Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 27

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 27
26 Þjóðmál VETUR 2012 pólitískt afrek, sem hann vann vegna þess að hann stóð eins og klettur í hafinu, sem brotsjóir dundu á og haggaðist aldrei . Veikleikar hans voru þessir að mínum dómi: Hann tók við forystu Sjálfstæðisflokksins á umbrotatímum í þjóðfélagsmálum . Bar- átta 1968-kynslóðarinnar hafði leitt til þess að viðteknar skoðanir voru ekki lengur viðteknar skoðanir . Samfélög Vesturlanda horfðu með gagnrýnni augum á stjórnendur sína en áður . Geir Hallgrímsson tók út sitt pólitíska uppeldi í öðru andrúmslofti og átti ekki alveg auðvelt með að laga sig að þessum breyttu tímum . Alveg sérstaklega var hin nýja og opna fjölmiðlun honum erfið . Hann átti ekki auðvelt með að tala frjálslega við annað fólk og allra sízt við fjölmiðlafólk . Hann hafði ekki heldur áhuga á að viðra sig upp við þá stétt og var ekki tamt að eiga frumkvæði að samskiptum við aðra . Honum var heldur ekki eiginlegt að byggja upp trúnaðarsambönd við forystumenn annarra flokka . Hann var stefnufastur maður á tímum þegar stefnufesta var ekki endilega í há- vegum höfð . Hann hafði hugsað afstöðu sína til þjóðmála djúpt og í þaula á tímum sem hömpuðu fremur yfirborðsmönnum . Undirferli og neðanjarðarhernaður var honum svo fjarlægt að hann var í raun og veru ófær um að stunda slík vinnubrögð, þótt þeim væri óspart beitt gegn honum . Hann var gagnrýndur fyrir hik og óákveðni en svaraði þeirri gagnrýni sjálfur með eftirminnilegum hætti í viðtali við Jónínu Michaelsdóttur í dagblaðinu Vísi 1980 . Hann sagði: Það veldur mér satt að segja vonbrigðum, ef ég er talinn óákveðinn . Ég hef í farangrinum pólitíska sannfæringu og á mjög auðvelt með að breyta í samræmi við hana á hverjum tíma . Ef svo væri ekki hefði ég ekki verið í pólitík allt mitt líf . . . Ég er fyrst og fremst í stjórnmálum af því að ég hef pólitíska sannfæringu en ekki af því að ég sækist eftir völdum . Hins vegar segir sig sjálft að það skiptir máli að hafa völd til að vinna sannfæringu sinni brautargengi . Stjórnmálaflokkar eru endurspeglun á þeim samfélögum sem þeir starfa í . Enginn stjórn- mála flokkur endurspeglar íslenzkt sam félag jafn vel og Sjálfstæðisflokkurinn með kostum þess og göllum . Það verður að segja þá sögu eins og hún er að á því árabili, sem hér er fjallað um, var Sjálfstæðisflokkurinn undirlagður af persónu legum átökum . Þar vógu menn hver annan ef þess var nokkur kostur . Það er ástæðulaust að fegra þessa mynd . Í öllum megin dráttum er sú mynd, sem hér hefur verið dregin upp af átökum þessara ára innan Sjálfstæðisflokksins rétt, þótt menn geti greint á um einstaka atburði . En af þessari sögu má læra . Stjórn- málaflokkar, sem eyða orku sinni í innbyrðis átök vegna metnaðar einstaklinga, sem vilja leggja allt í sölurnar fyrir tiltekin embætti, uppskera eins og þeir sá til . Þessi átök í Sjálfstæðisflokknum snerust ekki um ólík viðhorf til málefna . Það er ekki hægt að færa nokkur efnisleg rök fyrir því, að Gunnar Thoroddsen og/eða Albert Guðmundsson hafi verið málsvarar einhvers sem hægt er að kalla „frjálslyndari“ stefnu í þjóðmálum . Þeir voru málsvarar eigin metnaðar . Sú arfleifð, sem Geir Hallgrímsson skyldi eftir sig í stjórnmálum fyrir nýjar kynslóðir í Sjálfstæðisflokknum, var að halda fast við hugsjónir og stefnufestu og sýna heiðarleika í samskiptum við annað fólk, innan flokks og utan en ekki sízt í samskiptum við fólkið í landinu, það fólk sem hafði sýnt honum trúnað og traust .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.