Þjóðmál - 01.12.2012, Side 29

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 29
28 Þjóðmál VETUR 2012 og framandi skýringar á hegðun án þess að horfa til enda á hugsanlegar afleiðingar . Með því að stofnanir hafast ekkert að • þegar skapandi lögskýringar og reikn- ingsskil birtast í samskiptum eininga og einstaklinga í samfélaginu . Durkheim taldi að græðgi væri engum líf- fræðilegum takmörkum háð . Því taldi Durk heim nauðsynlegt að setja fjár mála- kerfi nu reglur, svo fjármálakerfið koll varpi ekki öðrum þáttum samfélagsins (Durk- heim, 1952/1897) . Auðsöfnun í formi bankainnistæðna eru tiltölulega lítil tak - mörk sett vegna rýmis og vörslu . Ein birtingarmynd siðrofs er skapandi • lögskýring . Með skapandi lögskýringu varðandi löggjöf á fjármálamarkaði er átt við að reglur séu túlkaðar að þörfum fjár- málafyrirtækis . Það kann að vera til að auka á umsvif og arðsemi þess en kann jafnframt að auka áhættu í rekstri þess . Önnur birtingarmynd siðrofs er skap andi • reikningsskil. Með skapandi reikn ings- skilum er átt við að reikningsskil séu gerð í þeim tilgangi og markmiðum, sem stjórn endur ætla sér, fremur en að fylgt sé lögum og góðri reikningsskilavenju . Í reikningsskilum íslenskr a fjármála- stofn ana á árunum fyrir hrun var t .d . horft fram hjá eðli útlána en einblínt á form ið, þar sem tryggingar voru hluta- bréf í stofnununum sjálfum . Þannig var eigið fé þeirra ofmetið, svo og útlán þar sem tryggingar voru hlutabréf eða stofnfjárbréf í öðrum fjár mála- stofnunum . Lán til eignar haldsfélaga með undirliggjandi eign (veð) í hluta- bréfum í bönkum eru víkj andi lán til viðkomandi banka . Við veðkall verður til eftirstæð krafa í hið undir liggjandi félag . Þá verður virk 85 . gr . laga um fjármálafyrirtæki, þ .e . að útlán með veði í eigin hlutabréfum krefjast 100% eiginfj árbindingar . Þannig byggðist upp kerfisáhætta í fjármála kerfinu sem ekki varð lesin í reikn ingsskilum bank- anna . Með kerfisáhættu er átt við að einn einstakur atburður geti leitt til keðjuverkandi áhrifa á allt fjár mála- kerfið, sem að lokum leiðir til þess að fjár málakerfið verður fyrir áfalli og jafn vel hrynur . Í þessari grein verður sýnt fram á að einka- væðing íslensku viðskiptabankanna ber á marga vegu keim af siðrofi . Í einka- væðingarferlinu var ýmsum gömlum gildum hafnað . Löggjöf var túlkuð með frjálslegum hætti og í reikningsskilum fjármálastofnana var fremur horft á form en efni og eðli fjármálagerninga . Þróun löggjafar um fjármálamarkaði á Íslandi Fjármálamarkaðurinn lýtur sérstökum lögmálum . Það er í raun viðurkennt með því að löggjafinn hefur með lagasetn- ingu sett ítarlegri leikreglur á fjármála- markaði en í viðskiptalífinu almennt . Um rekstur fjármálafyrirtækja gildir mjög ströng löggjöf . Hún hefur þróast í takt við starfsemi á markaðnum og tekur mið af reynslu og þörf . Hún tekur þannig einkum til hins viðtekna og þekkta en nær síður til nýjunga . Í þeim efnum verður samfélagið að reiða sig á að fagmennska, ábyrgð og varfærni ríki í rekstrinum . Bankar og fjármálafyrirtæki þurfa í starf semi sinni og viðskiptum að fylgja marg víslegum lagareglum og fyrirmælum sem stjórnvöld setja . Þessum reglum er ekki síst ætlað að vernda hagsmuni þeirra sem eiga viðskipti við bankana,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.