Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.2015, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 ert annað en að hugsa sér til hreyf- ings. Sótti því um starf í dóms- málaráðuneytinu og starfaði þar í sjö ár. Þar komst ég í tæri við Evrópu- samstarf sem fulltrúi ráðuneytisins í Brussel um fjögurra ára skeið. Tók m.a. þátt í því að undirbúa fram- kvæmd Schengen-samningsins á Ís- landi. Þá þurfti t.d. að stækka Leifs- stöð og fannst mörgum þá fullmikið í lagt. Hugsa stundum um það þessa dagana. Ég færði mig yfir í utanríkisráðu- neytið og hef starfað þar nú í 15 ár. Unnið við mál sem snúa að við- skiptum og samstarfi við ESB, eink- um rekstur EES-samningsins, mjög gefandi málaflokkar. Viðskiptamál leiða mann í samband við atvinnu- lífið, sem er mjög áhugavert. Starfs- fólkið í viðskiptamálum í utanríkis- ráðuneytinu leggur sitt af mörkum til að tryggja hagstæð viðskiptakjör fyrir fyrirtækin.“ Áhugamálin „Um áhugamálin myndu án efa álitsgjafar nálægt mér segja að það væri vinnan og matur. Áhugi á mat hefur þann mikla kost að um leið eru það tengsl við fólk því það er ekki mikið gagn í því að gera góðan mat nema einhver njóti hans. Er ekki stundum sagt að leiðin að hjarta manneskjunnar sé í gegnum mag- ann? Ég myndi segja að það væri í gegnum bragðlaukana. Þess vegna er ég spenntur að reyna lítinn veit- ingastað á norðvesturströnd Spánar á afmælisdaginn sem hefur eina Michelin-stjörnu.“ Fjölskylda Eiginkona Ásgerður I. Magnús- dóttir, f. 25.4. 1957, tölvunarfræð- ingur og forstöðumaður hjá Advania. Foreldrar: Sigríður Þórð- ardóttir, f. 9.7. 1927, húsmóðir í Reykjavík, og Magnús Þ. Torfason, f. 5.5. 1922, d. 1.6. 1993, hæstaréttar- dómari í Reykjavík. Fyrri maki: Guðlaug Einarsdóttir, f. 29.3. 1969, ljósmóðir. Stjúpsynir: Sigurður Þór Snorra- son, f. 9.9. 1979, fjármálastjóri Tiger í Noregi, bús. í Reykjavík, og Ragn- ar Tryggvi Snorrason, f. 17.1. 1989, fjármálastjóri hjá Frístundamið- stöðinni Kampi, bús. í Reykjavík; dóttir og stjúpdóttir Ásgerðar: Steinlaug Högnadóttir, f. 27.12. 1989, lögfræðingur og bús. í Brussel. Maki Steinlaugar: Karl Jóhann Unnarsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Rangá; stjúpdóttir: Ingibjörg Edda Snorradóttir, f. 2.8. 1994, nemi í tölvunarfræði og bús. í Kópavogi. Barnabörn: Guðmundur Sævar Sigurðsson, f. 2001, Arnar Smári Sigurðsson, f. 2004, Patrekur Sig- urðsson, f. 2007, og Áslaug Jökla Sigurðardóttir, f. 2012. Systkini: Karel Kristjánsson, f. 19.6. 1950, d. 1.8. 2014, menntaður setjari, Ragnar G. Kristjánsson, f. 11.5. 1968, stjórnmálafræðingur og sendiráðunautur, bús. í Brussel, Jónína L. Kristjánsdóttir, f. 4.2. 1971, kennari og bús. á Egilsstöðum. Foreldrar: Kristján E. Ragnars- son, f. 1.11.1929, d. 16.12. 2009, sjó- maður og síðar verkstjóri í fisk- vinnslu á Höfn í Hornafirði, og Steinlaug Gunnarsdóttir, f. 19.11. 1943, fiskverkakona á Höfn í Horna- firði. Úr frændgarði Högna S. Kristjánssonar Högni S. Kristjánsson Guðrún Bergsdóttir húsfreyja í Borgarhöfn Jón Guðmundsson bóndi í Borgarhöfn í Suðursveit A-Skaft. Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Höfn Gunnar Snjólfsson hreppstjóri á Höfn Steinlaug Gunnarsdóttir verkakona á Höfn í Hornafirði Steinlaug Ólafsdóttir vinnukona í Lóni Snjólfur Ketilsson vinnumaður í Lóni, A-Skaft. Gunnar Kristjánsson símritari á Seyðisfirði Gylfi Gunnarsson fv. skólastjóri og tónlistar- maður, söngvari og gítarleikari Þokkabótar Maxemína Jóhannesdóttir húsfreyja á Djúpavogi, frá Færeyjum Lúðvík Hansson hafnsögumaður og sjómaður á Djúpavogi Lovísa Friðrikka Lúðvíksdóttir hjúkrunarkona á Akranesi, síðast bús. í Hafnarfirði Ragnar Kristjánsson verslunarmaður og sjómaður á Akranesi, síðast bús. í Rvík Kristján E. Ragnarsson sjómaður og verkstjóri á Höfn í Hornafirði Kristín Þórarinsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Kristján E Kristjánsson héraðslæknir á Seyðisfirði Börnin Steinlaug, Ingibjörg Edda, Ragnar Tryggvi og Sigurður Þór. 90 ára Anna Þorvarðardóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir 85 ára Gróa Magnúsdóttir 80 ára Hrönn Jóhannesdóttir Samúel Guðmundsson Trausti Ríkarðsson 75 ára Auðbert Vigfússon Jóhann Karl Ólafsson Svala Gísladóttir 70 ára Herdís Jóhannsdóttir Hólmsteinn Snædal Rósbergsson Jóhanna Felixdóttir Jóna Guðmundsdóttir Kristbjörg Vilhjálmsdóttir 60 ára Anna Hauksdóttir Arnlaugur Helgason Davíð Jónsson Edda Ríkharðsdóttir Elísabet Guðmundsdóttir Guðrún Helgadóttir Guðrún Kristinsdóttir Ingibjörg Hjartardóttir María Gestsdóttir Smári Gærdbo Árnason 50 ára Aðalheiður Íris Hjaltadóttir Arnfríður Eva Jónsdóttir Auður Svala Heiðarsdóttir Björn Samúelsson Elínborg Aðils Grétar Erlendsson Hólmfríður Grímsdóttir Högni Snjólfur Kristjánsson Rakel Fleckenstein Björnsdóttir Rögnvaldur B. Rögnvaldsson Steinþór Frank Michelsen Unnur Helga Arnórsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson 40 ára Andrés Bertelsen Brynjar Örn Valsson Erna Sigríður Gísladóttir Guðrún Pálsdóttir Herdís Kristjana Hervinsdóttir Jakob Már Rúnarsson Kristján Valgarðsson Margret Wendel Birgisdóttir Sigurður Marinó Þorvaldsson Sigurður Rúnar Sigurðsson Unnsteinn Fannar Ingólfsson Þorsteinn Ingi Garðarsson 30 ára Aðalbjörg Eiríksdóttir Anna Svandís Karlsdóttir Ásgeir Sigurgeirsson Boyko Hristov Nyagolov Einar Jónsson Eva Dögg Ólafsdóttir Freyr Jóhannsson Friðrik Ari Sigurðarson Fríða Sædís Gísladóttir Guðmundur Geir Þórðarson Guðmundur Helgi Gestsson Gyða Valdís Traustadóttir Heimir Héðinsson Iwona Joanna Wronska Marwa Salameh Abuzaid Soffía Smáradóttir Tómas Óli Matthíasson Til hamingju með daginn 40 ára Pétur er Hafnfirð- ingur en býr í Reykjavík og er flugstjóri hjá Blá- fugli. Maki: Bríet Arna Berg- rúnardóttir, f. 1980, ferða- málafr. í barneignaleyfi. Börn: Júlía Bergrún, f. 2011, Valur, f. 2015, og stjúpdóttir er Lárey Huld, f. 1999. Foreldrar: Valgarður Sigurðsson, f. 1943, og Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1945, bús. í Rvík. Pétur Valgarðsson 30 ára Arnþór er Hólmari og býr í Stykkishólmi. Hann á og rekur veitinga- staðinn Skúrinn ásamt sambýliskonu og öðru pari. Maki: Þóra Margrét Birgisdóttir, f. 1977, kenn- ari í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Foreldrar: Páll Sigurðs- son, f. 1962, og Margrét Ebba Ísleifsdóttir, f. 1964, þau vinna í minkabúi föður Páls á Flúðum. Arnþór Pálsson 30 ára Óskar er Hafnfirð- ingur en er heilsunuddari á Akureyri og nemi í VMA. Maki: Adda Þóra Bjarna- dóttir, f. 1984, hár- greiðslumeistari. Börn: Védís Hugrún, f. 2007, Álfrún Ída, f. 2009, og Bjarndís Eva, f. 2014. Foreldrar: Gestur Guð- mundsson, f. 1956, kenn- ari í Iðnskólanum í Hafnarfirði, og Sigríður Hallbjörnsdóttir, f. 1962, bús. í Noregi. Óskar Atli Gestsson  Halldór Bjarki Einarsson hefur var- ið doktorsritgerð sína í vefjaverk- fræði við Háskólann í Árósum, Dan- mörku. Ritgerðin ber heitið New Resorption Pathways in Polycapro- lactone Degradation; roles of Mono- nuclear and Multinucleated Giant Cells. Ritgerðin fjallar um ígræðslu plast- efnasambanda, sbr. polycaprolac- tone, en megintilgáta vefjaverkfræð- innar er sú að slík efnasambönd þjóni sem sniðmót fyrir enduruppbyggingu líffæra. Stofnfrumur á sniðmótinu sjálfu má virkja með frumuboðefnum sem getur leitt til sérhæfingar og enduruppbyggingar þess vefjar sem óskað er eftir að myndist. Í rannsókn- inni voru viðbrögð ónæmiskerfisins við ofangreindu efnasambandi rannsökuð. Hvatti það til samruna einkjörnunga og myndunar á fjöl- kjarnafrumum með átfrumueigin- leika. Þessir eiginleikar gera frum- unum kleift að brjóta niður efnasambandið. Hefst það með virkjun hins svo- kallaða komple- mentkerfis og op- sónunar. Í kjölfarið á sér stað agnaát á þessari fjölliða sameind í líkingu við niðurbrot örveira sem skyldar át- frumur geta stuðlað að. Með rann- sókninni var jafnframt sýnt fram á að samræktun T-fruma og átfruma, auk nýliðunar þeirra við sjálfan ígræðslu- staðinn, efli niðurbrot sniðmótsins. Niðurstöðurnar benda þar með til þess að plastefnasambönd á borð við polycaprolactone geti valdið bæði ósérhæfðum og sérhæfðum ónæm- isviðbrögðum. Í niðurlagi ritgerðar- innar er því vakin athygli á brýnni nauðsyn þróunar sniðmóts fyrir vefjanýmyndun með samrýmanleika vefja líkamans fyrir ígræðslu. Halldór Bjarki Einarsson Halldór Bjarki Einarsson er fæddur á Húsavík 1978. Hann lauk diplómaprófi á sviði frumulíffræði, með áherslu á samruna einkyrndra fruma, frá háskólanum í Árósum árið 2005 eftir árs dvöl á Yale í Bandaríkjunum. Því næst hóf hann form- lega doktorsnám í vefjaverkfræði í Danmörku samhliða læknanámi, en embætt- isprófi í læknisfræði lauk Halldór árið 2012 frá læknadeild Háskólans í Árósum. Halldór starfar sem sérnámslæknir við heila- og taugaskurðdeild Háskólasjúkra- hússins í Árósum. Halldór er sonur hjónanna Jónasínu Halldórsdóttur húsmóður og Einars Axels Gústavssonar yfirvélstjóra hjá World Marine Offshore í Dan- mörku. Systkini Halldórs eru Hafþór Axel Einarsson og Daníel Örn Einarsson. Halldór er kvæntur Rachel Einarsson, MA í dönsku og heimspeki, sem starfar fyrir Jótlandspóstinn í Danmörku. Doktor HÁRTÆKJADAGAR ÖLL HÁRSNYRTITÆKI Á 20-50% AFSLÆTTISjáðu allt úrvalið á www.byggtogbuid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.