Þjóðmál - 01.12.2012, Side 26

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 26
 Þjóðmál VETUR 2012 25 og leiddi þá baráttu til sigurs, þrátt fyrir úrtöluraddir í vinstriflokkunum fyrir útfærsluna og úrtöluraddir í eigin flokki, þegar spennan var sem mest . Óumdeilt er að ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hafði náð verulegum árangri í baráttu við óðaverðbólguna vorið 1977, þegar hún var komin úr 52% vorið 1974 niður í 26% í maí 1977 . En jafn óumdeilt er að sá árangur fór fyrir bí með sólstöðusamningum vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar í júní 1977 . Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens gekk frá borði vorið 1983 og skildi eftir sig verðbólgu á ársgrundvelli sem var komin yfir 100% og þá var verðtrygging komin til sögunnar . Það er svo mál út af fyrir sig að þegar horft er á efnahagsstjórn Íslands yfir 20 ára tímabil er það saga um ótrúlegt fúsk og klúður . Á þessum tíma var nægileg vitneskja og þekking fyrir hendi til þess að halda betur á málum . Það var ekki gert vegna þess að forystumenn á sviði stjórnmála voru fyrst að hugsa um eigin pólitískan hag, síðan um hagsmuni flokka sinna, þá um þá hagsmunahópa sem höfðu greiðastan aðgang að þeim og síðast um heildarhagsmuni þjóðarinnar . Frá þessu er ein undantekning þ .e . forsætisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar 1974–1978 . Óumdeilt er að Geir Hallgrímsson skilaði Sjálfstæðisflokknum af sér sameinuðum, með meðalfylgi í þingkosningum og aðild að ríkisstjórn haustið 1983 . Þetta var Hallur skorar illvígasta TABÚ veraldar á hólm Váfugl gerist seint á núöld þegar Ísland leitar útgöngu úr stórríki Evróníu ... Eyjatröllið Krummi tekst á við hinn svarta váfugl sem hefur hreiðrað um sig djúpt, djúpt í myrkviðum mannlegrar vitundar. „Besta bók frá Íslandi síðan SJÁLFSTÆTT FÓLK...“ - Dan Hannan, Evrópuþingmaður „Allt í senn hrollvekja, spennusaga og ádeila ...“ - Hrafn Jökulsson Lævíslega læðist kolsvartur váfugl aftan að mannkyni ... Nýir tímar - Ný útgáfa „Þú hefur fundið helvíti, minn kæri Krummi!“ hrópar Helgi undrandi. „Dýflissu mannkyns,“ botnar tröllið. Váfugl brýnir, glyrnur gráðugar, ágrind, öfund, mannlíf siðspillist. Klær kreppast.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.