Þjóðmál - 01.12.2012, Page 11

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 11
10 Þjóðmál VETUR 2012 aði málþóf . Hann gerði þó ekki annað en fara að þingskapalögum . Allar umræður eru eitur í beinum stjórnarþingmanna . Í stefnuræðu sinni 12 . september 2012 sagði Jóhanna Sigurðardóttir: Það er mat mitt að verði ekki breyting á vinnubrögðum hér á Alþingi þá stefni í óefni . Um þetta hljótum við að vera sammála hér í þessum sal, óháð því hvaða stjórnmálaflokki við tilheyrum . Við eigum því að sameinast um að bæta vinnu brögðin . Ég hef átt samtöl við forystumenn þeirra flokka sem sitja á Alþingi um þessi mál og verður þeim haldið áfram . Vonandi getur það leitt til þess að þinghaldið í vetur verði með öðrum brag en á liðnum þingum . Ekki er meira að marka þessi orð for- sætisráðherra en önnur . Hvorki heyrist hósti né stuna frá Jóhönnu þegar stjórnar- þingmenn ganga gegn virðingu alþingis á þann hátt sem hér er lýst eða á enn verri hátt þegar litið er til vinnubragða við endurskoðun stjórnarskrárinnar . Í stefnuræðu sinni lagði Jóhanna Sig- urð ardóttir áherslu á að gjaldmiðlamálin og gjaldeyrishöftin yrðu meðal mikil- væg ustu viðfangsefna næstu mánaða og missera . Auðlindamálin yrðu „einnig í brenni depli á komandi þingvetri“ með róttækum breytingum á fiskveiðikerfinu . Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði einnig að afgreiða og víkja „stóriðjueinstefnu“ til hliðar fyrir atvinnustefnu „sjálfbærs græns hagkerfis“ . Þá boðaði forsætisráðherra nauðsyn þess að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og baki öllu býr síðan ESB-aðildarumsóknin, höfuðmál Samfylkingarinnar . Þegar hvert þessara mála er skoðað kemur í ljós að engar líkur eru á að nokkru þeirra verði lokið á alþingi fyrir kosningar í apríl 2013 . Öllum er í raun fyrir bestu að meðferð þessara mála undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur ljúki strax með þingrofi og nýjum kosningum . II . Fyrir kosningar 2009 voru forystu-menn SF og VG líklega í góðri trú um að yrði sótt um aðild að ESB sumarið 2009 mundi aðildarferlinu ljúka á kjörtíma bil- inu . Greitt yrði þjóðaratkvæði um niður- stöðu viðræðnanna í síðasta lagi fyrir áramót 2012 og málið yrði að baki sem flokkspóli- tískt ágreiningsefni í kosningum í apríllok eða byrjun maí 2013 . Sérfræðingar SF töluðu á þann veg fyrir kosningar í apríl 2009 og Olli Rehn, þá- ver andi stækkunarstjóri ESB, auk Carls Bildts, utanríkisráðherra Svía, ýttu undir þá skoðun að Íslendingar ættu hraðferð fyrir höndum inn í ESB . Þetta hefur allt reynst rangt . Í byrjun desember 2012 hefur 21 viðræðukafli af 33 verið opnaður, allt eru það kaflar sem voru í raun opin bók vegna EES-aðildarinnar í upphafi aðildarviðræðn- anna . Ekkert hefur þar komið á óvart . Hins vegar sýnist koma íslenskum ráð- herr um og fylgismönnum þeirra á alþingi á óvart að ekki skuli hafnar viðræður við þá um „erfiðu kaflana“, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál . Steingrímur J . Sigfússon varð ekki fyrr orðinn sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra en hann fór (25 . janúar 2012) til Brussel til að hnykkja á nauðsyn þess að hefja sem fyrst hinar „eiginlegu viðræður“, það er um fisk og landbúnað . Vandi Steingríms J . er hins vegar sá á heimavelli að hann ræður ekki við að móta afstöðu Íslands í viðræðunum við ESB þegar kemur að landbúnaðarmálum . Í um hálft ár hefur verið tekist á um orðalag í afstöðu Íslands þegar rætt er um viðskipti „Töfrandi“ – New York Times Einstaklega læsileg og stórfróðleg bók um mesta skáksnilling sögunnar sem tengdist Íslandi óvenjulegum böndum. „Skemmtileg og spennandi ... Mozart taflborðsins er óaðgreinanlegur frá skrímsli ofsóknarkenndrar sjálfselsku í þessari hrífandi ævisögu ...“ – Publishers WeeklyUgla

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.