Þjóðmál - 01.12.2012, Page 21

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 21
20 Þjóðmál VETUR 2012 fram í dag að Reykjavík geti orðið fjár- málamiðstöð eða sé að keppa við New York eða London í fjármálastarfsemi . Því er erfitt að skilja hvers vegna þær umræður sem eiga sér stað um stöðu fjármálakerfa þeirra eigi við hér . Á Íslandi er ein atvinnugrein sem starfar á ábyrgð almennings . Það er bankakerfið . Miðað við bitra reynslu Íslendinga er erfitt að sjá hvað hefur tafið eðlilegar kerfisbreyt- ingar bankanna . Seðlabanki Íslands tapaði hundruðum milljarða við þrot bankana 2008 vegna þess að hann reyndi að vera „lánveitandi til þrautavara“ fyrir bankanna . Ef almenningur er spurður þá vill hann ekki vera lánveitandi til þrautavara . Þó að Seðlabankinn þykist hafa það hlutverk, þá er það bara að nafninu til því reikningurinn er sendur á fjármálaráðuneytið sem aftur sendir hann á almenning . Í dag eru Arion og Íslandsbanki að langmestu leyti í eigu vogunarsjóðanna, hvers vegna er íslenskur almenningur að gangast í ábyrgð fyrir slíka fjármálastarfsemi? Lokaorð Á Íslandi eru eftirsóttustu eignirnar þær sem skapa alþjóðleg verðmæti . Gjald- eyrisskapandi greinar skipta öllu varð andi lífskjör almennings . Hagsmunir lands- manna eru því að standa vörð um slíkar eignir, og að allir hafi að þeim jafnan að- gang . AGS lánaði og hafði milligöngu um lán til Íslands fyrir um 5,5 milljarða dollara . Gjaldeyrisforði Seðlabankans byggir að stóru leyti á þessu láni . Ef Ísland ætlar að geta staðið við skuldbindingar sínar alþjóð- lega þýðir ekki að gefa vogunarsjóðunum að gang að öllu þessu fjármagni, því þá situr almenn ingur og AGS eftir með sárt ennið . Hér er ekki verið að tala um að níðast á vogunarsjóðunum, heldur frekar að koma í veg fyrir að þeir geti níðst á landsmönnum . Sameiginlegt vandamál AGS, vogunar- sjóða og Íslands eru gjaldeyrishöftin og þar þurfa allir að koma að lausn vandans . Þar á enginn að hafa réttindi umfram aðra . Á Íslandi er ein atvinnugrein sem starfar á ábyrgð almennings . Það er bankakerfið . Miðað við bitra reynslu Íslendinga er erfitt að sjá hvað hefur tafið eðlilegar kerfisbreytingar bankanna . . . Ef almenningur er spurður þá vill hann ekki vera lánveitandi til þrautavara . Þó að Seðlabankinn þykist hafa það hlutverk, þá er það bara að nafninu til því reikningurinn er sendur á fjármálaráðuneytið sem aftur sendir hann á almenning .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.