir þjónustu-
jöfnuð við útlönd í gær, en í þeim tölum
kom einnig fram að hann reyndist já-
kvæður á síðasta ári um samtals 134,8
milljarða króna.
Þjónustujöfnuður af
ferðaþjónustu eykst
● Bæjarráð Vestmannaeyja hyggst óska
eftir því við Bankasýslu ríkisins að hún
óski eftir hluthafafundi í Landsbank-
anum vegna fyrirhugaðra framkvæmda
við nýjar höfuðstöðvar bankans.
Í bókun sem bæjarráðið hefur gert eru
alvarlegar athugasemdir gerðar við
framgöngu Landsbankans í málinu og
telur ráðið að bankinn hafi ekki virt rétt
bæjarins sem hluthafa í bankanum til að
koma sjónarmiðum sínum tengdum
rekstri hans á framfæri.
Vestmannaeyjabær snýr
sér til Bankasýslunnar
STUTTAR FRÉTTIR ...
Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll
Íslands í ágúst námu 37,3 milljörðum
króna, sem samsvarar 1,9 milljarða
króna viðskiptum á dag. Þetta eru
73% meiri viðskipti en í júlímánuði. Í
samanburði við viðskipti í ágúst á síð-
asta ári er um 166% hækkun að ræða
á milli ára, en þá námu viðskiptin 702
milljónum króna á dag. Því er tölu-
verður vöxtur í viðskiptum á hluta-
bréfamarkaði.
Fjórðungur í Icelandair Group
Í ágúst voru mest viðskipti með
bréf Icelandair Group, eða 8,4 millj-
arðar króna sem eru 23% af heildar-
viðskiptunum. Viðskipti með hluta-
bréf Marel komu þar á eftir í 5,6
milljarða króna viðskiptum, viðskipti
með bréf Eimskipafélags Íslands
námu 3,3 milljörðum króna, Haga 2,9
milljörðum og HB Granda 2,6 millj-
örðum króna.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,9% á
milli mánaða og er nú 1.587 stig.
Af viðskiptabönkunum þremur
nam hlutdeild Landsbankans í við-
skiptunum 22%, Arion banki var með
22% og Íslandsbanki með 21%.
Heildarmarkaðsvirði skráðra fé-
laga var 909 milljarðar króna í lok
ágúst, sem er nokkuð hærra en virðið
í júlí, sem var 899 milljarðar króna.
Heildarviðskipti með skuldabréf
námu 194 milljörðum króna í ágúst,
sem samsvarar 9,7 milljarða króna
veltu á dag. Þetta er 47% hækkun frá
fyrri mánuði og 83% hækkun frá
fyrra ári. Viðskipti með ríkisbréf
voru 174 milljarðar króna en viðskipti
með íbúðabréf námu 15 milljörðum.
Á skuldabréfamarkaði var MP banki
með stærstu hlutdeildina.
Morgunblaðið/Kristinn
Kauphöll Viðskipti með hlutabréf í
ágúst voru 73% meiri en í júlí.
Vöxtur í viðskipt-
um í Kauphöll
Viðskipti með
hlutabréf 1,9 millj-
arðar á dag í ágúst
duxiana.com
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950