Þjóðmál - 01.09.2012, Page 65

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 65
64 Þjóðmál haust 2012 Síðasta vor, nánar tiltekið 8 . mars, hélt frjálshyggjuhópur Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) málfund í Valhöll um stöðu hægristefnunnar . Á fundinum var einkum leitað svara við þeirri spurningu hvað íslenskir hægrimenn geti lært af atburðum síðustu ára og hvaða hugmyndafræðilegu stefnu þeir eigi að taka . Framsögumenn voru fjórir af atkvæða - mestu hugmyndafræðingum íslenskra frjáls - hyggju- og íhaldsmanna á síðustu árum: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn málafræði við Háskóla Íslands, Gunn laugur Jónsson, framkvæmdastjóri og at hafna maður, Jakob F . Ásgeirsson, rit- stjóri Þjóðmála og útgefandi, og Óli Björn Kárason, rit stjóri og varaþingmaður Sjálf- stæðis flokksins . Annar kunnur vara- þingmaður flokksins, Sigríður Andersen, héraðsd ómslögmaður og ein af aðstand end- um Andríkis, flutti síðan ávarp í fundar lok . Fundurinn var ágætlega sóttur og hann heppnaðist vel í alla staði . Ræðurnar voru innihaldsríkar og beittar . Framsögumenn voru spurðir spjörunum úr á milli erinda, umræður voru líflegar og svör gagnleg . Aðstandendur fundarins fengu afar jákvæð viðbrögð frá fundargestum að fundi loknum, sem sögðust sumir ekki muna eftir jafn mikilvægum og áhugaverðum fundi um stjórnmál og hugmyndafræði . Grundvallarmál voru rædd „af hreinskilni og hispursleysi“, eins og einn fundargestur orðaði það . Eins og ég rakti í inngangserindi mínu sem fundarstjóri, þá er því stundum haldið fram í þjóðmálaumræðunni að frjáls hyggju- menn í heiminum séu í vörn, að efa semdir hafi læðst að þeim, að stefna þeirra hafi ekki reynst raunhæf, að frjáls hyggjan hafi beðið skipbrot . En ekkert er fjær sanni . Frjálshyggjumenn hafa aldrei verið vissari í eigin sök, aldrei verið sannfærðari um að stefna þeirra sé eina raunhæfa leiðin, aldrei verið ákafari gegn hvers kyns málamiðlunum — gegn pils falda kapítal- isma og blönduðu hagkerfi . Mikil vægt er að krafturinn og gerjunin í hugmynda baráttu frjálshyggjumanna í Bandaríkj unum og víða annars staðar nái hingað til lands . Ásgeir Jóhannesson Ný sókn Lærdómur af málfundi frjálshyggjuhóps SUS um stöðu hægristefnunnar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.