Þjóðmál - 01.12.2012, Side 50

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 50
 Þjóðmál VETUR 2012 49 Guðmundur Magnússon Ættarveldi og alþýðufólk „Lítilla manna að austan“ Ímanntalinu 1803 eru þrjár „stuepiger“ meðal heimilisfólks Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns í Viðey . Herbergjastúlkur, eins og þær voru nefndar, þjónuðu húsráðendum og fjölskyldum þeirra . Þær voru aðeins á efnaheimilum . Starfið var eftirsótt og gat verið leið til þess að komast áfram í lífinu, jafnvel í raðir heldra fólks . Það sýnir dæmi ráðskonunnar í Viðey, Kristínar Eiríksdóttur, 52 ára gamallar prestsekkju með tvo unglinga á framfæri sínu . Jón Espólín segir í Árbókum sínum að hún hafi verið „lítilla manna að austan“, en Ólafur hafi tekið hana til sín unga að Leirá . Var hún þjónustustúlka hjá honum næstu árin og stóð sig svo vel að hún var sett yfir allt þjónustufólk innanhúss þegar fjölskyldan flutti árið 1780 að Innrahólmi; varð hún þar „fyrsta herbergjastúlka“ . Hún þótti bæði greind og glæsileg . Árið 1783 þurfti að finna Jóni Grímssyni, sem þá var nýorðinn prestur í Görðum á Akranesi, kvonfang . Hann hafði verið í þjónustu biskupsfeðganna í Skálholti, Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar, tengdasonar Ólafs Stefánssonar . Kristín varð fyrir valinu og er ekki að efa að ákvörðun um það var tekin af Hannesi biskupi og Ólafi . Jón Grímsson lést fyrir aldur fram 1797 og fór þá Kristín að nýju til Ólafs, nú í Viðey þar sem hún varð ráðskona hans . Börn hennar tvö, Grímur og Ingibjörg, fylgdu henni . Grímur varð skrifari hjá Ólafi stiftamtmanni sem studdi hann til náms í Kaupmannahöfn . Eftir embættisferil í Danmörku varð Grímur Í nýútkominni bók Guðmundar Magn ús sonar sagnfræðings, Íslensku ættar­ veldin — frá Oddaverjum til Engeyinga, er fjallað um það tangarhald sem fámennar höfðingjaættir höfðu á íslensku þjóðfélagi fyrr á tíð . Hér er gripið niður í bókinni þar sem rakið er hvernig „ættlaust“ fólk gat komist áfram í skjóli og með stuðningi höfðingjanna, og birt brot þar sem annars vegar er rætt er um menn sem brjótast áfram af eigin rammleik, hina svokölluðu „self made men“ á 19 . öld, og hins vegar um hugtakið „hinir nýríku“, nouveau riche .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.