Þjóðmál - 01.09.2012, Page 36

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 36
 Þjóðmál haust 2012 35 saman í hópa eins og greint var frá hér að ofan, þá er stefnt að því í framtíðinni að þau lönd sem þess óska geti átt samstarf við At lants hafsbandalagið á tilteknum svið- um sem þau semja um, en önnur svið geti verið und an skilin . Þetta þýðir að 28 aðild- ar ríki band alagsins munu vinna saman með „utan garðs ríkjum“ að verkefnum sem geta tengst áætlanagerð, stjórnunarfræði að- gerða, borgaralegri og hernaðarlegri sam- vinnu, þjálfun og menntun, vörnum gegn hryðju verkum, vopnaþróun, notkun loft- rýmis, endurskipulagningu, endurnýjun, af vopn un, vísindum í friðsamlegum til- gangi og al manna vörnum . Þannig hafa rúm lega 1500 sam starfs verkefni af ýmsum toga verið ráðgerð . Atlantshafsbandalagið vill efla og styrkja samstarf við önnur lönd sem ekki eru aðilar að bandalaginu . En hér þarf að gera ráð fyrir sérstökum vandamálum sem geta komið upp . Allar ákvarðanir Atlantshafsbanda- lagsins eru teknar með samþykki allra aðildarríkja . Það er engin atkvæðagreiðsla með meiri hluta ákvörðunum, sem þýðir að hvert og eitt aðildarríkjanna 28 hefur í raun neitunar vald . Samstarfslöndin, sem ekki eru aðilar að bandalaginu, hafa hins vegar ekki ákvörð unar vald, en bandalagið tekur tillit til sjónar miða þeirra . Þeim mun fleiri sem taka þarf tillit til við ákvarðanir, þeim mun erfiðara er að að ná samstöðu . Árangurinn verður því oft minni en ella og niðurstaðan getur stundum endað í innihaldslitlum málamiðlunum . Þetta sést glögglega þegar stofnanir verða mjög stórar eða víðfeðmar eins og Sameinuðu þjóðirnar eða Öryggis- og Samvinnustofnun Evrópu . En hvaða ásteytingarmál verða hugsanleg í veröldinni á 21 . öldinni? Náttúruauðlindir A ðgangur að náttúruauðlindum er mikilvægur fyrir alla en þær eru ekki óþrjót andi . Spurningin kann því að verða hvort allar náttúruauðlindir eigi að fara undir alheims stjórn eða hvort þær eigi að vera áfram í einkaeign þjóða, jafnvel örþjóða eins og Íslands? Rússland, stærsta land jarðar, er gríðarlega auðugt af margvíslegum hráefnum . Rússar eru hins vegar ekki nema um 140 milljónir meðan Kínverjar eru 10 sinnum fjölmennari og Kínverja mun skorta ódýr hráefni í framtíðinni . Augljóst er að brugðið getur til beggja átta hjá Rússum að hafa slíkan risa sem nágranna . Það getur verið gott viðskiptalega séð, en alvarlegt ef stóri kaupand- inn/nágrann inn fer að setja afarkosti . Enginn vafi er á að Kínverjar gera sér grein fyrir nauðsyn þess að eiga sterkan al heims her til að gæta fjárfestinga sinna og við skipta- hagsmuna erlendis . Það mun eiga sérstaklega við í þeim löndum eða landssvæðum þar sem gnótt er hráefna en ríkisstjórnir eru ístöðulitlar . Þetta er kannski ekki ólíkt því hvernig Bandaríkjamenn hafa seilst til áhrifa um víða veröld síðastliðin 80 ár . Fólksfjölgunin Talið er að á jörðinni hafi búið um einn milljarður manna árið 1800 . Árið 1900 var mannfjöldinn kominn í 1½ milljarð, 3 A ðgangur að náttúruauðlindum er mikilvægur fyrir alla en þær eru ekki óþrjótandi . Spurningin kann því að verða hvort allar náttúruauðlindir eigi að fara undir alheimsstjórn eða hvort þær eigi að vera áfram í einkaeign þjóða, jafnvel örþjóða eins og Íslands?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.