Þjóðmál - 01.09.2012, Page 92
Þjóðmál haust 2012 91
miklir áhugamenn um hagfræði, og jafn vel
öfugt . Hvers vegna? Rökrétt hagfræði kennir
okkur að stöðugt peningamagn í umferð er
betra en eilíf innspýting ríkisvaldsins á fé í
umferð . Hún kennir okkur líka að auðsöfn-
un og fjárfestingar bæta framlegð og auka
auð sköpun hins venjulega vinn andi manns .
Hagfræðin kennir okkur að tilrauna starf-
semi, athafnafrelsi, fram seljanlegt eignar-
hald á takmörkuðum gæðum, lágir eða engir
skattar og sem minnstar viðskiptahindr anir
eru leiðin til efnislegrar velsældar . Sé svo gert
ráð fyrir því að flestir kjósi allsnægtir fram
yfir hungur, heilsu fram fyrir sjúkdóma,
húsnæði fram fyrir líf á götunni, ný og heil
föt fram fyrir götótta garma, og margt fleira,
komast margir hagfræðingar að þeirri skoð-
un að takmarkað og verulega lítið ríkisvald er
betra en stórt og fyrirferðarmikið ríkis vald .
Þetta er samt ekki hagfræði, heldur siðfræði
sem flestir ættu að geta stutt — sú siðfræði
að vilja sem mesta velmegun og sem best
lífsgæði fyrir sem flesta . Frjálshyggjumenn
sækja í sjóði hagfræðinnar og nota niður-
stöður hennar til að rökstyðja ágæti ein-
stakl ings frelsis og eignaréttar, en hvoru
tveggja eru frjálshyggjumenn vissulega
hlynnt ir af réttlætisástæðum, án tilvísunar
til hagfræðinnar .
Hagfræði er engu að síður ekki frjáls-
hyggja, og frjálshyggja er ekki hagfræði .
Hag fræði menntaður maður getur haft þá
skoðun að fólk eigi ekki að njóta vaxandi
allsnægta, færri sjúkdóma og tjáningarfrels-
is . Sá hagfræðingur mælir því með auknum
ríkisafskiptum, hærri sköttum og fleiri tak-
mörkunum á athafnafrelsi einstaklinga .
Frjálshyggjumaðurinn getur verið glóru laus
um allsnægtaráhrif takmörkunar á ríkisvaldi,
en engu að síður verið á móti ríkisafskiptum
og stjórnsemi ríkisvaldsins af þeirri einu
ástæðu að þannig sé réttlætinu best fullnægt .
Frjálshyggjumennirnir, sem skrifuðu stjórn-
ar skrá Bandaríkjanna, vís uðu ekki í bækur
hagfræðinnar heldur „náttúru legan“ rétt
mannsins til að fá að ráða sér sjálfur, og
varpa ríkisvaldinu af sér ef það hætti að þjóna
honum . En oftast gera frjáls hyggjumenn sér
grein fyrir því að hugmynda fræði þeirra er
meinholl fyrir hag kerfið, að því gefnu að
meiri auður og meiri allsnægtir fyrir fleiri og
fleiri sé jákvætt markmið .
Hrunið á rætur sínar að rekja til þess
að skorið var á tengsl athafnafrelsis og
ábyrgðar, en um það er ágætlega fjallað
í Ábyrgðarkverinu, sem kom út fyrir
skömmu .[3] Bankar fengu svigrúm til að
fjölfalda peninga og taka mikla áhættu með
þá í trausti þess að ef allt færi til fjandans
væri ríkisvaldið og seðlabanki þess tilbúið
að standa við bakið á þeim . Gróðinn
væri þeirra sem tækju áhættuna á meðan
hún borgaði sig, en tapið skyldi sent til
skattgreiðenda . Þetta kerfi er enn við lýði,
og nýtur enn stuðnings þorra almennings,
sem og Stefáns Snævars ef marka má ýmsa
kafla í bók hans . Sú hugmyndafræði sem
skóp aðstæðurnar sem leiddu til hrunsins
er enn ráðandi meðal stjórnmálamanna . Að
boða riftun á tengslum ríkis og hagkerfis,
yfirvalds og peningaútgáfu er talin firra og að
auki óframkvæmanleg . En ef almenningur
vill í raun og veru að ríkisvaldið, þrátt fyrir
hrikalega sögu sína í sæti peningaprentarans,
fái að halda áfram að gefa út peninga, þá
skulum við bara gera okkur grein fyrir því
að annað hrun er óumflýjanlegt og á næsta
leiti, og sennilega önnur bók frá Stefáni
líka þar sem frjálshyggjunni er kennt um
glundroða ríkisafskiptanna, enn og aftur .
Heimildir
1 . McMillan, Robert . 2012 . Xerox: Uh, We Didn’t
Invent the Internet. Sótt 28 . júlí 2012 . http://www .
wired .com/wired enter prise/ 2012/07/xerox-internet/
2 . Keynes, John Maynard . 1936 . The General Theory
of Employment, Interest and Money. New York:
Harcourt, Brace and World .
3 . Gunnlaugur Jónsson . 2012 . Ábyrgðarkver. Sögur .