Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 45
44 Þjóðmál VETUR 2012
Varamenn Íslands í nefndinni eru dr . jur .
Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstól-
inn í Lúxemborg, og Hjörtur Torfason, hrl .
og fyrrverandi hæstaréttardómari .
Í störfum sínum er Feneyjanefndinni
ætlað að stuðla að viðhaldi og framgangi
þriggja grunnþátta í stjórnskipunararfleið
Evrópu: Lýðræði, mannréttindum og rétt ar -
ríki sem jafnframt eru grunnstoðir Evrópu -
ráðs ins . Nefndin veitir almennt að stoð á
sviði stjórnskipunar; við kosn ingar, þjóð ar-
atkvæða greiðslur og starf semi stjórn mála-
flokka; og starfar með stjórnar skrár dóm-
stól um og umboðs mönn um auk þess sem
nefndin stendur að fjöl þjóðlegum rann-
sóknum, skýrslugerð og námskeiðum .*
Álit Feneyjanefndarinnar
Fyrstu álit Feneyjanefndarinnar litu dagsins ljós árið 1995, um það leyti
sem reyna tók á ákvæði stjórnarskráa
fyrrum kommúnistaríkja Mið- og Austur-
Evrópu . Stjórnarskrár þessara ríkja höfðu
flestar verið samdar frá grunni í miklu hasti
í von um að koma mætti á hefðbundnu
vestrænu lýðræðisstjórnkerfi byggðu á
mannréttindum, valddreifingu/-temprun
og réttarríkishugmyndum . Að undanförnu
hafa nokkur ríki Vestur-Evrópu leitað
til nefndarinnar vegna endurskoðunar
á ákvæðum eigin stjórnarskrár og/eða
tengdra ákvæða . Bretland, Noregur og Sviss
hafa óskað eftir áliti nefndarinnar á af-
mörk uð um þáttum eigin stjórnskipunar en
Belgía, Liechtenstein og Lúxemborg hafa
óskað eftir áliti hennar á endurskoð un á
viðkomandi stjórnarskrám . Finnland ósk-
aði álits Feneyjanefndarinnar á (endur)mati
(e . evaluation) á nýlegri stjórnarskrá lands-
ins frá 1999/2000 .
Ef ætlunin er að skoða eitthvað af
* Sjá frekari upplýsingar um Feneyjanefndina á: http://
www .venice .coe .int/site/main/Presentation_E .asp
ofannefndum álitum Feneyjanefndarinnar
í von um að fræðast nánar um vinnubrögð
nefndarinnar og hvers vænta megi af
umfjöllun hennar um erindi stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar Alþingis liggur bein-
ast við að athuga álit nefndarinnar á
finnsku stjórnarskránni (Opinion on the
Constitution of Finland) frá 14 .–15 . mars,
2008 .** Rökin fyrir því að skynsamlegt
sé fyrir Íslendinga að líta fyrst til álits
nefndarinnar á stjórnarskrá Finnlands frekar
en álita nefndarinnar um stjórnarskrár og
endurskoðunartillögur og -hugmyndir í
öðrum ríkjum eru fyrst og síðust þau að
Finnland er eitt Norðurlandanna fimm
eins og Ísland og hafa löndin tvö þá
sérstöðu í þeim hópi að vera lýðveldi . Í áliti
Feneyjanefndarinnar er þar að auki ítrekað
vísað til norrænnar og skandinavískar hefðar
í stjórnskipunarmálum .***
Álit Feneyjanefndarinnar
á finnsku stjórnarskránni
Í erindi frá dómsmálaráðuneyti Finn-lands til Feneyjanefndarinnar dagsettu
12 . mars 2007 er óskað álits nefndarinnar á
afmörkuðum stjórnskipunarlegum atrið um
s .s . þjóðaratkvæðagreiðslum, frum kvæði
al mennings, kjöri forseta lýðveldis ins,
skipu lagi, verkan og gagnvirkum samskipt-
um löggjafarvalds og framkvæmdavalds
og stefnumótun á sviði utanríkismála, að
málefn um Evrópusambandsins meðtöld-
um . Í heim sóknum sérstakra sendi nefnda
Fen eyja nefnd ar innar til Finnlands af þessu
tilefni var einnig óskað álits nefnd ar inn ar
á frelsisréttindum og öðrum grund vallar-
mann réttindum í Finnlandi, al þjóða sam-
** Sjá http://www .venice .coe .int/docs/2008/CDL-
AD%282008%29010-e .pdf
*** Sjá „Opinion on the Constitution of Finland“
adopted by the Venice Commission at its 74th
plenary session (Venice, 14–15 March 2008) .