Þjóðmál - 01.12.2012, Page 13
12 Þjóðmál VETUR 2012
með lifandi dýr . Í orði segir Steingrímur
J . að hann vilji að sjálfsögðu hindra inn-
flutning lifandi dýra . Á borði eltir hann
hins vegar utanríkisráðuneytið sem vill ekki
að neitt sé sagt með þeim orðum í Brussel
að viðmælendur þar telji að sér vegið með
skýrum kröfum og skilyrðum . Stendur
enn í stappi innan utanríkismálanefndar
alþingis vegna þessa eftir umræður þar
síðan í ágúst .
Þá hefur slitnað upp úr viðræðum innan
íslenska hópsins um landbúnaðarmál í
ESB-viðræðunum . Fulltrúar bænda telja að
innan hópsins hafi embættismenn Stein-
gríms J . slegið út af borðinu kröfur um
tollvernd vegna íslensks landbúnaðar þrátt
fyrir gefin fyrirheit í bréfi Jóns Bjarna sonar,
þáv . landbúnaðarráðherra, 22 . júní 2011,
um að staðinn yrði vörður um þessa vernd .
Steingrímur J . kýs að gera lítið úr orðum og
bréfi Jóns . Landbúnaðarhópurinn er hins
vegar óstarfhæfur .
Í sjávarútvegsmálum situr allt við hið
sama milli Íslands og ESB á meðan makríl-
deilan er óleyst . Þar er engin lausn í sjón-
máli en kröfur aukast innan ESB um að
Íslend ingar verði beittir refsiaðgerðum
fyrir það að nýta rétt sinn í samræmi við
hafréttar sátt mála Sameinuðu þjóðanna .
Þróunin innan ESB er á þann hátt að
óvissan um framtíð sambandsins sjálfs
magnast stig af stigi . Þess vegna getur í
raun enginn sagt inn í hvaða ESB Íslend-
ingar mundu ganga ef hið ólíklega gerðist
að sameiginleg niðurstaða fengist í aðildar-
viðræðunum .
Eina leiðin til að binda á þetta vonlausa
aðildarferli er að ný ríkisstjórn komi til
sögunnar á Íslandi . Stjórn Jóhönnu Sig urð-
ardóttur er föst í fortíðinni í ESB-málinu,
hún er bundin af samþykkt alþingis frá
2009 sem í raun er úrelt vegna breyttra
aðstæðna .
III .
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræddi stjórnarskrármálið í stefnuræðu sinni
12 . september 2012 sagði hún meðal
annars:
Alþingi Íslendinga hefur þá skyldu gagn -
vart almenningi að nálgast það úr lausn ar-
efni sem nú liggur fyrir [í stjórn ars krár-
málinu] af mikilli virðingu og metnaði .
Láta verður af deilum um formsatriði og
snúa sér að efni máls . Þar kunnum við að
hafa mismunandi sýn á tiltekin atriði en
þó er þar fleira sem sam einar okkur en
sundrar .
Í ljósi þess hvernig haldið hefur verið á
stjórn arskrármálinu eftir hina fokdýru
skoð anakönnun ríkisstjórnarinnar 20 .
okt óber 2012 eru ofangreind orð Jóhönnu
Sig urðar dóttur hrein öfugmæli . Á alþingi
hefur alls ekki verið lögð áhersla á að
nálgast stjórnarskrármálið „af mikilli virð-
Þ róunin innan ESB er á þann hátt að óvissan um
framtíð sambandsins sjálfs
magnast stig af stigi . Þess vegna
getur í raun enginn sagt inn í
hvaða ESB Íslend ingar mundu
ganga ef hið ólíklega gerðist að
sameiginleg niðurstaða fengist í
aðildar viðræðunum . Eina leiðin
til að binda á þetta vonlausa
aðildarferli er að ný ríkisstjórn
komi til sögunnar á Íslandi .