Þjóðmál - 01.09.2012, Page 34

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 34
 Þjóðmál haust 2012 33 landi, Bretlandi og Frakklandi mun betri í dag en hann var á stórveldistímum þeirra, en samt situr eftir eins konar mar blett ur á þjóðarsálinni . En þrátt fyrir hina breyttu heimsmynd eru rússnesk stjórnvöld tor- tryggin og Rússar eru enn með kjarna vopn nálægt landamærum sínum við Atlants- hafs bandalagið . Rússar telja að loftvörnum Atlants hafsbandalagsins gegn langdræg um flugskeytum sé beint gegn sér, en ekki bara gegn óútreiknanlegum stjórnarherrum í Miðausturlöndum . Þá liggja Rússar einnig undir sterkum grun um að hafa staðið að tölvuárásum á önnur Evrópu ríki . Vitanlega tekur langan tíma að kveða niður gamla drauga, en Rússar eiga þó lík- lega meira menningarlega sameiginlegt með Evrópu en þá grunar sjálfa . Fyrr eða síðar hljóta þeir að átta sig á að það er gagnlegra að mæta á samvinnufundi í Brussel heldur en að storka með vopnavaldi . Þjóðverjar, Frakkar og Bretar eru hættir að beina sprengjum hver að öðrum og fyrr eða síðar munu Rússar líka kyngja hinni breyttu heims mynd í Evrópu . Flest vandamál Rússa sem stendur eru þó innanlands, lýðræðið er enn veikburða og spilling er vandamál . NATO-Rússlandsráðið (e . NATO-Russia Council) var stofnað fyrir 10 árum með það í huga að draga úr áhyggjum Rússa af Atlantshafsbandalaginu . Miðjarðarhafssamráðið Miðjarðarhafssamráðið er nokkuð eins-leit ur hópur múhameðstrúarríkja fyr- ir sunnan og austan Miðjarðarhafið . Ísrael til heyrir hópnum landfræði lega séð þótt það sé óskylt honum að öðru leyti, bæði pólitískt, efna hags lega, trúarlega og menningarlega . Það er ekki aðeins Atlants hafs bandalagið sem hefur reynt að auka samskipti við löndin sunn an Mið jarðar hafsins, heldur hefur Evrópu sam bandið líka ýtt undir aukna sam- vinnu . Það er hins vegar mjög langt í land að þessi lönd gangi í Atlantshafsbandalagið eða Evrópu sambandið, ef það gerist þá nokkurn tíma, fyrst og fremst vegna þess hve þau eru menn ing ar lega, stjórnarfarslega og efna hags- lega fjarlæg, þrátt fyrir land fræði lega nálægð . Istanbúl-samstarfsfrumkvæðið I stanbúl-samstarfsfrumkvæðið svokallaða bauð öllum sex löndum Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa samvinnu við Atlantshafsbandalagið . Tvö lönd hafa þó ekki þegið boðið, Óman og Sádi-Arabía . Leiða má líkur að því að ráðamenn í Óman séu hikandi vegna tengsla og nálægðar við Íran hinum megin við flóann, en hjá Sádi-Aröbum stendur hnífurinn í kúnni . Í sumum múhameðstrúarlöndum er litið á Atlantshafsbandalagið sem anga af Banda- ríkjaher, alveg eins og mörgum fannst sem gamla Varsjárbandalagið væri angi af sov- éska hernum . Menn geta svo deilt um hvort þetta sé rétt eða röng skoðun, en þegar við bætist stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael eru ýmsir múslimar sem vilja ekki lengra . Mekka, hin heilaga borg múhameðs trúar- manna, er í Sádi-Arabíu og ríkis stjórn landsins vill ekki sýnast of hlið holl Banda- ríkjunum, enda völt í sessi . Það þarf víst ekki að fara neinum getgátum um áhuga Atlants- hafsbandalagsins á löndunum við Persa flóa Þ að þarf víst ekki að fara neinum getgátum um áhuga Atlantshafs- bandalagsins á löndunum við Persa - flóa — hvort það er olían, aðstaða til hern aðar í Suðvestur-Asíu, og/eða mann rétt inda brot olíu furst anna sem við þykjumst ekki sjá .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.