Þjóðmál - 01.12.2012, Page 31

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 31
30 Þjóðmál VETUR 2012 árunum 1999–2008 dæmt í málum þar sem reynir á hlutafélagalögin . Á árunum frá 1998 til 2008 óx fjár mála- markaður á Íslandi verulega að umfangi . Bankarnir juku útlán sín til innlendra viðskiptavina, byrjuðu að lána erlendum viðskiptavinum sjá 1 . mynd, bls . 29), stofnuðu útibú og dótturfyrirtæki erlendis, auk þess sem bankarnir hófu innlánasöfnun erlendis í gegnum útibú sín þar . Þar ber helst að nefna Icesave-innlánareikninga Landsbanka Íslands hf . í Bretlandi og Hollandi, þar sem innlánin uxu mjög hratt . Þannig uxu innlán erlendis um 2,1 milljarð EUR (Seðlabanki Íslands, 2008a) frá lokum júní 2008 til loka september 2008, en það er um það bil sú fjárhæð sem samningar hafa staðið um í viðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretland og Hollandi . Á þessu tímabili, sem 2 . og 3 . mynd vísa til, voru tveir ríkisbankar gerðir að hluta- félögum, þ .e . Landsbanki Íslands og Bún- aðarbanki Íslands, og fjárfestingarsjóðum steypt saman í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins (FBA), þ .e . Fiskveiðasjóði Íslands, Iðn þróunarsjóði og Iðnlánasjóði . FBA var síðar sameinaður banka sem hafði orðið til úr ríkisbanka, þ .e . Útvegsbanka Íslands, og þremur einkabönkum, þ .e . Alþýðu- bankanum hf ., Iðnaðarbanka Íslands hf . og Verslunarbanka Íslands hf . Að lokum voru hinir nýju bankar einkavæddir . Á árunum frá 2003 til 2008 gerðust hlutir sem enginn sá fyrir og enginn eftirlitsaðili lét sig varða, en sumir höfðu mikla hagsmuni af . Fjármálakerfið stækkaði og útlán bankanna jukust úr því að vera einföld landsframleiðsla í fimm- til sex föld landsframleiðsla og eru þá ótalin út lán í dótturfélögum erlendis . Síðustu ríkisbankarnir voru gerðir að hlutafélögum árið 1998 og seldir og einka- væddir árið 2003 . Þá hófst veruleg út - lána aukning í bankakerfinu, bæði til inn- lendra og erlendra lántaka, einstaklinga og fyrirtækja . 2. mynd. Útlán bankakerfisins . Þróun útlána til innlendra og erlendra aðila í innlendum hluta bankakerfisins, í þúsundum króna (Seðlabanki Íslands, 2008b) .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.