Þjóðmál - 01.12.2012, Page 25

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 25
24 Þjóðmál VETUR 2012 hafa verið að skoða Mbl . frá tíma vinstri stjórnarinnar 1971–1974 . Þá kæmi í ljós að stjórnarandstaða Mbl . hefði ekki verið harðari þá en nú, þótt okkur fyndist það kannski . Við hefðum aldrei náð sókn ar- stöðu gagnvart þáverandi ríkisstjórn fyrr en í nóvember 1973, þegar búið var að semja um landhelgismálið . Það hefði því ekki verið fyrr en síðustu 7–8 mánuði þeirrar vinstri stjórnar, sem við hefðum náð tökum á stjórnarandstöðunni . Þá benti ég á að fyrir 1983 hefðum við ritstjórar Mbl . starfað í skjóli Geirs, sem formanns flokksins, sem hefði jafnan tekið upp hanzkann fyrir blaðið þegar að því var ráðizt innan flokksins . Nú hefðum við ekkert slíkt skjól og stæðum á berangri, sem væri ný lífsreynsla fyrir okkur . Loks benti ég á að þá hefðu flokkur og blað verið samstiga í öllum meginmálum en nú væri einfaldlega skoðanamunur á milli Mbl . og Sjálfstæðisflokksins, sem þýddi að stjórnarandstaðan væri náttúrlega ekki eins sterk og samhent og hún gæti verið . Geir bætti hér við að hann og við hefðum talað mikið saman, við hefðum haft áhrif á hann eins og sagt hefði verið á þeim tíma, en hann hefði vonandi líka haft áhrif á okkar skoðanir . Geir Hallgrímsson lézt 1 . september 1990 — níu mánuðum eftir að þetta samtal fór fram, 64 ára að aldri . Horft til baka Um hvað snerust átökin í Sjálfstæðisflokkn- um á árunum 1970–1985? Þegar horft er til baka er auðveldara að meta það en í þeirri orrahríð sem stóð yfir frá degi til dags og nánast aldrei var lát á . Þau snerust um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að standa vörð um grundvallarstefnu sína í málefnum lands og þjóðar, hvort sem það leiddi til vinsælda eða óvinsælda og hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum og samtölum við þjóðina, það fólk sem flokkurinn sótti umboð sitt til . Eða hvort hann ætti að stunda pólitíska tækifærismennsku og reka dægurpólitík, og hrekjast undan veðri og vindum . Það er svolítið athyglisvert að í þessu síðasta samtali okkar Matthíasar Johannessen við Geir Hallgrímsson skyldi hann, sem þá vissi að hann átti ekki langt eftir ólifað, vera með hugann við þessi grundvallarviðhorf eins og þau sneru að Morgunblaðinu og útgáfu þess og kannski hræddur um að við Matthías værum að hrekjast af leið . Hvaða mælikvarða notum við um vel- gengni eða hrakfarir í pólitík? Við höfum mörg hver áreiðanlega tilhneigingu til að meta feril stjórnmálamanna eftir því hversu lagnir þeir voru, og eru, við að halda völdum og það sem lengst . En er það réttur mælikvarði? Skiptir það ekki meira máli frá sjónarhóli almanna- hagsmuna hvaða árangri þeir menn, sem valdir eru til hinna æðstu metorða, ná í hagsmunamálum fólksins sem þeir eru að vinna fyrir? Ef við notum þann mælikvarða er Geir Hallgrímsson einn af merkari stjórn- málaleiðtogum íslenzku þjóðarinnar á 20 . öldinni . Hann skilaði árangri, sem hafði raunveruleg og langvarandi áhrif á líf fólksins í landinu . Verk hans á vettvangi Reykja víkur borgar eru óumdeild . Óumdeilt er að hann leiddi andstöðuna við alvarlegustu tilraun, sem gerð var til þess að gjörbreyta stöðu Íslands í samfélagi frjálsra, vestrænna þjóða, þegar segja átti upp varnarsamningnum við Bandaríkin, og hafði sigur . Hann lauk því máli með því að tryggja öryggi Íslands fram yfir lok kalda stríðsins . Óumdeilt er að hann hafði forystu um þá stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómílur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.