Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 34

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 34
 Þjóðmál haust 2012 33 landi, Bretlandi og Frakklandi mun betri í dag en hann var á stórveldistímum þeirra, en samt situr eftir eins konar mar blett ur á þjóðarsálinni . En þrátt fyrir hina breyttu heimsmynd eru rússnesk stjórnvöld tor- tryggin og Rússar eru enn með kjarna vopn nálægt landamærum sínum við Atlants- hafs bandalagið . Rússar telja að loftvörnum Atlants hafsbandalagsins gegn langdræg um flugskeytum sé beint gegn sér, en ekki bara gegn óútreiknanlegum stjórnarherrum í Miðausturlöndum . Þá liggja Rússar einnig undir sterkum grun um að hafa staðið að tölvuárásum á önnur Evrópu ríki . Vitanlega tekur langan tíma að kveða niður gamla drauga, en Rússar eiga þó lík- lega meira menningarlega sameiginlegt með Evrópu en þá grunar sjálfa . Fyrr eða síðar hljóta þeir að átta sig á að það er gagnlegra að mæta á samvinnufundi í Brussel heldur en að storka með vopnavaldi . Þjóðverjar, Frakkar og Bretar eru hættir að beina sprengjum hver að öðrum og fyrr eða síðar munu Rússar líka kyngja hinni breyttu heims mynd í Evrópu . Flest vandamál Rússa sem stendur eru þó innanlands, lýðræðið er enn veikburða og spilling er vandamál . NATO-Rússlandsráðið (e . NATO-Russia Council) var stofnað fyrir 10 árum með það í huga að draga úr áhyggjum Rússa af Atlantshafsbandalaginu . Miðjarðarhafssamráðið Miðjarðarhafssamráðið er nokkuð eins-leit ur hópur múhameðstrúarríkja fyr- ir sunnan og austan Miðjarðarhafið . Ísrael til heyrir hópnum landfræði lega séð þótt það sé óskylt honum að öðru leyti, bæði pólitískt, efna hags lega, trúarlega og menningarlega . Það er ekki aðeins Atlants hafs bandalagið sem hefur reynt að auka samskipti við löndin sunn an Mið jarðar hafsins, heldur hefur Evrópu sam bandið líka ýtt undir aukna sam- vinnu . Það er hins vegar mjög langt í land að þessi lönd gangi í Atlantshafsbandalagið eða Evrópu sambandið, ef það gerist þá nokkurn tíma, fyrst og fremst vegna þess hve þau eru menn ing ar lega, stjórnarfarslega og efna hags- lega fjarlæg, þrátt fyrir land fræði lega nálægð . Istanbúl-samstarfsfrumkvæðið I stanbúl-samstarfsfrumkvæðið svokallaða bauð öllum sex löndum Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa samvinnu við Atlantshafsbandalagið . Tvö lönd hafa þó ekki þegið boðið, Óman og Sádi-Arabía . Leiða má líkur að því að ráðamenn í Óman séu hikandi vegna tengsla og nálægðar við Íran hinum megin við flóann, en hjá Sádi-Aröbum stendur hnífurinn í kúnni . Í sumum múhameðstrúarlöndum er litið á Atlantshafsbandalagið sem anga af Banda- ríkjaher, alveg eins og mörgum fannst sem gamla Varsjárbandalagið væri angi af sov- éska hernum . Menn geta svo deilt um hvort þetta sé rétt eða röng skoðun, en þegar við bætist stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael eru ýmsir múslimar sem vilja ekki lengra . Mekka, hin heilaga borg múhameðs trúar- manna, er í Sádi-Arabíu og ríkis stjórn landsins vill ekki sýnast of hlið holl Banda- ríkjunum, enda völt í sessi . Það þarf víst ekki að fara neinum getgátum um áhuga Atlants- hafsbandalagsins á löndunum við Persa flóa Þ að þarf víst ekki að fara neinum getgátum um áhuga Atlantshafs- bandalagsins á löndunum við Persa - flóa — hvort það er olían, aðstaða til hern aðar í Suðvestur-Asíu, og/eða mann rétt inda brot olíu furst anna sem við þykjumst ekki sjá .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.