Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 11
10 Þjóðmál VETUR 2012 aði málþóf . Hann gerði þó ekki annað en fara að þingskapalögum . Allar umræður eru eitur í beinum stjórnarþingmanna . Í stefnuræðu sinni 12 . september 2012 sagði Jóhanna Sigurðardóttir: Það er mat mitt að verði ekki breyting á vinnubrögðum hér á Alþingi þá stefni í óefni . Um þetta hljótum við að vera sammála hér í þessum sal, óháð því hvaða stjórnmálaflokki við tilheyrum . Við eigum því að sameinast um að bæta vinnu brögðin . Ég hef átt samtöl við forystumenn þeirra flokka sem sitja á Alþingi um þessi mál og verður þeim haldið áfram . Vonandi getur það leitt til þess að þinghaldið í vetur verði með öðrum brag en á liðnum þingum . Ekki er meira að marka þessi orð for- sætisráðherra en önnur . Hvorki heyrist hósti né stuna frá Jóhönnu þegar stjórnar- þingmenn ganga gegn virðingu alþingis á þann hátt sem hér er lýst eða á enn verri hátt þegar litið er til vinnubragða við endurskoðun stjórnarskrárinnar . Í stefnuræðu sinni lagði Jóhanna Sig- urð ardóttir áherslu á að gjaldmiðlamálin og gjaldeyrishöftin yrðu meðal mikil- væg ustu viðfangsefna næstu mánaða og missera . Auðlindamálin yrðu „einnig í brenni depli á komandi þingvetri“ með róttækum breytingum á fiskveiðikerfinu . Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði einnig að afgreiða og víkja „stóriðjueinstefnu“ til hliðar fyrir atvinnustefnu „sjálfbærs græns hagkerfis“ . Þá boðaði forsætisráðherra nauðsyn þess að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og baki öllu býr síðan ESB-aðildarumsóknin, höfuðmál Samfylkingarinnar . Þegar hvert þessara mála er skoðað kemur í ljós að engar líkur eru á að nokkru þeirra verði lokið á alþingi fyrir kosningar í apríl 2013 . Öllum er í raun fyrir bestu að meðferð þessara mála undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur ljúki strax með þingrofi og nýjum kosningum . II . Fyrir kosningar 2009 voru forystu-menn SF og VG líklega í góðri trú um að yrði sótt um aðild að ESB sumarið 2009 mundi aðildarferlinu ljúka á kjörtíma bil- inu . Greitt yrði þjóðaratkvæði um niður- stöðu viðræðnanna í síðasta lagi fyrir áramót 2012 og málið yrði að baki sem flokkspóli- tískt ágreiningsefni í kosningum í apríllok eða byrjun maí 2013 . Sérfræðingar SF töluðu á þann veg fyrir kosningar í apríl 2009 og Olli Rehn, þá- ver andi stækkunarstjóri ESB, auk Carls Bildts, utanríkisráðherra Svía, ýttu undir þá skoðun að Íslendingar ættu hraðferð fyrir höndum inn í ESB . Þetta hefur allt reynst rangt . Í byrjun desember 2012 hefur 21 viðræðukafli af 33 verið opnaður, allt eru það kaflar sem voru í raun opin bók vegna EES-aðildarinnar í upphafi aðildarviðræðn- anna . Ekkert hefur þar komið á óvart . Hins vegar sýnist koma íslenskum ráð- herr um og fylgismönnum þeirra á alþingi á óvart að ekki skuli hafnar viðræður við þá um „erfiðu kaflana“, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál . Steingrímur J . Sigfússon varð ekki fyrr orðinn sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra en hann fór (25 . janúar 2012) til Brussel til að hnykkja á nauðsyn þess að hefja sem fyrst hinar „eiginlegu viðræður“, það er um fisk og landbúnað . Vandi Steingríms J . er hins vegar sá á heimavelli að hann ræður ekki við að móta afstöðu Íslands í viðræðunum við ESB þegar kemur að landbúnaðarmálum . Í um hálft ár hefur verið tekist á um orðalag í afstöðu Íslands þegar rætt er um viðskipti „Töfrandi“ – New York Times Einstaklega læsileg og stórfróðleg bók um mesta skáksnilling sögunnar sem tengdist Íslandi óvenjulegum böndum. „Skemmtileg og spennandi ... Mozart taflborðsins er óaðgreinanlegur frá skrímsli ofsóknarkenndrar sjálfselsku í þessari hrífandi ævisögu ...“ – Publishers WeeklyUgla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.