Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 29
28 Þjóðmál VETUR 2012 og framandi skýringar á hegðun án þess að horfa til enda á hugsanlegar afleiðingar . Með því að stofnanir hafast ekkert að • þegar skapandi lögskýringar og reikn- ingsskil birtast í samskiptum eininga og einstaklinga í samfélaginu . Durkheim taldi að græðgi væri engum líf- fræðilegum takmörkum háð . Því taldi Durk heim nauðsynlegt að setja fjár mála- kerfi nu reglur, svo fjármálakerfið koll varpi ekki öðrum þáttum samfélagsins (Durk- heim, 1952/1897) . Auðsöfnun í formi bankainnistæðna eru tiltölulega lítil tak - mörk sett vegna rýmis og vörslu . Ein birtingarmynd siðrofs er skapandi • lögskýring . Með skapandi lögskýringu varðandi löggjöf á fjármálamarkaði er átt við að reglur séu túlkaðar að þörfum fjár- málafyrirtækis . Það kann að vera til að auka á umsvif og arðsemi þess en kann jafnframt að auka áhættu í rekstri þess . Önnur birtingarmynd siðrofs er skap andi • reikningsskil. Með skapandi reikn ings- skilum er átt við að reikningsskil séu gerð í þeim tilgangi og markmiðum, sem stjórn endur ætla sér, fremur en að fylgt sé lögum og góðri reikningsskilavenju . Í reikningsskilum íslenskr a fjármála- stofn ana á árunum fyrir hrun var t .d . horft fram hjá eðli útlána en einblínt á form ið, þar sem tryggingar voru hluta- bréf í stofnununum sjálfum . Þannig var eigið fé þeirra ofmetið, svo og útlán þar sem tryggingar voru hlutabréf eða stofnfjárbréf í öðrum fjár mála- stofnunum . Lán til eignar haldsfélaga með undirliggjandi eign (veð) í hluta- bréfum í bönkum eru víkj andi lán til viðkomandi banka . Við veðkall verður til eftirstæð krafa í hið undir liggjandi félag . Þá verður virk 85 . gr . laga um fjármálafyrirtæki, þ .e . að útlán með veði í eigin hlutabréfum krefjast 100% eiginfj árbindingar . Þannig byggðist upp kerfisáhætta í fjármála kerfinu sem ekki varð lesin í reikn ingsskilum bank- anna . Með kerfisáhættu er átt við að einn einstakur atburður geti leitt til keðjuverkandi áhrifa á allt fjár mála- kerfið, sem að lokum leiðir til þess að fjár málakerfið verður fyrir áfalli og jafn vel hrynur . Í þessari grein verður sýnt fram á að einka- væðing íslensku viðskiptabankanna ber á marga vegu keim af siðrofi . Í einka- væðingarferlinu var ýmsum gömlum gildum hafnað . Löggjöf var túlkuð með frjálslegum hætti og í reikningsskilum fjármálastofnana var fremur horft á form en efni og eðli fjármálagerninga . Þróun löggjafar um fjármálamarkaði á Íslandi Fjármálamarkaðurinn lýtur sérstökum lögmálum . Það er í raun viðurkennt með því að löggjafinn hefur með lagasetn- ingu sett ítarlegri leikreglur á fjármála- markaði en í viðskiptalífinu almennt . Um rekstur fjármálafyrirtækja gildir mjög ströng löggjöf . Hún hefur þróast í takt við starfsemi á markaðnum og tekur mið af reynslu og þörf . Hún tekur þannig einkum til hins viðtekna og þekkta en nær síður til nýjunga . Í þeim efnum verður samfélagið að reiða sig á að fagmennska, ábyrgð og varfærni ríki í rekstrinum . Bankar og fjármálafyrirtæki þurfa í starf semi sinni og viðskiptum að fylgja marg víslegum lagareglum og fyrirmælum sem stjórnvöld setja . Þessum reglum er ekki síst ætlað að vernda hagsmuni þeirra sem eiga viðskipti við bankana,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.