Þjóðmál - 01.12.2012, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 30
 Þjóðmál VETUR 2012 29 bæði þeirra sem láta þeim fjármuni í té og þeirra sem fá þá að láni . Að því er þá fyrrnefndu varðar hafa þeir sjaldnast mikla möguleika á að fylgjast með því eða afla upplýsinga um hvernig banki eða fjármálafyrirtæki ráðstafa fjármun um, sem þau hafa tekið við sem innláni eða feng- ið að láni . Sparifjáreigandi, sem leggur fé inn í banka, er að veita honum lán . Það lán er án trygginga, en sparifjáreigandinn verður að mega treysta því að bankinn taki fullgildar tryggingar fyrir ráðstöfun fjár hans í útlánastarfsemi sinni . Fjármálafyrirtæki í víðasta skilningi, þ .e . bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og lífeyrissjóðir, eru einingar, sem tengjast almannahagsmunum . Í lög um um endurskoðendur, nr . 79/2008, eru gerð- ar sérstakar kröfur um óhæði endur skoð - enda slíkra eininga . Að auki lúta þessar ein - ingar sérstöku eftirliti Fjármálaeftirlitsins . Hér á landi er enn í gildi að lögum til- skipun frá 9 . febrúar 1798, þ .e . „Tilskipun um áritun afborgana á skuldabréf“ til að bæta réttaröryggi í lánaviðskiptum . Þetta er hluti af aldagamalli hefð og fellur vel að hugmyndum Durkheim, að áliti félags- fræðinga . Einnig er vert að nefna að meðal elstu gildandi laga, sem hafa verulega þýð- ingu í einkaréttarlegum samningum, eru lög um víxla og lög um tékka, nr . 93 og nr . 94/1934, hvor tveggja byggð á sambærilegri lög gjöf á Norðurlöndum á sínum tíma . Bæði þessi form fjármálagerninga lúta ströngum form skilyrðum samkvæmt þessum lögum og öll dóma framkvæmd, þar sem byggt er á þess um lögum, tekur mið af hinu stranga formi . Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins eru tald- ir upp þrjátíu lagabálkar, sem gilda um fjár málamarkaðinn, sá elsti frá 1991 . Flest þessara laga eru innleiðingar á tilskipunum Evrópu sambandsins samkvæmt EES-samn- ingi, þ .e . lög nr . 2/1993 . Inn í upp taln- ingu FME vantar þó hlutafélagalögin, nr . 2/1995, það að fjármálafyrirtæki skuli rekin sem hlutafélög og réttarreglur hlutafélaga skuli gilda um sparisjóði, sem ekki eru reknir sem hlutafélög . Það vekur athygli að hæstiréttur hefur aðeins níu sinnum á 1. mynd. Innlán í innlánsstofnunum (Seðlabanki Íslands, 2008a) .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.