Þjóðmál - 01.12.2012, Page 38

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 38
 Þjóðmál VETUR 2012 37 bank anna og með stofnun Fjár fest ingar- banka atvinnulífsins, FBA, árið 1998 og síðar einkavæðingu þeirra . Einkavæðingu lauk í byrjun árs 2003 . Í þessu ferli gerðist það jafnframt að eldri stjórnendum og starfsmönnum var ýtt til hliðar og við tók ný kynslóð stjórnarmanna og stjórnenda . Á sama tíma var bankaeftirlit aðskilið frá Seðlabanka með stofnun Fjármálaeftirlitsins þar sem bankaeftirlit og Vátryggingaeftirlit voru sameinuð . Þar var einnig skipt um stjórnendur . Hinir nýju stjórnendur höfðu mjög takmarkaða reynslu á fjármálamarkaði . Það er á hinn bóginn alþekkt að í ná- lægum Evrópulöndum er haft á orði að enginn geti orðið æðsti stjórnandi í banka án þess að hafa mikla reynslu á fjár málamarkaði . Lágmarkið er að hafa þraukað í gegnum eina efnahagslægð með öllum sínum afskriftum og erfiðleikum, t .d . að fást við vandamál sjávarútvegsfyrirtækja þegar loðnuvertíð bregst . Um miðjan september 2003 dró til tíð- inda í verðbréfaviðskiptum . Aðfaranótt 18 . september sömdu ráðandi aðilar í þeim fyrir tækjum, sem skráð voru til við skipta í Kauphöll Íslands, um uppskiptingu á eign- ar haldi í sex félögum . Til samans voru þessi viðskipti með um 42% af markaðs verði félaga í úrvalsvísitölu Kauphallar inn—ar („Víð tæk uppstokkun fyrirtækja sam- steypa“, 2003) . Þeir einstaklingar sem keypt höfðu hluti í bönkum voru þar ráðandi . Meginniðurstaða þessara viðskipta var sú að eignarhald Hf . Eimskipafélags Ís- lands færðist til Landsbanka Íslands hf ., þ .e . viðskiptabanka félagsins . Í tilkynningu (flöggun) til Kaup hall ar- innar þann 26 . september 2003 er meðal annars sagt: Nafn tilkynningarskylds aðila, Lands- banki Íslands hf . Heimilisfang Austur- stræti 11 Reykjavík . Fjöldi hluta fyrir viðskipti: 506 .520 .728 . Fjöldi hluta eftir viðskipti: 525 .011 .323 . Hlutfall af heildarhlutafé fyrir viðskipti: 9,83% . Hlutfall af heildarhlutafé eftir viðskipti: 10,19% . Landsbanki Íslands hefur að auki gert framvirkan samning um kaup á kr . 303 .403 .659 að nafnvirði með vísan í tilkynningu til Kauphallar Íslands þann 19 . september sl . Eignarhlutur bankans eftir viðskiptin nemur kr . 828 .414 .982 að nafnvirði, eða 16,08% af heildarhlutafé . Landsbankinn hefur þar að auki umboð til að fara með atkvæði á hluthafafundi sem haldinn verður 9 . október n .k ., sem nemur 10,41% af heildarhlutafé .“ (The Nordic Exchange, e .d .) Umskipti urðu á íslenskum fjármálamarkaði með hlutafélagavæðingu ríkis bankanna og með stofnun Fjár festi ngar banka atvinnulífsins, FBA, árið 1998 og síðar einka væðingu þeirra . . . Í þessu ferli gerðist það jafnframt að eldri stjórnendum og starfs mönn um var ýtt til hliðar . . . Á sama tíma var bankaeftirlit aðskilið frá Seðlabanka með stofnun Fjármálaeftirlitsins þar sem bankaeftirlit og Vátrygginga- eftirlit voru sameinuð . Þar var einnig skipt um stjórnendur . Hinir nýju stjórnendur höfðu mjög takmarkaða reynslu á fjármálamarkaði .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.